Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar 25. nóvember 2024 08:32 Ég var sex ára þegar snjóflóðið á Flateyri féll þann 26. október 1995. Sex ára barn skynjar kannski ekki tilveruna og þann harm sem er alltumlykjandi dagana og mánuðina þar á eftir, nema einmitt í frekar barnslegum hugmyndum um sorg og gleði. Sex ára barn skynjar fjarlægð foreldra og titrandi taugakerfi þeirra. Sex ára barn skynjar að það er skrítið að vera allt í einu ekki heima hjá sér heldur í Reykjavík í margar vikur. Hvers vegna allt er breytt. Sex ára barn skilur ekki hvers vegna allt í einu er allt látið eftir því. En Lion King joggingalli og páfagaukurinn Kíkí fylgdu með aftur heim á Flateyri. Ég skildi það ekki þá en á sama tíma var fjölskyldan mín og nærsamfélagið að upplifa óraunverulegan sársauka og áfall af þeim skala sem fæst okkar geta skilið. Það var einmitt þarna sem seiglan, samtakamátturinn og samhugurinn bjó. Kraftur sem við Íslendingar þekkjum vel. Stórborgin Akranes Sumarið eftir hörmungaveturinn 1995 var grunnskólabörnum á Flateyri boðið í sérstaka ferð á Akranes í boði ÍA. Um var að ræða nokkurra daga dvöl þar sem okkur bauðst að mæta á alls kyns íþróttaæfingar, vorum heiðursgestir á ÍA leik og fengum almennt bara að vera börn í friði. Þar sá ég teiknimyndastöðina Cartoon Network í túbusjónvarpi í fyrsta skipti á ævinni. Ég man að ég hugsaði með sjálfri mér „Vá - ég er stödd í einhvers konar stórborg þar sem teiknimyndir eru í boði allan sólarhringinn”. Þessir dagar á Akranesi voru fyrstu góðu minningarnar mínar eftir hörmulegan vetur. Fyrstu birtudagarnir. Þar sem þá sjö ára barnið fékk að vera bara til og sparka í bolta, leika við vini og slappa af. Ég hef alltaf haldið í þessar minningar. Og alltaf þótt vænt um Akranes fyrir vikið. Þetta var vafalaust ekkert brjálæðislegt umstang af hálfu Íþróttabandalagsins. En fyrir okkur börnin var þetta ógleymanlegt. Mikilvægt og eiginlega hjartabjargandi. Framlag samfélags sem ég hef alltaf þakkað fyrir og aldrei gleymt. 29 árum síðar Í dag er ég 35 ára. Og er um þessar mundir oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Þar sem hjartað mitt slær. Mig langar að verða sterkur málsvari fyrir kjördæmið mitt á Alþingi og vinn nú hörðum höndum að því. Ég er svo lánsöm að fá nú að kynnast Akranesi og Skagamönnum á nýjan hátt. Nú sem fullorðin manneskja. Ég fór á Heima-Skagahátíðina sem var einmitt haldin þann 26. október síðastliðinn. 29 árum frá flóðinu skelfilega. Fjallabræður opnuðu hátíðina í kirkjunni. Þar stóð Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir fyrir framan fulla kirkju og sagði nákvæmlega þessa sögu. Af því þegar við vorum börn og fengum umrætt boð í bæinn. Hann hafði nákvæmlega sömu sögu að segja. Þetta voru líka hans fyrstu björtu minningar. Ég viðurkenni að hjartað tók kipp þegar ég heyrði að við Halldór deildum sama þakklæti til Skagafólks. Þetta skipti máli. Hvers vegna er ég að deila með ykkur sögunni af sex ára stelpunni sem fann birtuna á Skaganum? Jú, vegna þess að það eru kannski ekki alltaf sömu hagsmunir sem liggja á hjörtum Vestfirðinga, Vestlendinga, Strandamanna, Húnvetninga og Skagfirðinga. Sjónarmiðin eru oft ólík og reynslan sömuleiðis. Hagsmunir rekast jafnvel oft á. En það er samt sem áður alltaf þessi taug - þessi strengur og þessi sami skilningur á mikilvægi þess að standa saman þegar eitthvað bjátar á. Að bjóða fram hjálparhönd og vera sterkur málsvari fyrir jaðarbyggðirnar. Þessi sameiginlegi skilningur á því hvað það þýðir að búa við skerta þjónustu, við skort á innviðum, við óöryggi og óvissu. En ekki síst sameiginlegur skilningur á því hvers vegna maður velur það bara samt þrátt fyrir skortinn. Enda er hvergi betra að vera og tilheyra. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein María Rut Kristinsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Viðreisn Akranes Mest lesið Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Skoðun Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var sex ára þegar snjóflóðið á Flateyri féll þann 26. október 1995. Sex ára barn skynjar kannski ekki tilveruna og þann harm sem er alltumlykjandi dagana og mánuðina þar á eftir, nema einmitt í frekar barnslegum hugmyndum um sorg og gleði. Sex ára barn skynjar fjarlægð foreldra og titrandi taugakerfi þeirra. Sex ára barn skynjar að það er skrítið að vera allt í einu ekki heima hjá sér heldur í Reykjavík í margar vikur. Hvers vegna allt er breytt. Sex ára barn skilur ekki hvers vegna allt í einu er allt látið eftir því. En Lion King joggingalli og páfagaukurinn Kíkí fylgdu með aftur heim á Flateyri. Ég skildi það ekki þá en á sama tíma var fjölskyldan mín og nærsamfélagið að upplifa óraunverulegan sársauka og áfall af þeim skala sem fæst okkar geta skilið. Það var einmitt þarna sem seiglan, samtakamátturinn og samhugurinn bjó. Kraftur sem við Íslendingar þekkjum vel. Stórborgin Akranes Sumarið eftir hörmungaveturinn 1995 var grunnskólabörnum á Flateyri boðið í sérstaka ferð á Akranes í boði ÍA. Um var að ræða nokkurra daga dvöl þar sem okkur bauðst að mæta á alls kyns íþróttaæfingar, vorum heiðursgestir á ÍA leik og fengum almennt bara að vera börn í friði. Þar sá ég teiknimyndastöðina Cartoon Network í túbusjónvarpi í fyrsta skipti á ævinni. Ég man að ég hugsaði með sjálfri mér „Vá - ég er stödd í einhvers konar stórborg þar sem teiknimyndir eru í boði allan sólarhringinn”. Þessir dagar á Akranesi voru fyrstu góðu minningarnar mínar eftir hörmulegan vetur. Fyrstu birtudagarnir. Þar sem þá sjö ára barnið fékk að vera bara til og sparka í bolta, leika við vini og slappa af. Ég hef alltaf haldið í þessar minningar. Og alltaf þótt vænt um Akranes fyrir vikið. Þetta var vafalaust ekkert brjálæðislegt umstang af hálfu Íþróttabandalagsins. En fyrir okkur börnin var þetta ógleymanlegt. Mikilvægt og eiginlega hjartabjargandi. Framlag samfélags sem ég hef alltaf þakkað fyrir og aldrei gleymt. 29 árum síðar Í dag er ég 35 ára. Og er um þessar mundir oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Þar sem hjartað mitt slær. Mig langar að verða sterkur málsvari fyrir kjördæmið mitt á Alþingi og vinn nú hörðum höndum að því. Ég er svo lánsöm að fá nú að kynnast Akranesi og Skagamönnum á nýjan hátt. Nú sem fullorðin manneskja. Ég fór á Heima-Skagahátíðina sem var einmitt haldin þann 26. október síðastliðinn. 29 árum frá flóðinu skelfilega. Fjallabræður opnuðu hátíðina í kirkjunni. Þar stóð Halldór Gunnar Pálsson, Fjallabróðir fyrir framan fulla kirkju og sagði nákvæmlega þessa sögu. Af því þegar við vorum börn og fengum umrætt boð í bæinn. Hann hafði nákvæmlega sömu sögu að segja. Þetta voru líka hans fyrstu björtu minningar. Ég viðurkenni að hjartað tók kipp þegar ég heyrði að við Halldór deildum sama þakklæti til Skagafólks. Þetta skipti máli. Hvers vegna er ég að deila með ykkur sögunni af sex ára stelpunni sem fann birtuna á Skaganum? Jú, vegna þess að það eru kannski ekki alltaf sömu hagsmunir sem liggja á hjörtum Vestfirðinga, Vestlendinga, Strandamanna, Húnvetninga og Skagfirðinga. Sjónarmiðin eru oft ólík og reynslan sömuleiðis. Hagsmunir rekast jafnvel oft á. En það er samt sem áður alltaf þessi taug - þessi strengur og þessi sami skilningur á mikilvægi þess að standa saman þegar eitthvað bjátar á. Að bjóða fram hjálparhönd og vera sterkur málsvari fyrir jaðarbyggðirnar. Þessi sameiginlegi skilningur á því hvað það þýðir að búa við skerta þjónustu, við skort á innviðum, við óöryggi og óvissu. En ekki síst sameiginlegur skilningur á því hvers vegna maður velur það bara samt þrátt fyrir skortinn. Enda er hvergi betra að vera og tilheyra. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun