Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2024 13:58 Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks sem kemur frá bílaumferð hefur mælst hár á nokkrum stöðum í Reykjavík í dag. Búast má við áframhaldandi loftmengun næstu daga vegna umferðar, kulda og þurrks og eru borgarbúar hvattir til að draga úr notkun einkabíla. Kalt og þurrt er nú í höfuðborginni en við þær aðstæður safnast svifryk frá umferð upp í stað þess að dreifast. Vindhraði var aðeins um tveir metrar á sekúndu í hádeginu og spáð er hægum vindi í allan dag. Því er varað við því að styrkur svifryks fari aftur hækkandi þegar síðdegisumferðin fer af stað í dag. Svipuðu veðri er spáð næstu daga og því má reikna með áframhaldandi svifryksmengun samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Helstu stofngötu og þjóðvegir í þéttbýli verða rykbundnir í nótt til að draga úr uppþyrlun ryks. Engu að síður er fólk hvatt til að geyma bílferðir sem eru ekki aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra samgöngumáta til þess að draga úr menguninni. Þá skorar borgin á fyrirtæki til þess að hvetja starfsfólk sitt til þess að vinna fjarvinnu ef það hefur kost á og draga þannig úr akstri. Svifryk er skaðlegt heilsu fólks, sérstaklega þess sem hefur undirliggjandi lungna- eða hjartasjúkdóma. Varað er við áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna þegar svifryksmengun er mikil og öldruðum og börnum er ráðlagt að forðast útiveru vegna hennar. Aðaluppspretta þeirra svifryksmengunar sem nú mælist í borginni, þar sem agnir eru um tíu míkrógrömm að stærð, er uppspænt malbik, sót sem kemur aðallega frá bruna dísilolíu, jarðvegsagnir, salt og aska. Loftgæði Bílar Umferð Samgöngur Reykjavík Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Kalt og þurrt er nú í höfuðborginni en við þær aðstæður safnast svifryk frá umferð upp í stað þess að dreifast. Vindhraði var aðeins um tveir metrar á sekúndu í hádeginu og spáð er hægum vindi í allan dag. Því er varað við því að styrkur svifryks fari aftur hækkandi þegar síðdegisumferðin fer af stað í dag. Svipuðu veðri er spáð næstu daga og því má reikna með áframhaldandi svifryksmengun samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Helstu stofngötu og þjóðvegir í þéttbýli verða rykbundnir í nótt til að draga úr uppþyrlun ryks. Engu að síður er fólk hvatt til að geyma bílferðir sem eru ekki aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra samgöngumáta til þess að draga úr menguninni. Þá skorar borgin á fyrirtæki til þess að hvetja starfsfólk sitt til þess að vinna fjarvinnu ef það hefur kost á og draga þannig úr akstri. Svifryk er skaðlegt heilsu fólks, sérstaklega þess sem hefur undirliggjandi lungna- eða hjartasjúkdóma. Varað er við áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna þegar svifryksmengun er mikil og öldruðum og börnum er ráðlagt að forðast útiveru vegna hennar. Aðaluppspretta þeirra svifryksmengunar sem nú mælist í borginni, þar sem agnir eru um tíu míkrógrömm að stærð, er uppspænt malbik, sót sem kemur aðallega frá bruna dísilolíu, jarðvegsagnir, salt og aska.
Loftgæði Bílar Umferð Samgöngur Reykjavík Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi Innlent Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Erlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Innlent „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira