Tryggjum breytingar með nýju fæðingarorlofskerfi Samfylkingar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 29. nóvember 2024 10:21 Fæst hafa velt því fyrir sér: „Hvenær ætli barnið mitt komist inn í grunnskóla?“, eðlilega ekki. Hið sama ætti að gilda um leikskólana. Þegar fæðingarorlofi lýkur grípa foreldrar of oft í tómt. Nýlega birtust fréttir af því að risa vinnustaður hefur ráðist í að bjóða starfsfólki sínu upp á dagvistun ungra barna. Starfsfólkið er þakklátt, mjög skiljanlega, en um leið er framtakið birtingarmynd vanda sem ríkið hefur hundsað of lengi en ætti að grípa inn í. Lögfestum leikskólastigið Leikskólastigið er ekki ríkinu óviðkomandi, þó sveitarfélögin beri þungann í málaflokknum. Þvert á móti er tími til kominn að ríkið axli ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesti leikskólastigið. Með því er átt við að tryggja fjármögnun leikskólanna, m.a. með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri. Eyðum óvissunni Fæðingarorlofstaka foreldra hefst iðulega í mikilli óvissu um hvað tekur svo við, því ekki er vitað hvenær barnið fær dagvistun. Þessi ófyrirsjáanleiki er streituvaldur fyrir foreldra og kann að koma niður á samvistum barns og foreldris á þessum dýrmætu fyrstu mánuðum. Þetta leiðir of oft til þess að orlof annars foreldris brennur inni því ákvörðun er tekin um að fresta orlofstöku til lengri tíma til þess að lenda ekki í því sem verra er: Þegar orlof beggja foreldra klárast án þess að dagvistun er í boði og foreldrarnir þurfa að vera í skertu starfshlutfalli eða segja upp starfi. Á hinum Norðurlöndunum er réttur til dagvistunar tryggður þegar orlofi lýkur, eðlilega. Að foreldrar festist til lengri tíma í fæðingarorlofi þegar vilji þeirra stendur til þess að komast aftur í vinnu og að barnið fái dagvistun er auðvitað slæmt fyrir tekjur heimilisins, en líka fyrir atvinnurekanda og hið opinbera. Það sést glögglega á fyrrnefndu framtaki Arion banka sem sér hag sinn af því að reka dagvistun fyrir starfsfólk sitt samhliða sínum hefðbundna rekstri. Að sama skapi ætti ríkið að sjá hag sinn í því að hér sé rekið almennilegt leikskólastig sem er fjármagnað með fullnægjandi hætti, mannað og tryggir fyrirsjáanleika svo að fólk komist aftur í sín launuðu störf og þurfi ekki að teygja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði yfir lengri tíma en þá 12 mánuði sem fæðingarorlofinu er ætlað standa yfir. Þetta er augljóslega hagur allra. Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar Til viðbótar við að ríkið þurfi að axla ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesta leikskólastigið til að tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert er á hinum Norðurlöndunum, þá boðar Samfylkingin nýtt fæðingarorlofskerfi sem tryggir afkomuöryggi foreldra betur í þá 12 mánuði sem orlof stendur yfir og hugar betur að heilsu móður og barns. Við ætlum að hætta að skerða lægstu tekjurnar, svo að orlofsgreiðslur vegna tekna undir 450 þúsund verða óskertar. Við munum tryggja launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingardag barns og auka rétt foreldra sem veikjast á meðgöngu. Við ætlum að láta hækkanir orlofsgreiðslna ná til allra sem eru í orlofi á sama tíma og hækka fæðingarstyrk. Við ætlum að færa viðmiðunartímabil orlofsgreiðslna nær fæðingardegi barns og tryggja að orlofsgreiðslur endurspegli tekjur foreldra betur. Við munum bæta rétt fjölburaforeldra og vinna að betra jafnvægi milli atvinnulífs og fjölskyldulífs. Kæri kjósandi, nú styttist í að þú getur sagt þína skoðun með kjörseðlinum og haft áhrif á hvernig við búum um verðandi foreldra og ung börn. Tryggjum breytingar sem bæta kjör ungra foreldra og fjölskyldna. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er lögmaður í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og er í fæðingarorlofi með þriggja mánaða gamalt barn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Fæðingarorlof Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Fæst hafa velt því fyrir sér: „Hvenær ætli barnið mitt komist inn í grunnskóla?“, eðlilega ekki. Hið sama ætti að gilda um leikskólana. Þegar fæðingarorlofi lýkur grípa foreldrar of oft í tómt. Nýlega birtust fréttir af því að risa vinnustaður hefur ráðist í að bjóða starfsfólki sínu upp á dagvistun ungra barna. Starfsfólkið er þakklátt, mjög skiljanlega, en um leið er framtakið birtingarmynd vanda sem ríkið hefur hundsað of lengi en ætti að grípa inn í. Lögfestum leikskólastigið Leikskólastigið er ekki ríkinu óviðkomandi, þó sveitarfélögin beri þungann í málaflokknum. Þvert á móti er tími til kominn að ríkið axli ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesti leikskólastigið. Með því er átt við að tryggja fjármögnun leikskólanna, m.a. með breytingu á lögum um tekjustofna sveitarfélaga og tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri. Eyðum óvissunni Fæðingarorlofstaka foreldra hefst iðulega í mikilli óvissu um hvað tekur svo við, því ekki er vitað hvenær barnið fær dagvistun. Þessi ófyrirsjáanleiki er streituvaldur fyrir foreldra og kann að koma niður á samvistum barns og foreldris á þessum dýrmætu fyrstu mánuðum. Þetta leiðir of oft til þess að orlof annars foreldris brennur inni því ákvörðun er tekin um að fresta orlofstöku til lengri tíma til þess að lenda ekki í því sem verra er: Þegar orlof beggja foreldra klárast án þess að dagvistun er í boði og foreldrarnir þurfa að vera í skertu starfshlutfalli eða segja upp starfi. Á hinum Norðurlöndunum er réttur til dagvistunar tryggður þegar orlofi lýkur, eðlilega. Að foreldrar festist til lengri tíma í fæðingarorlofi þegar vilji þeirra stendur til þess að komast aftur í vinnu og að barnið fái dagvistun er auðvitað slæmt fyrir tekjur heimilisins, en líka fyrir atvinnurekanda og hið opinbera. Það sést glögglega á fyrrnefndu framtaki Arion banka sem sér hag sinn af því að reka dagvistun fyrir starfsfólk sitt samhliða sínum hefðbundna rekstri. Að sama skapi ætti ríkið að sjá hag sinn í því að hér sé rekið almennilegt leikskólastig sem er fjármagnað með fullnægjandi hætti, mannað og tryggir fyrirsjáanleika svo að fólk komist aftur í sín launuðu störf og þurfi ekki að teygja greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði yfir lengri tíma en þá 12 mánuði sem fæðingarorlofinu er ætlað standa yfir. Þetta er augljóslega hagur allra. Nýtt fæðingarorlofskerfi Samfylkingarinnar Til viðbótar við að ríkið þurfi að axla ábyrgð á fyrsta skólastiginu og lögfesta leikskólastigið til að tryggja rétt barna til leikskólavistar frá tilteknum aldri eins og gert er á hinum Norðurlöndunum, þá boðar Samfylkingin nýtt fæðingarorlofskerfi sem tryggir afkomuöryggi foreldra betur í þá 12 mánuði sem orlof stendur yfir og hugar betur að heilsu móður og barns. Við ætlum að hætta að skerða lægstu tekjurnar, svo að orlofsgreiðslur vegna tekna undir 450 þúsund verða óskertar. Við munum tryggja launað meðgönguorlof fjórum vikum fyrir fæðingardag barns og auka rétt foreldra sem veikjast á meðgöngu. Við ætlum að láta hækkanir orlofsgreiðslna ná til allra sem eru í orlofi á sama tíma og hækka fæðingarstyrk. Við ætlum að færa viðmiðunartímabil orlofsgreiðslna nær fæðingardegi barns og tryggja að orlofsgreiðslur endurspegli tekjur foreldra betur. Við munum bæta rétt fjölburaforeldra og vinna að betra jafnvægi milli atvinnulífs og fjölskyldulífs. Kæri kjósandi, nú styttist í að þú getur sagt þína skoðun með kjörseðlinum og haft áhrif á hvernig við búum um verðandi foreldra og ung börn. Tryggjum breytingar sem bæta kjör ungra foreldra og fjölskyldna. Kjósum Samfylkinguna. Höfundur er lögmaður í 5. sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi og er í fæðingarorlofi með þriggja mánaða gamalt barn.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun