Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar 28. nóvember 2024 16:31 Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur ítrekað verið bent á að málefni sem tengjast náttúrunni þyrftu að vera margfalt meira á dagskrá. Heilu umræðuþættirnir koma lítið, ef eitthvað, inn á umhverfismál. Vert er þó að segja frá mjög áhugaverðum fundi sem haldinn var laugardaginn 23. nóvember þar sem fulltrúar allra flokka sátu fyrir svörum um sjálfbæra nýtingu og verndun vistkerfa og loftslagsmál. Andrúmsloftið á þessum fundi endurspeglaði djúpar áhyggjur fólks og með honum voru send sterk skilaboð um mikilvægi þess að taka af fullri alvöru á málum. Hnattrænt neyðarástand Náttúra jarðar á sífellt meira undir högg að sækja vegna óvarkárrar hegðunar manna. Hættumerkin eru víða og eru m.a. rædd af mikilli ástríðu á risastórum alþjóðasamkomum Sameinuðu þjóðanna núna í haust um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Við búum við hnattrænt neyðarástand, sem lýsir sér í hruni líffræðilegrar fjölbreytni vegna óvarkárrar landnýtingar, ósjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda, mengunar, hraðrar útbreiðslu framandi ágengra tegunda og síðast en ekki síst hamfarahlýnunar. Skaðleg áhrif hins síðastnefnda blasa nú ítrekað við víðs vegar í heiminum. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda heilbrigðra vistkerfa sem við mennirnir erum hluti af og slík vistkerfi standa undir því að við getum átt blómlegt atvinnulíf og efnahag, mat á borðum okkar, hreint vatn, stjórn á útbreiðslu sjúkdóma og lífvænlega staði til að búa á; í stuttu máli jörð sem er fær um að fóstra líf. Ísland er ekki undanþegið þeim alþjóðlegu vandamálum sem hér hafa verið nefnd. Hér eru vistkerfi sem gefa okkur tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi ef við umgöngumst þau að skynsemi og vandvirkni. En það eru sannarlega blikur á lofti um framtíð margra þessara vistkerfa og í ljósi þeirra ógna sem ríkja verðum við að tryggja enn frekar sjónarmið sjálfbærrar nýtingar og verndar þegar við mótum stefnu og ákveðum hvernig við högum lífi okkar. Vistkerfi Íslands eru ekki einangruð fyrirbæri, heldur hluti af flóknu lífkerfi jarðar þar sem samspil margra þátta ræður úrslitum um framtíð lífs á plánetunni. Ábyrgð okkar er því mikil og þyngist stöðugt. Forystuhlutverk stjórnmálamanna Þessi staða er vissulega margþætt og flókin og auðvelt er að fórna höndum í ráðaleysi. Kannski skýrir það þá þögn sem hefur ríkt um þennan málaflokk í kosningabaráttunni; málið er kannski hreinlega „of stórt“? En ráðaleysi og höfnun er ekki valkostur núna. Hérlendis er mikil þekking til staðar og fjölmörg tækifæri til að bregðast rétt við ef vandað er til verka á komandi árum. Hér má benda á ýmis dæmi um gagnleg verkefni og hvetjandi umræður í samfélaginu. Leiðandi hlutverk stjórnvalda er hér geysilega veigamikið. Þess vegna verðum við að tryggja að rödd náttúrunnar verði sterk á því þingi sem við nú kjósum, þar sem þekking, skilningur og reynsla þingmanna skiptir höfuðmáli. Við skulum öll óska þess - eins og niðurstaða fundarins sem getið var í upphafi glögglega sýndi – að nýju Alþingi og ríkisstjórn auðnist að forgangsraða málefnum náttúrunnar. Það er forsenda góðs efnahags þjóðarinnar, heilbrigðis og velferðar samfélags okkar. Setjum náttúruna í fyrsta sæti! Höfundur er líffræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Umhverfismál Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í yfirstandandi kosningabaráttu hefur ítrekað verið bent á að málefni sem tengjast náttúrunni þyrftu að vera margfalt meira á dagskrá. Heilu umræðuþættirnir koma lítið, ef eitthvað, inn á umhverfismál. Vert er þó að segja frá mjög áhugaverðum fundi sem haldinn var laugardaginn 23. nóvember þar sem fulltrúar allra flokka sátu fyrir svörum um sjálfbæra nýtingu og verndun vistkerfa og loftslagsmál. Andrúmsloftið á þessum fundi endurspeglaði djúpar áhyggjur fólks og með honum voru send sterk skilaboð um mikilvægi þess að taka af fullri alvöru á málum. Hnattrænt neyðarástand Náttúra jarðar á sífellt meira undir högg að sækja vegna óvarkárrar hegðunar manna. Hættumerkin eru víða og eru m.a. rædd af mikilli ástríðu á risastórum alþjóðasamkomum Sameinuðu þjóðanna núna í haust um líffræðilega fjölbreytni, loftslagsmál og eyðimerkurmyndun. Við búum við hnattrænt neyðarástand, sem lýsir sér í hruni líffræðilegrar fjölbreytni vegna óvarkárrar landnýtingar, ósjálfbærrar nýtingar náttúruauðlinda, mengunar, hraðrar útbreiðslu framandi ágengra tegunda og síðast en ekki síst hamfarahlýnunar. Skaðleg áhrif hins síðastnefnda blasa nú ítrekað við víðs vegar í heiminum. Líffræðileg fjölbreytni er forsenda heilbrigðra vistkerfa sem við mennirnir erum hluti af og slík vistkerfi standa undir því að við getum átt blómlegt atvinnulíf og efnahag, mat á borðum okkar, hreint vatn, stjórn á útbreiðslu sjúkdóma og lífvænlega staði til að búa á; í stuttu máli jörð sem er fær um að fóstra líf. Ísland er ekki undanþegið þeim alþjóðlegu vandamálum sem hér hafa verið nefnd. Hér eru vistkerfi sem gefa okkur tækifæri til að lifa mannsæmandi lífi ef við umgöngumst þau að skynsemi og vandvirkni. En það eru sannarlega blikur á lofti um framtíð margra þessara vistkerfa og í ljósi þeirra ógna sem ríkja verðum við að tryggja enn frekar sjónarmið sjálfbærrar nýtingar og verndar þegar við mótum stefnu og ákveðum hvernig við högum lífi okkar. Vistkerfi Íslands eru ekki einangruð fyrirbæri, heldur hluti af flóknu lífkerfi jarðar þar sem samspil margra þátta ræður úrslitum um framtíð lífs á plánetunni. Ábyrgð okkar er því mikil og þyngist stöðugt. Forystuhlutverk stjórnmálamanna Þessi staða er vissulega margþætt og flókin og auðvelt er að fórna höndum í ráðaleysi. Kannski skýrir það þá þögn sem hefur ríkt um þennan málaflokk í kosningabaráttunni; málið er kannski hreinlega „of stórt“? En ráðaleysi og höfnun er ekki valkostur núna. Hérlendis er mikil þekking til staðar og fjölmörg tækifæri til að bregðast rétt við ef vandað er til verka á komandi árum. Hér má benda á ýmis dæmi um gagnleg verkefni og hvetjandi umræður í samfélaginu. Leiðandi hlutverk stjórnvalda er hér geysilega veigamikið. Þess vegna verðum við að tryggja að rödd náttúrunnar verði sterk á því þingi sem við nú kjósum, þar sem þekking, skilningur og reynsla þingmanna skiptir höfuðmáli. Við skulum öll óska þess - eins og niðurstaða fundarins sem getið var í upphafi glögglega sýndi – að nýju Alþingi og ríkisstjórn auðnist að forgangsraða málefnum náttúrunnar. Það er forsenda góðs efnahags þjóðarinnar, heilbrigðis og velferðar samfélags okkar. Setjum náttúruna í fyrsta sæti! Höfundur er líffræðingur.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun