Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Ólafur Björn Sverrisson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. desember 2024 16:28 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræddu við fjölmiðla að loknum fundi í dag. Vísir/Vilhelm Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, sem vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum, fékk stjórnarmyndunarumboð frá Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Í framhaldinu boðaði hún þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland á fund til að kanna grundvöll fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Nú er ljóst að sá fundur hefur borið árangur og stíf fundarhöld þeirra þriggja framundan. „Við höfum ákveðið að hefja viðræður og teljum okkur hafa góðan málefnagrundvöll til þess. Við höfum farið yfir breiðu strokurnar og breiðu línurnar, og það þarf auðvitað að ræða ýmislegt en við munum hefja viðræður á morgun,“ sagði Kristrún að loknum fundi. Fundurinn hafi aðallega nýst til að finna sameiginlega fleti, bætir Kristrún við. Ánægja virtist ríkja með fyrsta fund.Vísir/Vilhelm „Við erum allar mjög meðvitaðar um mikilvægi þess að hér verði efnahagslegur stöðugleiki. Að taka það föstum tökum að sjá áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. Það þarf að vera meginstefið í okkar áherslum. Síðan vitum við að það eru einstök mál sem þarf að ræða en við erum bara jákvæðar og lausnamiðaðar.“ Þorgerður Katrín segir bjartsýni ríkja í hópnum. „Annars værum við ekki að taka þetta skref. Fyrsta niðurstaða fundarins er að við stefnum að fækkun ráðuneyta, ég tel það fagnaðarefni.“ Vinna hratt og örugglega Ingu Sæland leist afskaplega vel á fyrsta fund. „Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, það ríkir traust og bjartsýni í okkar herbúðum núna. Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga. Gengið í átt til fjölmiðlafólks.Vísir/Vilhelm Lykilatriði segir Kristrún að það sé góður málefnagrundvöllur. „Við áttum okkur á því hvar stóru verkefnin liggja, þau munu liggja í því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, það eru innviðamálin og atvinnuuppbygging og ákveðin atriði í velferðarmálum. Þetta verður bara til umræðu á næstu dögum,“ segir Kristrún. „Við ætlum að vinna hratt og örugglega.“ Næsti fundur verður í fyrramálið. „Ég held að það sé mikilvægt að við komumst hratt og örugglega af stað. Við ætlum að standa okkur vel og vanda okkur. Við erum með skipulag varðandi viðræðurnar og ætlum bara að halda því.“ Mögulegir formenn næstu ríkisstjórnar Íslands.vísir/vilhelm Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, sem vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum, fékk stjórnarmyndunarumboð frá Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Í framhaldinu boðaði hún þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland á fund til að kanna grundvöll fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Nú er ljóst að sá fundur hefur borið árangur og stíf fundarhöld þeirra þriggja framundan. „Við höfum ákveðið að hefja viðræður og teljum okkur hafa góðan málefnagrundvöll til þess. Við höfum farið yfir breiðu strokurnar og breiðu línurnar, og það þarf auðvitað að ræða ýmislegt en við munum hefja viðræður á morgun,“ sagði Kristrún að loknum fundi. Fundurinn hafi aðallega nýst til að finna sameiginlega fleti, bætir Kristrún við. Ánægja virtist ríkja með fyrsta fund.Vísir/Vilhelm „Við erum allar mjög meðvitaðar um mikilvægi þess að hér verði efnahagslegur stöðugleiki. Að taka það föstum tökum að sjá áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. Það þarf að vera meginstefið í okkar áherslum. Síðan vitum við að það eru einstök mál sem þarf að ræða en við erum bara jákvæðar og lausnamiðaðar.“ Þorgerður Katrín segir bjartsýni ríkja í hópnum. „Annars værum við ekki að taka þetta skref. Fyrsta niðurstaða fundarins er að við stefnum að fækkun ráðuneyta, ég tel það fagnaðarefni.“ Vinna hratt og örugglega Ingu Sæland leist afskaplega vel á fyrsta fund. „Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, það ríkir traust og bjartsýni í okkar herbúðum núna. Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga. Gengið í átt til fjölmiðlafólks.Vísir/Vilhelm Lykilatriði segir Kristrún að það sé góður málefnagrundvöllur. „Við áttum okkur á því hvar stóru verkefnin liggja, þau munu liggja í því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, það eru innviðamálin og atvinnuuppbygging og ákveðin atriði í velferðarmálum. Þetta verður bara til umræðu á næstu dögum,“ segir Kristrún. „Við ætlum að vinna hratt og örugglega.“ Næsti fundur verður í fyrramálið. „Ég held að það sé mikilvægt að við komumst hratt og örugglega af stað. Við ætlum að standa okkur vel og vanda okkur. Við erum með skipulag varðandi viðræðurnar og ætlum bara að halda því.“ Mögulegir formenn næstu ríkisstjórnar Íslands.vísir/vilhelm
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Innlent Dótturdóttir JFK er látin Erlent Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Innlent Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Innlent Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Innlent Fleiri fréttir „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Sjá meira