Öflugt atvinnulíf undir forystu Sjálfstæðisflokksins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 27. nóvember 2024 15:02 Það er vinnan sem skapar verðmætin, en hugvitið er lykillinn að framtíðinni. Við þurfum bæði til að byggja sterkt atvinnulíf. Atvinnulíf sem skýtur styrkum stoðum undir velferð samfélagsins. Íslenskt atvinnulíf er hjartsláttur samfélags okkar. Hér á landi höfum við einstaka möguleika til að byggja fjölbreytt atvinnulíf sem sameinar nýsköpun, sjálfbærni og ábyrga auðlindanýtingu. Iðnaður, sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta eru helstu stoðir íslensk efnahagslífs og þær þurfum við styrkja enn frekar. Við gerum það með því að hlúa að starfsumhverfi þessara greina, byggja upp og efla mikilvæga innviði og tryggja næga orku. Gott umhverfi til vaxtar Lykilforsenda þess að hér byggist áfram upp öflugt atvinnulíf, í harðri alþjóðlegri samkeppni, er að fyrirtæki búi við framúrskarandi umhverfi til vaxtar. Í því felst að tryggja hagkvæmt rekstrarumhverfi, með minni álögum og góðu regluverki. Með aukinni nýsköpun, sérhæfingu og menntun sköpum við forsendur fyrir vöxt atvinnulífsins alls, hvort heldur hátæknifyrirtækja eða rótgróinna fyrirtækja – í öllum greinum. Við sköpum störf sem laða að bæði unga fólkið og sérfræðinga í ólíkum greinum. Í Suðurkjördæmi er öflugt atvinnulíf og íbúum og gestum fjölgar ört. Á svæðinu er mikil matvælaframleiðsla, þar á meðal sjávarútvegur og landbúnaður, og það er mikilvægt að við hlúum vel að nýsköpun í þeim greinum. Þar liggja tækifæri til frekari þróunar í aukinni sjálfbærni og fjölbreyttari framleiðslu. Áhersla á líftækni og hátækni í matvælaframleiðslu hefur þegar skilað góðum árangri, en með markvissri stefnumörkun getum við eflt þessi svið enn frekar. Aukin innviðauppbygging er lykillinn að því að skapa aðstæður til frekari vaxtar. Nauðsynlegt er að styrkja samgöngur í kjördæminu, þar á meðal með nýrri Ölfusárbrú, sem ég tel vera lykilverkefni fyrir þróun svæðisins, auk þess sem miklu máli skiptir að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Ennfremur þarf að treysta samgöngur til Vestmannaeyja. Öruggar og hagkvæmar samgöngur skapa betri tengsl á milli svæða, draga úr kostnaði fyrir atvinnulífið og gera landsbyggðina að enn eftirsóknarverðari stað til búsetu og starfa. Það sama á við um orkuframleiðslu en án orku verður enginn vöxtur og engin verðmætasköpun. Við erum með háleit markmið í Suðurkjördæmi til uppbyggingar og það er mikilvægt að við höfum orku til að fylgja þeim eftir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið kyrrstöðuna í orkumálum og við leggjum áherslu á að stórauka græna orkuöflun, og þar með tryggja næga orku til heimila og fyrirtækja. Leggjum traust á reynsluna Ég hef alltaf trúað því að öflug atvinnustarfsemi sé grunnstoð sterks samfélags. Með bættum samgöngum, fjölbreytni í atvinnugreinum og öflugri nýsköpun tryggjum við ekki aðeins vöxt heldur einnig trygga framtíð. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að vinna áfram að þessum mikilvægu málefnum og byggja sterkara samfélag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á að efla atvinnulíf, byggja undir fjölbreytni og styðja við nýsköpun og sjálfbærni. Með skýrri sýn, öflugri stefnu og ábyrgri forystu er flokkurinn bestur í stakk búinn til að leiða Ísland inn í bjarta framtíð. Þann 30. nóvember næstkomandi bið ég ykkur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, því þannig er best tryggt sterkara atvinnulíf og betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Leggjum traust á reynsluna og sýnina sem hefur reynst Íslandi vel – kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Það er vinnan sem skapar verðmætin, en hugvitið er lykillinn að framtíðinni. Við þurfum bæði til að byggja sterkt atvinnulíf. Atvinnulíf sem skýtur styrkum stoðum undir velferð samfélagsins. Íslenskt atvinnulíf er hjartsláttur samfélags okkar. Hér á landi höfum við einstaka möguleika til að byggja fjölbreytt atvinnulíf sem sameinar nýsköpun, sjálfbærni og ábyrga auðlindanýtingu. Iðnaður, sjávarútvegur, landbúnaður og ferðaþjónusta eru helstu stoðir íslensk efnahagslífs og þær þurfum við styrkja enn frekar. Við gerum það með því að hlúa að starfsumhverfi þessara greina, byggja upp og efla mikilvæga innviði og tryggja næga orku. Gott umhverfi til vaxtar Lykilforsenda þess að hér byggist áfram upp öflugt atvinnulíf, í harðri alþjóðlegri samkeppni, er að fyrirtæki búi við framúrskarandi umhverfi til vaxtar. Í því felst að tryggja hagkvæmt rekstrarumhverfi, með minni álögum og góðu regluverki. Með aukinni nýsköpun, sérhæfingu og menntun sköpum við forsendur fyrir vöxt atvinnulífsins alls, hvort heldur hátæknifyrirtækja eða rótgróinna fyrirtækja – í öllum greinum. Við sköpum störf sem laða að bæði unga fólkið og sérfræðinga í ólíkum greinum. Í Suðurkjördæmi er öflugt atvinnulíf og íbúum og gestum fjölgar ört. Á svæðinu er mikil matvælaframleiðsla, þar á meðal sjávarútvegur og landbúnaður, og það er mikilvægt að við hlúum vel að nýsköpun í þeim greinum. Þar liggja tækifæri til frekari þróunar í aukinni sjálfbærni og fjölbreyttari framleiðslu. Áhersla á líftækni og hátækni í matvælaframleiðslu hefur þegar skilað góðum árangri, en með markvissri stefnumörkun getum við eflt þessi svið enn frekar. Aukin innviðauppbygging er lykillinn að því að skapa aðstæður til frekari vaxtar. Nauðsynlegt er að styrkja samgöngur í kjördæminu, þar á meðal með nýrri Ölfusárbrú, sem ég tel vera lykilverkefni fyrir þróun svæðisins, auk þess sem miklu máli skiptir að klára tvöföldun Reykjanesbrautarinnar. Ennfremur þarf að treysta samgöngur til Vestmannaeyja. Öruggar og hagkvæmar samgöngur skapa betri tengsl á milli svæða, draga úr kostnaði fyrir atvinnulífið og gera landsbyggðina að enn eftirsóknarverðari stað til búsetu og starfa. Það sama á við um orkuframleiðslu en án orku verður enginn vöxtur og engin verðmætasköpun. Við erum með háleit markmið í Suðurkjördæmi til uppbyggingar og það er mikilvægt að við höfum orku til að fylgja þeim eftir. Sjálfstæðisflokkurinn hefur rofið kyrrstöðuna í orkumálum og við leggjum áherslu á að stórauka græna orkuöflun, og þar með tryggja næga orku til heimila og fyrirtækja. Leggjum traust á reynsluna Ég hef alltaf trúað því að öflug atvinnustarfsemi sé grunnstoð sterks samfélags. Með bættum samgöngum, fjölbreytni í atvinnugreinum og öflugri nýsköpun tryggjum við ekki aðeins vöxt heldur einnig trygga framtíð. Ég óska eftir stuðningi ykkar til að vinna áfram að þessum mikilvægu málefnum og byggja sterkara samfélag. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ávallt lagt áherslu á að efla atvinnulíf, byggja undir fjölbreytni og styðja við nýsköpun og sjálfbærni. Með skýrri sýn, öflugri stefnu og ábyrgri forystu er flokkurinn bestur í stakk búinn til að leiða Ísland inn í bjarta framtíð. Þann 30. nóvember næstkomandi bið ég ykkur að kjósa Sjálfstæðisflokkinn, því þannig er best tryggt sterkara atvinnulíf og betra samfélag fyrir komandi kynslóðir. Leggjum traust á reynsluna og sýnina sem hefur reynst Íslandi vel – kjósum Sjálfstæðisflokkinn. Höfundur er dómsmálaráðherra og oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun