Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Ólafur Björn Sverrisson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 3. desember 2024 16:28 Inga Sæland, Kristrún Frostadóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir ræddu við fjölmiðla að loknum fundi í dag. Vísir/Vilhelm Bjartsýni ríkir meðal formanna Flokks fólksins, Samfylkingar og Viðreisnar, sem strax hafa fengið viðurnefnið Valkyrjustjórnin. „Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga Sæland að loknum fundi þeirra þriggja í Alþingishúsinu. Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, sem vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum, fékk stjórnarmyndunarumboð frá Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Í framhaldinu boðaði hún þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland á fund til að kanna grundvöll fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Nú er ljóst að sá fundur hefur borið árangur og stíf fundarhöld þeirra þriggja framundan. „Við höfum ákveðið að hefja viðræður og teljum okkur hafa góðan málefnagrundvöll til þess. Við höfum farið yfir breiðu strokurnar og breiðu línurnar, og það þarf auðvitað að ræða ýmislegt en við munum hefja viðræður á morgun,“ sagði Kristrún að loknum fundi. Fundurinn hafi aðallega nýst til að finna sameiginlega fleti, bætir Kristrún við. Ánægja virtist ríkja með fyrsta fund.Vísir/Vilhelm „Við erum allar mjög meðvitaðar um mikilvægi þess að hér verði efnahagslegur stöðugleiki. Að taka það föstum tökum að sjá áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. Það þarf að vera meginstefið í okkar áherslum. Síðan vitum við að það eru einstök mál sem þarf að ræða en við erum bara jákvæðar og lausnamiðaðar.“ Þorgerður Katrín segir bjartsýni ríkja í hópnum. „Annars værum við ekki að taka þetta skref. Fyrsta niðurstaða fundarins er að við stefnum að fækkun ráðuneyta, ég tel það fagnaðarefni.“ Vinna hratt og örugglega Ingu Sæland leist afskaplega vel á fyrsta fund. „Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, það ríkir traust og bjartsýni í okkar herbúðum núna. Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga. Gengið í átt til fjölmiðlafólks.Vísir/Vilhelm Lykilatriði segir Kristrún að það sé góður málefnagrundvöllur. „Við áttum okkur á því hvar stóru verkefnin liggja, þau munu liggja í því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, það eru innviðamálin og atvinnuuppbygging og ákveðin atriði í velferðarmálum. Þetta verður bara til umræðu á næstu dögum,“ segir Kristrún. „Við ætlum að vinna hratt og örugglega.“ Næsti fundur verður í fyrramálið. „Ég held að það sé mikilvægt að við komumst hratt og örugglega af stað. Við ætlum að standa okkur vel og vanda okkur. Við erum með skipulag varðandi viðræðurnar og ætlum bara að halda því.“ Mögulegir formenn næstu ríkisstjórnar Íslands.vísir/vilhelm Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar, sem vann stórsigur í nýafstöðnum kosningum, fékk stjórnarmyndunarumboð frá Höllu Tómasdóttur forseta Íslands í morgun. Í framhaldinu boðaði hún þær Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar og Ingu Sæland á fund til að kanna grundvöll fyrir stjórnarmyndunarviðræðum. Nú er ljóst að sá fundur hefur borið árangur og stíf fundarhöld þeirra þriggja framundan. „Við höfum ákveðið að hefja viðræður og teljum okkur hafa góðan málefnagrundvöll til þess. Við höfum farið yfir breiðu strokurnar og breiðu línurnar, og það þarf auðvitað að ræða ýmislegt en við munum hefja viðræður á morgun,“ sagði Kristrún að loknum fundi. Fundurinn hafi aðallega nýst til að finna sameiginlega fleti, bætir Kristrún við. Ánægja virtist ríkja með fyrsta fund.Vísir/Vilhelm „Við erum allar mjög meðvitaðar um mikilvægi þess að hér verði efnahagslegur stöðugleiki. Að taka það föstum tökum að sjá áframhaldandi lækkun vaxta og verðbólgu. Það þarf að vera meginstefið í okkar áherslum. Síðan vitum við að það eru einstök mál sem þarf að ræða en við erum bara jákvæðar og lausnamiðaðar.“ Þorgerður Katrín segir bjartsýni ríkja í hópnum. „Annars værum við ekki að taka þetta skref. Fyrsta niðurstaða fundarins er að við stefnum að fækkun ráðuneyta, ég tel það fagnaðarefni.“ Vinna hratt og örugglega Ingu Sæland leist afskaplega vel á fyrsta fund. „Ég tek undir það sem hér hefur verið sagt, það ríkir traust og bjartsýni í okkar herbúðum núna. Valkyrjurnar eru komnar til að sjá og sigra,“ segir Inga. Gengið í átt til fjölmiðlafólks.Vísir/Vilhelm Lykilatriði segir Kristrún að það sé góður málefnagrundvöllur. „Við áttum okkur á því hvar stóru verkefnin liggja, þau munu liggja í því að tryggja efnahagslegan stöðugleika, það eru innviðamálin og atvinnuuppbygging og ákveðin atriði í velferðarmálum. Þetta verður bara til umræðu á næstu dögum,“ segir Kristrún. „Við ætlum að vinna hratt og örugglega.“ Næsti fundur verður í fyrramálið. „Ég held að það sé mikilvægt að við komumst hratt og örugglega af stað. Við ætlum að standa okkur vel og vanda okkur. Við erum með skipulag varðandi viðræðurnar og ætlum bara að halda því.“ Mögulegir formenn næstu ríkisstjórnar Íslands.vísir/vilhelm
Alþingiskosningar 2024 Alþingi Samfylkingin Flokkur fólksins Viðreisn Stjórnsýsla Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur Mest lesið Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Innlent Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Erlent Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Innlent Hættir sem ritstjóri Kveiks Innlent Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Innlent Fleiri fréttir Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Brotið á barni með því að loka það inni í einveruherbergi Leitar kofans sem hvarf í heilu lagi Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísar Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Sjá meira