Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar 25. nóvember 2024 12:33 Hvað er sóun og hvað sjálfbært? Á þeim rúmu 36 árum sem ég hef starfað sem sérfræðingur í heimilislækningum, hefur verið mismikil umræða/áhersla á það að sérhver eigi sinn heimilislækni. Með hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags í huga tel ég aðra nálgun betri a.m.k. í dreifbýli. Þar hef ég hef starfað allan minn starfsferil í aðstæðum þar sem læknir ber ábyrgð á allri læknisþjónustu allan sólarhringinn fyrir íbúa og gesti viðkomandi svæðis. Við upphaf minnar starfsævi þrýsti fagfélag okkar heimilislækna á að hver íbúi ætti sinn heimilislækni. Við, læknar á Egilsstöðum þá, töldum óraunhæft að bjóða slíkt fyrirkomulag og það hefur aldrei verið tekið upp á Austurlandi, fremur en á mörgum öðrum landsvæðum.Í könnunum er gjarnan spurt hverra úrbóta sé þörf í heilsugæslunni og meðal svarmöguleika er oftast „að fá fastan heimilislækni“, sem mörg velja. Ósk um heimilislækni er því oft eignuð almennum borgurum, sem er rétt á sinn hátt, en líka mögulega afleiðing þess hvernig og hvers er spurt og hvers ekki. Með föstum heimilislækni fæst öryggi og traust, sem við viljum auðvitað öll hafa í samskiptum okkar við heilbrigðiskerfið. Ég tel raunhæfara að skapa þær aðstæður sem leiða af sér öryggi og traust með því að hver eigi sér tengilið í þverfaglegu teymi á sinni heilsugæslustöð. Hvar kreppir skóinn raunverulega? Mönnunarvandi er helsta áskorun í heilbrigðisþjónustu og alþjóðleg samkeppni ríkir um fagmenntað fólk. Æ meiri áhersla er á teymishugsun og teymisvinnu í menntun og þjálfun heilbrigðisstétta, að vinna þvert á stéttir og að sinna erindum á hæfandi þjónustustigi, en hvorki of né van, enda er það hvoru tveggja varasamt. Virkjun á einmitt þessu, langt umfram það sem áður þekktist, var mikilvægur hluti viðbragðs okkar og velgengni í Covid-19 faraldrinum. Með hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags í huga þarf alltaf að taka tillit til þessa skorts á fagfólki við útfærslu heilbrigðisþjónustu. Þau fjölbreyttu erindi sem heilsugæslan fær á sitt borð kalla á að þar starfi fagfólk með fjölbreytta þekkingu. Mikið vantar á að heilsugæslan hafi alla þá hlekki í sinni þjónustukeðju sem þörf er fyrir. Þar er brýnt úr að bæta og auk lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, þá kalla þarfir samtímans á að í framlínu heilsugæslunnar starfi líka sálfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraþjálfarar, fíkniráðgjafar, klínískir lyfjafræðingar og næringarfræðingar svo nokkuð sé nefnt. Vel menntað fagfólk vinnur í krafti styrkleika sinna, þekkir sín takmörk og leitar þá eða vísar til samstarfsfólks eða út fyrir stofnunina eftir því sem við á.Í þágu þjónustu er brýnt að fjölga fagstéttum í heilsugæslunni frekar en að einblína á örfár stéttir. Fyrir hverja og hvað er þessi hugmynd? Fagfélag okkar heimilislækna (FÍH) vinnur að því að koma tilteknum verkefnum s.s. ákveðnum vottorðaskrifum af læknum heilsugæslunnar, annars vegar með því að einfalda og draga úr þörf á vottorðum og hins vegar með því að fá aðrar fagstéttir til að sinna vottorðagerð. Þessi viðleitni FÍH er í takt við það megin markmið þverfaglegs samstarfs, að sinna erindum á viðeigandi þjónustustigi, með öryggi sjúklings, ánægju starfsfólks og hag samfélags í huga. Föstu heimilislæknakerfi gæti mögulega fylgt það að veita lítt heftan aðgang að því fagfólki í heilsugæslunni sem hefur lengsta menntun að baki starfsleyfi sínu og að þekking lækna yrði ekki bara nýtt þar sem hennar er þörf og annað fagfólk getur ekki leyst. Það er tæpast í takt við framangreint markmið þverfaglegs samstarfs og stuðlar vart að sjálfbærni og er kannski bara sóun – eða hvað? Þau sem kalla eftir þessu kerfi telja það þjóna hag sjúklinga, en samkvæmt minni reynslu er það óþörf forræðishyggja, enda ræður fólk vel við að bíða þess læknis sem það vill hitta, vegna erinda sem ekki eru bráð. Læknar, eins og aðrir þjónar skora mishátt á vinsældalista fólks, trúlega bæði með réttu og röngu þar sem faglegur styrkur okkar er eðlilega og sem betur fer á mismunandi sviðum starfsins. Að lokum þetta Sú tíð er liðin að heilbrigðisþjónusta sé hið sama og læknisþjónusta, enda til orðinn fjöldi annarra heilbrigðisfagstétta, hver með sitt þekkingarsvið. Áratugum saman hefur verið litið svo á að heilsuhugtakið innihaldi þrjár sjúkdómsmiðaðar víddir; líkamlega, andlega og félagslega. Ný sýn á hugtakið, svokölluð Jákvæð Heilsa (Positive Health) hefur sömu þrjár víddir en byggir þær á virkni og horfir auk þess mjög til þáttanna þátttöku, lífsgæða og tilgangs í tilvist fólks. Í ljósi þessara skilgreininga sýnist það ansi sérstakt að 60% allra samskipta sjúklinga í heilsugæslunni eru við lækna, 28% við hjúkrunarfræðinga, tæp 3% við sálfræðinga og samskipti við félagsráðgjafa einungis 0,7%. Þegar horft er á þessa tölfræði út frá fyrrnefndum skilgreiningum er eðlilegt að spyrja hvort ekki þurfi, með þarfir fólks og samfélags í huga, að endurskoða skipulag, verkaskiptingu og aðgengi að faglegri þekkingu í heilsugæslunni – eða hvað? Að skikka fólk til að skrá sig á heimilislækni finnst mér vera andstætt teymishugsun og -vinnu, ólíklegt til að stuðla að góðum starfsanda og vinna gegn góðri nýtingu á starfskröftum og færni lækna og annars fagfólks. Miðað við mönnunarstöðu lækna í dag og hvers vænta má í fyrirsjáanlegri framtíð hvað hana varðar, þá mun þetta kerfi líklega mismuna íbúunum. Sumir ná að skrá sig hjá reyndum og staðföstum lækni en aðrir ekki og verða stöðugt að sætta sig við minna reynda lækna m.a. úr hópi námslækna og afleysingalækna. Leiða má að því líkur að þetta síðastnefnda verði ekki síst hlutskipti ýmissa jaðarhópa. Hugmyndina um fastan heimilislækni tel ég óraunhæfa draumsýn og ekki til þess fallna að þjóna hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags. Fremur en að leggja aðal áherslu á það að öll fái sinn heimilislækni þá ætti að mínu mati út frá þörfum einstaklinga, fjölskyldna og samfélags að færa þá áherslu á að auka fjölbreytileika faglegrar þekkingar í framlínu heilsugæslunnar. Aukið beint aðgengi að fagfólki eins og t.d. sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfum og sjúkraþjálfurum tel ég líklegt til að auðvelda og auka áherslur á forvarnir og snemmtæka íhlutun og um leið smám saman draga úr þörf á meðferðarmiðaðri nálgun sem og annars og þriðja stigs þjónustu (sem væri í anda heilsugæslu). Framangreindar áherslur líkt og annað í þessari grein byggir reynslu minni af starfi í heilsugæslu í dreifbýli í nær fjóra áratugi, en ég hef enga reynslu af slíku í þéttbýlinu. Þarfir nútímans og næstu framtíðar kalla á breyttar áherslur og við mótun þeirra þarf aðkomu sem flestra, bæði fagfólks og annarra. Því skrifa ég þennan pistil og ber þrjá hatta við skrifin; faglegan, pólitískan og neytandahatt. Ég hvet sem flest til að blanda sér í umræðuna með einn eða fleiri ofangreinda hatta, eða hvert það annað höfuðfat sem hentar. Höfundur er heimilislæknir og framkvæmdastjóri lækninga í HSA, situr í stjórn Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð og síðast en ekki síst líka eiginmaður, faðir, afi og eldri borgari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Vinstri