Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 08:25 Sigurður Ingi Jóhannsson er jöfnunarþingmaður Suðurkjördæmis. vísir/hjalti Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. Flokkur fólksins fékk fimmtung atkvæða í Suðurkjördæmi og 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn sem var með 19,6 prósent. Báðir flokkar fá tvo þingmenn en Flokkur fólksins bætir við sig einum á meðan sjálfstæðismenn tapa einum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins, verður fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en auk hennar náði Sigurður Helgi Pálmason inn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða þau Guðrún Hafsteinsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, og Vilhjálmur Árnason, sitjandi þingmaður flokksins. Þriðji stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi er Samfylkingin sem hlaut 17,3 prósent atkvæða og tvo þingmenn. Flokkurinn bætir við sig þingmanni frá síðustu kosningum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir verða þingmenn flokksins. Miðflokkurinn hlaut 13,6 prósent atkvæða og einn kjördæmakjörinn þingmann, Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Karl Gauti var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017 en skipti yfir í Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins svonefnda. Hann datt út af þingi í þingkosningunum fyrir þremur árum. Framsóknarflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn. Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, varð ein kjördæmakjörni þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, vék úr oddvitasætinu fyrir henni og var úti þegar lokatölur bárust en náði inn sem jöfnunarþingmaður þegar lokaúrslit lágu fyrir. Viðreisn hlaut 11,2 prósent og bæti við sig fimm prósentustigum frá síðustu kosningum. Hann fær engu að síður áfram aðeins einn þingmann, Guðbrand Einarsson. Hann hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2021. Aðrir flokkar náðu ekki inn manni. Vinstri græn töpuðu rúmum sex prósentustigum frá því í síðustu kosningum og hlutu 1,3 prósent atkvæða. Píratar voru einnig með 1,3 prósent atkvæða og töpuðu 4,3 prósentustigum frá því síðast. Báðir flokkar þurrkuðust út af þingi í kosningunum í gær. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um jöfnunarþingmenn. Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Flokkur fólksins fékk fimmtung atkvæða í Suðurkjördæmi og 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn sem var með 19,6 prósent. Báðir flokkar fá tvo þingmenn en Flokkur fólksins bætir við sig einum á meðan sjálfstæðismenn tapa einum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins, verður fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en auk hennar náði Sigurður Helgi Pálmason inn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða þau Guðrún Hafsteinsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, og Vilhjálmur Árnason, sitjandi þingmaður flokksins. Þriðji stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi er Samfylkingin sem hlaut 17,3 prósent atkvæða og tvo þingmenn. Flokkurinn bætir við sig þingmanni frá síðustu kosningum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir verða þingmenn flokksins. Miðflokkurinn hlaut 13,6 prósent atkvæða og einn kjördæmakjörinn þingmann, Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Karl Gauti var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017 en skipti yfir í Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins svonefnda. Hann datt út af þingi í þingkosningunum fyrir þremur árum. Framsóknarflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn. Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, varð ein kjördæmakjörni þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, vék úr oddvitasætinu fyrir henni og var úti þegar lokatölur bárust en náði inn sem jöfnunarþingmaður þegar lokaúrslit lágu fyrir. Viðreisn hlaut 11,2 prósent og bæti við sig fimm prósentustigum frá síðustu kosningum. Hann fær engu að síður áfram aðeins einn þingmann, Guðbrand Einarsson. Hann hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2021. Aðrir flokkar náðu ekki inn manni. Vinstri græn töpuðu rúmum sex prósentustigum frá því í síðustu kosningum og hlutu 1,3 prósent atkvæða. Píratar voru einnig með 1,3 prósent atkvæða og töpuðu 4,3 prósentustigum frá því síðast. Báðir flokkar þurrkuðust út af þingi í kosningunum í gær. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um jöfnunarþingmenn.
Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Segir lítið til í orðum ráðherra Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24
Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42
Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08