Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Ólafur Björn Sverrisson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. desember 2024 16:28 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræddu við fjölmiðla að loknum fundi í dag. Vísir/Vilhelm Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, sem vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum, fékk stjórnarmyndunarumboð frá Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Í framhaldinu boðaði hún þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland á fund til að kanna grundvöll fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Nú er ljóst að sá fundur hefur borið árangur og stíf fundarhöld þeirra þriggja framundan. „Við höfum ákveðið að hefja viðræður og teljum okkur hafa góðan málefnagrundvöll til þess. Við höfum farið yfir breiðu strokurnar og breiðu línurnar, og það þarf auðvitað að ræða ýmislegt en við munum hefja viðræður á morgun,“ sagði Kristrún að loknum fundi. Fundurinn hafi aðallega nýst til að finna sameiginlega fleti, bætir Kristrún við. Ánægja virtist ríkja með fyrsta fund.Vísir/Vilhelm „Við erum allar mjög meðvitaðar um mikilvægi þess að hér verði efnahagslegur stöðugleiki. Að taka það föstum tökum að sjá áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. Það þarf að vera meginstefið í okkar áherslum. Síðan vitum við að það eru einstök mál sem þarf að ræða en við erum bara jákvæðar og lausnamiðaðar.“ Þorgerður Katrín segir bjartsýni ríkja í hópnum. „Annars værum við ekki að taka þetta skref. Fyrsta niðurstaða fundarins er að við stefnum að fækkun ráðuneyta, ég tel það fagnaðarefni.“ Vinna hratt og örugglega Ingu Sæland leist afskaplega vel á fyrsta fund. „Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, það ríkir traust og bjartsýni í okkar herbúðum núna. Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga. Gengið í átt til fjölmiðlafólks.Vísir/Vilhelm Lykilatriði segir Kristrún að það sé góður málefnagrundvöllur. „Við áttum okkur á því hvar stóru verkefnin liggja, þau munu liggja í því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, það eru innviðamálin og atvinnuuppbygging og ákveðin atriði í velferðarmálum. Þetta verður bara til umræðu á næstu dögum,“ segir Kristrún. „Við ætlum að vinna hratt og örugglega.“ Næsti fundur verður í fyrramálið. „Ég held að það sé mikilvægt að við komumst hratt og örugglega af stað. Við ætlum að standa okkur vel og vanda okkur. Við erum með skipulag varðandi viðræðurnar og ætlum bara að halda því.“ Mögulegir formenn næstu ríkisstjórnar Íslands.vísir/vilhelm Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, sem vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum, fékk stjórnarmyndunarumboð frá Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Í framhaldinu boðaði hún þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland á fund til að kanna grundvöll fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Nú er ljóst að sá fundur hefur borið árangur og stíf fundarhöld þeirra þriggja framundan. „Við höfum ákveðið að hefja viðræður og teljum okkur hafa góðan málefnagrundvöll til þess. Við höfum farið yfir breiðu strokurnar og breiðu línurnar, og það þarf auðvitað að ræða ýmislegt en við munum hefja viðræður á morgun,“ sagði Kristrún að loknum fundi. Fundurinn hafi aðallega nýst til að finna sameiginlega fleti, bætir Kristrún við. Ánægja virtist ríkja með fyrsta fund.Vísir/Vilhelm „Við erum allar mjög meðvitaðar um mikilvægi þess að hér verði efnahagslegur stöðugleiki. Að taka það föstum tökum að sjá áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. Það þarf að vera meginstefið í okkar áherslum. Síðan vitum við að það eru einstök mál sem þarf að ræða en við erum bara jákvæðar og lausnamiðaðar.“ Þorgerður Katrín segir bjartsýni ríkja í hópnum. „Annars værum við ekki að taka þetta skref. Fyrsta niðurstaða fundarins er að við stefnum að fækkun ráðuneyta, ég tel það fagnaðarefni.“ Vinna hratt og örugglega Ingu Sæland leist afskaplega vel á fyrsta fund. „Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, það ríkir traust og bjartsýni í okkar herbúðum núna. Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga. Gengið í átt til fjölmiðlafólks.Vísir/Vilhelm Lykilatriði segir Kristrún að það sé góður málefnagrundvöllur. „Við áttum okkur á því hvar stóru verkefnin liggja, þau munu liggja í því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, það eru innviðamálin og atvinnuuppbygging og ákveðin atriði í velferðarmálum. Þetta verður bara til umræðu á næstu dögum,“ segir Kristrún. „Við ætlum að vinna hratt og örugglega.“ Næsti fundur verður í fyrramálið. „Ég held að það sé mikilvægt að við komumst hratt og örugglega af stað. Við ætlum að standa okkur vel og vanda okkur. Við erum með skipulag varðandi viðræðurnar og ætlum bara að halda því.“ Mögulegir formenn næstu ríkisstjórnar Íslands.vísir/vilhelm
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Innlent Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Innlent Myrti sjö konur og þrjá karla Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Verða ekki krafin um endurgreiðslu Innlent Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Erlent Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann Innlent Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Fleiri fréttir Styrkir til stjórnmálaflokka og galin áform um uppbyggingu Fuglaflensugreiningum fækkar Fundi frestað fram yfir helgi Mál Zuism fyrir Hæstarétt síðar í þessum mánuði Ráðinn aðstoðarmaður Sigurðar Inga Tæplega 1.400 heimili og fyrirtæki urðu fyrir truflunum Fyrsta bílaapótekið á Suðurlandi Hættir sem formaður Rafiðnaðarsambandsins Jóhann Páll gengur í stað Ölmu Sáttasemjari hafi óskað eftir skrifstofustjóra Ásthildar í Karphúsið Vonar að hreinsunarstarfi ljúki að mestu í dag Vísa kjaradeilu við Sorpu til sáttasemjara vegna umboðsleysis samninganefndar Verða ekki krafin um endurgreiðslu Styrkir ekki endurgreiddir og óveðrinu slotar Veiðar höfðu áhrif á þorsksstofninn við Ísland strax á miðöldum Eiga eftir að taka afstöðu til birtingar lista yfir umsækjendur Taka upp þráðinn eftir hádegi Hjálmar segist ekki skilja hvað Einar eigi við Kóngurinn ógangfær eftir að eldingum laust niður í hann „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Sjá meira