Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Kjartan Kjartansson skrifar 29. nóvember 2024 13:58 Svifryk er að stórum hluta malbiksagnir. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Styrkur svifryks sem kemur frá bílaumferð hefur mælst hár á nokkrum stöðum í Reykjavík í dag. Búast má við áframhaldandi loftmengun næstu daga vegna umferðar, kulda og þurrks og eru borgarbúar hvattir til að draga úr notkun einkabíla. Kalt og þurrt er nú í höfuðborginni en við þær aðstæður safnast svifryk frá umferð upp í stað þess að dreifast. Vindhraði var aðeins um tveir metrar á sekúndu í hádeginu og spáð er hægum vindi í allan dag. Því er varað við því að styrkur svifryks fari aftur hækkandi þegar síðdegisumferðin fer af stað í dag. Svipuðu veðri er spáð næstu daga og því má reikna með áframhaldandi svifryksmengun samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Helstu stofngötu og þjóðvegir í þéttbýli verða rykbundnir í nótt til að draga úr uppþyrlun ryks. Engu að síður er fólk hvatt til að geyma bílferðir sem eru ekki aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra samgöngumáta til þess að draga úr menguninni. Þá skorar borgin á fyrirtæki til þess að hvetja starfsfólk sitt til þess að vinna fjarvinnu ef það hefur kost á og draga þannig úr akstri. Svifryk er skaðlegt heilsu fólks, sérstaklega þess sem hefur undirliggjandi lungna- eða hjartasjúkdóma. Varað er við áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna þegar svifryksmengun er mikil og öldruðum og börnum er ráðlagt að forðast útiveru vegna hennar. Aðaluppspretta þeirra svifryksmengunar sem nú mælist í borginni, þar sem agnir eru um tíu míkrógrömm að stærð, er uppspænt malbik, sót sem kemur aðallega frá bruna dísilolíu, jarðvegsagnir, salt og aska. Loftgæði Bílar Umferð Samgöngur Reykjavík Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira
Kalt og þurrt er nú í höfuðborginni en við þær aðstæður safnast svifryk frá umferð upp í stað þess að dreifast. Vindhraði var aðeins um tveir metrar á sekúndu í hádeginu og spáð er hægum vindi í allan dag. Því er varað við því að styrkur svifryks fari aftur hækkandi þegar síðdegisumferðin fer af stað í dag. Svipuðu veðri er spáð næstu daga og því má reikna með áframhaldandi svifryksmengun samkvæmt tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Helstu stofngötu og þjóðvegir í þéttbýli verða rykbundnir í nótt til að draga úr uppþyrlun ryks. Engu að síður er fólk hvatt til að geyma bílferðir sem eru ekki aðkallandi, nýta sér frekar almenningssamgöngur, sameinast í bíla eða nota aðra samgöngumáta til þess að draga úr menguninni. Þá skorar borgin á fyrirtæki til þess að hvetja starfsfólk sitt til þess að vinna fjarvinnu ef það hefur kost á og draga þannig úr akstri. Svifryk er skaðlegt heilsu fólks, sérstaklega þess sem hefur undirliggjandi lungna- eða hjartasjúkdóma. Varað er við áreynslu í nágrenni stórra umferðargatna þegar svifryksmengun er mikil og öldruðum og börnum er ráðlagt að forðast útiveru vegna hennar. Aðaluppspretta þeirra svifryksmengunar sem nú mælist í borginni, þar sem agnir eru um tíu míkrógrömm að stærð, er uppspænt malbik, sót sem kemur aðallega frá bruna dísilolíu, jarðvegsagnir, salt og aska.
Loftgæði Bílar Umferð Samgöngur Reykjavík Umhverfismál Heilbrigðismál Mest lesið „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Fleiri fréttir Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Sjá meira