græn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Pétur Heimisson Heilsugæsla Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Hvað er sóun og hvað sjálfbært? Á þeim rúmu 36 árum sem ég hef starfað sem sérfræðingur í heimilislækningum, hefur verið mismikil umræða/áhersla á það að sérhver eigi sinn heimilislækni. Með hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags í huga tel ég aðra nálgun betri a.m.k. í dreifbýli. Þar hef ég hef starfað allan minn starfsferil í aðstæðum þar sem læknir ber ábyrgð á allri læknisþjónustu allan sólarhringinn fyrir íbúa og gesti viðkomandi svæðis. Við upphaf minnar starfsævi þrýsti fagfélag okkar heimilislækna á að hver íbúi ætti sinn heimilislækni. Við, læknar á Egilsstöðum þá, töldum óraunhæft að bjóða slíkt fyrirkomulag og það hefur aldrei verið tekið upp á Austurlandi, fremur en á mörgum öðrum landsvæðum.Í könnunum er gjarnan spurt hverra úrbóta sé þörf í heilsugæslunni og meðal svarmöguleika er oftast „að fá fastan heimilislækni“, sem mörg velja. Ósk um heimilislækni er því oft eignuð almennum borgurum, sem er rétt á sinn hátt, en líka mögulega afleiðing þess hvernig og hvers er spurt og hvers ekki. Með föstum heimilislækni fæst öryggi og traust, sem við viljum auðvitað öll hafa í samskiptum okkar við heilbrigðiskerfið. Ég tel raunhæfara að skapa þær aðstæður sem leiða af sér öryggi og traust með því að hver eigi sér tengilið í þverfaglegu teymi á sinni heilsugæslustöð. Hvar kreppir skóinn raunverulega? Mönnunarvandi er helsta áskorun í heilbrigðisþjónustu og alþjóðleg samkeppni ríkir um fagmenntað fólk. Æ meiri áhersla er á teymishugsun og teymisvinnu í menntun og þjálfun heilbrigðisstétta, að vinna þvert á stéttir og að sinna erindum á hæfandi þjónustustigi, en hvorki of né van, enda er það hvoru tveggja varasamt. Virkjun á einmitt þessu, langt umfram það sem áður þekktist, var mikilvægur hluti viðbragðs okkar og velgengni í Covid-19 faraldrinum. Með hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags í huga þarf alltaf að taka tillit til þessa skorts á fagfólki við útfærslu heilbrigðisþjónustu. Þau fjölbreyttu erindi sem heilsugæslan fær á sitt borð kalla á að þar starfi fagfólk með fjölbreytta þekkingu. Mikið vantar á að heilsugæslan hafi alla þá hlekki í sinni þjónustukeðju sem þörf er fyrir. Þar er brýnt úr að bæta og auk lækna, hjúkrunarfræðinga og ljósmæðra, þá kalla þarfir samtímans á að í framlínu heilsugæslunnar starfi líka sálfræðingar, iðjuþjálfar, félagsráðgjafar, sjúkraþjálfarar, fíkniráðgjafar, klínískir lyfjafræðingar og næringarfræðingar svo nokkuð sé nefnt. Vel menntað fagfólk vinnur í krafti styrkleika sinna, þekkir sín takmörk og leitar þá eða vísar til samstarfsfólks eða út fyrir stofnunina eftir því sem við á.Í þágu þjónustu er brýnt að fjölga fagstéttum í heilsugæslunni frekar en að einblína á örfár stéttir. Fyrir hverja og hvað er þessi hugmynd? Fagfélag okkar heimilislækna (FÍH) vinnur að því að koma tilteknum verkefnum s.s. ákveðnum vottorðaskrifum af læknum heilsugæslunnar, annars vegar með því að einfalda og draga úr þörf á vottorðum og hins vegar með því að fá aðrar fagstéttir til að sinna vottorðagerð. Þessi viðleitni FÍH er í takt við það megin markmið þverfaglegs samstarfs, að sinna erindum á viðeigandi þjónustustigi, með öryggi sjúklings, ánægju starfsfólks og hag samfélags í huga. Föstu heimilislæknakerfi gæti mögulega fylgt það að veita lítt heftan aðgang að því fagfólki í heilsugæslunni sem hefur lengsta menntun að baki starfsleyfi sínu og að þekking lækna yrði ekki bara nýtt þar sem hennar er þörf og annað fagfólk getur ekki leyst. Það er tæpast í takt við framangreint markmið þverfaglegs samstarfs og stuðlar vart að sjálfbærni og er kannski bara sóun – eða hvað? Þau sem kalla eftir þessu kerfi telja það þjóna hag sjúklinga, en samkvæmt minni reynslu er það óþörf forræðishyggja, enda ræður fólk vel við að bíða þess læknis sem það vill hitta, vegna erinda sem ekki eru bráð. Læknar, eins og aðrir þjónar skora mishátt á vinsældalista fólks, trúlega bæði með réttu og röngu þar sem faglegur styrkur okkar er eðlilega og sem betur fer á mismunandi sviðum starfsins. Að lokum þetta Sú tíð er liðin að heilbrigðisþjónusta sé hið sama og læknisþjónusta, enda til orðinn fjöldi annarra heilbrigðisfagstétta, hver með sitt þekkingarsvið. Áratugum saman hefur verið litið svo á að heilsuhugtakið innihaldi þrjár sjúkdómsmiðaðar víddir; líkamlega, andlega og félagslega. Ný sýn á hugtakið, svokölluð Jákvæð Heilsa (Positive Health) hefur sömu þrjár víddir en byggir þær á virkni og horfir auk þess mjög til þáttanna þátttöku, lífsgæða og tilgangs í tilvist fólks. Í ljósi þessara skilgreininga sýnist það ansi sérstakt að 60% allra samskipta sjúklinga í heilsugæslunni eru við lækna, 28% við hjúkrunarfræðinga, tæp 3% við sálfræðinga og samskipti við félagsráðgjafa einungis 0,7%. Þegar horft er á þessa tölfræði út frá fyrrnefndum skilgreiningum er eðlilegt að spyrja hvort ekki þurfi, með þarfir fólks og samfélags í huga, að endurskoða skipulag, verkaskiptingu og aðgengi að faglegri þekkingu í heilsugæslunni – eða hvað? Að skikka fólk til að skrá sig á heimilislækni finnst mér vera andstætt teymishugsun og -vinnu, ólíklegt til að stuðla að góðum starfsanda og vinna gegn góðri nýtingu á starfskröftum og færni lækna og annars fagfólks. Miðað við mönnunarstöðu lækna í dag og hvers vænta má í fyrirsjáanlegri framtíð hvað hana varðar, þá mun þetta kerfi líklega mismuna íbúunum. Sumir ná að skrá sig hjá reyndum og staðföstum lækni en aðrir ekki og verða stöðugt að sætta sig við minna reynda lækna m.a. úr hópi námslækna og afleysingalækna. Leiða má að því líkur að þetta síðastnefnda verði ekki síst hlutskipti ýmissa jaðarhópa. Hugmyndina um fastan heimilislækni tel ég óraunhæfa draumsýn og ekki til þess fallna að þjóna hag sjúklinga, starfsfólks og samfélags. Fremur en að leggja aðal áherslu á það að öll fái sinn heimilislækni þá ætti að mínu mati út frá þörfum einstaklinga, fjölskyldna og samfélags að færa þá áherslu á að auka fjölbreytileika faglegrar þekkingar í framlínu heilsugæslunnar. Aukið beint aðgengi að fagfólki eins og t.d. sálfræðingum, félagsráðgjöfum, iðjuþjálfum og sjúkraþjálfurum tel ég líklegt til að auðvelda og auka áherslur á forvarnir og snemmtæka íhlutun og um leið smám saman draga úr þörf á meðferðarmiðaðri nálgun sem og annars og þriðja stigs þjónustu (sem væri í anda heilsugæslu). Framangreindar áherslur líkt og annað í þessari grein byggir reynslu minni af starfi í heilsugæslu í dreifbýli í nær fjóra áratugi, en ég hef enga reynslu af slíku í þéttbýlinu. Þarfir nútímans og næstu framtíðar kalla á breyttar áherslur og við mótun þeirra þarf aðkomu sem flestra, bæði fagfólks og annarra. Því skrifa ég þennan pistil og ber þrjá hatta við skrifin; faglegan, pólitískan og neytandahatt. Ég hvet sem flest til að blanda sér í umræðuna með einn eða fleiri ofangreinda hatta, eða hvert það annað höfuðfat sem hentar. Höfundur er heimilislæknir og framkvæmdastjóri lækninga í HSA, situr í stjórn Vinstri hreyfingarinnar grænt framboð og síðast en ekki síst líka eiginmaður, faðir, afi og eldri borgari.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun