Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Kjartan Kjartansson skrifar 1. desember 2024 08:25 Sigurður Ingi Jóhannsson er jöfnunarþingmaður Suðurkjördæmis. vísir/hjalti Söguleg tíðindi urðu í Suðurkjördæmi þar sem Flokkur fólksins stóð uppi sem stærsti flokkurinn þegar lokatölur voru birtar klukkan hálf átta í morgun. Formaður Framsóknarflokksins náði inn sem kjördæmakjörinn þingmaður. Flokkur fólksins fékk fimmtung atkvæða í Suðurkjördæmi og 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn sem var með 19,6 prósent. Báðir flokkar fá tvo þingmenn en Flokkur fólksins bætir við sig einum á meðan sjálfstæðismenn tapa einum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins, verður fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en auk hennar náði Sigurður Helgi Pálmason inn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða þau Guðrún Hafsteinsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, og Vilhjálmur Árnason, sitjandi þingmaður flokksins. Þriðji stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi er Samfylkingin sem hlaut 17,3 prósent atkvæða og tvo þingmenn. Flokkurinn bætir við sig þingmanni frá síðustu kosningum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir verða þingmenn flokksins. Miðflokkurinn hlaut 13,6 prósent atkvæða og einn kjördæmakjörinn þingmann, Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Karl Gauti var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017 en skipti yfir í Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins svonefnda. Hann datt út af þingi í þingkosningunum fyrir þremur árum. Framsóknarflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn. Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, varð ein kjördæmakjörni þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, vék úr oddvitasætinu fyrir henni og var úti þegar lokatölur bárust en náði inn sem jöfnunarþingmaður þegar lokaúrslit lágu fyrir. Viðreisn hlaut 11,2 prósent og bæti við sig fimm prósentustigum frá síðustu kosningum. Hann fær engu að síður áfram aðeins einn þingmann, Guðbrand Einarsson. Hann hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2021. Aðrir flokkar náðu ekki inn manni. Vinstri græn töpuðu rúmum sex prósentustigum frá því í síðustu kosningum og hlutu 1,3 prósent atkvæða. Píratar voru einnig með 1,3 prósent atkvæða og töpuðu 4,3 prósentustigum frá því síðast. Báðir flokkar þurrkuðust út af þingi í kosningunum í gær. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um jöfnunarþingmenn. Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Flokkur fólksins fékk fimmtung atkvæða í Suðurkjördæmi og 121 atkvæði fleiri en Sjálfstæðisflokkurinn sem var með 19,6 prósent. Báðir flokkar fá tvo þingmenn en Flokkur fólksins bætir við sig einum á meðan sjálfstæðismenn tapa einum. Ásthildur Lóa Þórsdóttir, oddviti Flokks fólksins, verður fyrsti þingmaður Suðurkjördæmis en auk hennar náði Sigurður Helgi Pálmason inn. Þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða þau Guðrún Hafsteinsdóttir, starfandi dómsmálaráðherra, og Vilhjálmur Árnason, sitjandi þingmaður flokksins. Þriðji stærsti flokkurinn í Suðurkjördæmi er Samfylkingin sem hlaut 17,3 prósent atkvæða og tvo þingmenn. Flokkurinn bætir við sig þingmanni frá síðustu kosningum. Víðir Reynisson, sviðsstjóri almannavarna, og Ása Berglind Hjálmarsdóttir verða þingmenn flokksins. Miðflokkurinn hlaut 13,6 prósent atkvæða og einn kjördæmakjörinn þingmann, Karl Gauta Hjaltason, lögreglustjóra í Vestmannaeyjum. Karl Gauti var kjörinn á þing fyrir Flokk fólksins árið 2017 en skipti yfir í Miðflokkinn í kjölfar Klaustursmálsins svonefnda. Hann datt út af þingi í þingkosningunum fyrir þremur árum. Framsóknarflokkurinn hlaut tólf prósent atkvæða og tvo þingmenn. Halla Hrund Logadóttir, fyrrverandi orkumálastjóri, varð ein kjördæmakjörni þingmaður flokksins í Suðurkjördæmi. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður flokksins, vék úr oddvitasætinu fyrir henni og var úti þegar lokatölur bárust en náði inn sem jöfnunarþingmaður þegar lokaúrslit lágu fyrir. Viðreisn hlaut 11,2 prósent og bæti við sig fimm prósentustigum frá síðustu kosningum. Hann fær engu að síður áfram aðeins einn þingmann, Guðbrand Einarsson. Hann hefur setið á þingi fyrir flokkinn frá 2021. Aðrir flokkar náðu ekki inn manni. Vinstri græn töpuðu rúmum sex prósentustigum frá því í síðustu kosningum og hlutu 1,3 prósent atkvæða. Píratar voru einnig með 1,3 prósent atkvæða og töpuðu 4,3 prósentustigum frá því síðast. Báðir flokkar þurrkuðust út af þingi í kosningunum í gær. Fréttin hefur verið uppfærð eftir að upplýsingar bárust um jöfnunarþingmenn.
Alþingiskosningar 2024 Suðurkjördæmi Alþingi Viðreisn Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Flokkur fólksins Sósíalistaflokkurinn Lýðræðisflokkurinn Miðflokkurinn Píratar Samfylkingin Vinstri græn Tengdar fréttir Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24 Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42 Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36 Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09 Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08 Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Geimfari Apollo 13 látinn Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Sjá meira
Lokatölur í Suðvesturkjördæmi: Willum Þór úti í kuldanum Sjálfstæðisflokkurinn hlaut afgerandi bestu kosningu sína í Suðvesturkjördæmi, kjördæmi formanns og varaformanns flokksins. Willum Þór Þórsson, sem var ráðherra fyrir Framsóknarflokkinn, datt út af þingi. 1. desember 2024 16:24
Lokatölur í Norðvesturkjördæmi: Flokkur fólksins með flesta þingmenn Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í Norðvesturkjördæmi en Flokkur fólksins flesta þingmenn. Sex flokkar fengu yfir tíu prósent atkvæða í kjördæminu og hvern sinn kjördæmakjörna þingmanninn. 1. desember 2024 11:42
Lokatölur í Norðausturkjördæmi: Gömlu stjórnarflokkarnir töpuðu fjórðungi atkvæða Ríkisstjórnarflokkarnir töpuðu samtals tæplega fjórðungi þeirra atkvæða sem þeir fengu í síðustu kosningum í Norðausturkjördæmi. Vinstri græn þurrkuðust út í kjördæmi sem var helsta vígi flokksins utan Reykjavíkur. 1. desember 2024 11:36
Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Loktölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin vann stórsigur í kjördæminu og er með 26,1 prósent. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 12,6 prósent. 1. desember 2024 06:09
Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Lokatölur hafa borist úr Reykjavíkurkjördæmi suður. Samfylkingin er stærsti flokkurinn með 22,9 prósent fylgi og þrjá menn inni. Í síðustu kosningum var flokkurinn með 13,3 prósent og einn mann á þingi. 1. desember 2024 05:08