Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar 22. nóvember 2024 17:16 Flestu venjulegu fólki var væntanlega brugðið þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var uppfærður með viðauka í ágúst s.l. Gjörningurinn sýnir vel hve Sjálfstæðisflokkurinn, sem ræður ríkjum í nær öllum sveitarfélögum í kringum Reykjavík, hefur fjarlægst gildi sín. Verðmiði sáttmálans hækkaði um litla 190 ma. kr., fór úr 120 ma. kr. í 311 ma.kr. Hefur þá kostnaðurinn við hann 2,5 faldast frá gerð hans í september 2019. Virðingarleysið fyrir kostnaðaráætluninni er slíkt að sjálfur fjármálaráðherrann lét þess getið á undirritunardegi viðaukans að líklega myndi kostnaður hans hækka enn frekar. Eftir uppfærsluna er ráðgert að minnsta kosti 143 ma. kr. kostnaðarins verði fjármagnaður með flýti- og umferðargjöldum. Almenningur greiðir því líklega mesta framlagið með beinum gjöldum. Það stefnir í að Betri samgöngur ohf. verði ríki í ríkinu verði sáttmálinn að veruleika. Ljósastýrða umferð „strax“ Rúmlega fimm ár eru síðan samgöngusáttmálinn var undirritaður. Þar segir að ráðast skuli strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að orðið „strax“ hefur skrýtna merkingu hjá þeim stjórnmálaflokkum sem standa að sáttmálanum því nær ekkert hefur verið gert til að bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Þó liggur fyrir samkvæmt úttektum að þessi ódýrasti hluti sáttmálans getur bætt umferðarflæði um höfuðborgarsvæðið um allt að 40%, líka á annatímum. Þennan hluta samgöngusáttmálans vill Miðflokkurinn að verði framkvæmdur strax, þá meinum við strax í eiginlegum skilningi orðsins og að framkvæmd þessa hluta sáttmálans sé forsenda frekari þátttöku ríkisins að málinu. Nálgun Miðflokksins við uppbyggingu samgöngumannvirkja höfuðborgarsvæðisins Miðflokkurinn hefur aðra nálgun varðandi samgöngusáttmálann og hafnar núverandi hugmyndum um borgarlínu. Stefna okkar byggir á heilbrigðri skynsemi. Við viljum rjúfa áratuga kyrrstöðu í nauðsynlegri uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að festa íbúa í vítahring óraunhæfra og kostnaðarsamra hugmynda borgarlínu og samgöngusáttmála. Gíslatöku höfuðborgarsvæðisins verður að ljúka þegar kemur að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Þá verður fjármögnun slíks sáttmála að byggja á raunveruleikanum og skynsemi þar sem bein gjaldtaka af notendum verði í raun afmörkuð við einstakar framkvæmdir en ekki opin og almenn veiðiheimild á almenning til mjög langrar framtíðar eins og nú er gert ráð fyrir í fagurorðinu „flýtigjöld“. Sundabrautin verður að komast í framkvæmd eftir áratuga hik og tafir. Sundabraut er mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsins og tryggir flóttaleið frá höfuðborgarsvæðinu. Hún léttir á umferð í gegnum Mosfellsbæ og efri byggðir Reykjavíkur, styttir vegalengdir landsmanna inn í höfuðborgina, skapar gott byggingarland meðfram allri leiðinni og dregur úr umferð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Engin uppbygging samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu er jafn mikilvæg og skynsöm og þessi. Vilji er allt sem þarf Þessar tvær aðgerðir, bætt umferðarljósastýring og Sundabraut, eiga að hafa algjöran forgang í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tvær aðgerðir eru ekki bara raunhæfar heldur leggja þær nýjan grundvöll að forgangsröðun frekari framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þar hljóta mislæg gatnamót við Reykjanesbraut og Fjarðarhraun og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar að vera mjög ofarlega í röðinni í ljósi umferðarþunga. Við þurfum að áfangaskipta uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu og forgangsraða í þágu þeirrar staðreyndar að almenningur fer ferða sinna á einkabíl í þeirri veðráttu sem hér ríkir. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Suðvesturkjördæmi Samgöngur Borgarlína Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Flestu venjulegu fólki var væntanlega brugðið þegar samgöngusáttmáli höfuðborgarsvæðisins var uppfærður með viðauka í ágúst s.l. Gjörningurinn sýnir vel hve Sjálfstæðisflokkurinn, sem ræður ríkjum í nær öllum sveitarfélögum í kringum Reykjavík, hefur fjarlægst gildi sín. Verðmiði sáttmálans hækkaði um litla 190 ma. kr., fór úr 120 ma. kr. í 311 ma.kr. Hefur þá kostnaðurinn við hann 2,5 faldast frá gerð hans í september 2019. Virðingarleysið fyrir kostnaðaráætluninni er slíkt að sjálfur fjármálaráðherrann lét þess getið á undirritunardegi viðaukans að líklega myndi kostnaður hans hækka enn frekar. Eftir uppfærsluna er ráðgert að minnsta kosti 143 ma. kr. kostnaðarins verði fjármagnaður með flýti- og umferðargjöldum. Almenningur greiðir því líklega mesta framlagið með beinum gjöldum. Það stefnir í að Betri samgöngur ohf. verði ríki í ríkinu verði sáttmálinn að veruleika. Ljósastýrða umferð „strax“ Rúmlega fimm ár eru síðan samgöngusáttmálinn var undirritaður. Þar segir að ráðast skuli strax í markvissar aðgerðir til að nýta nýjar tæknilausnir og bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Ljóst er að orðið „strax“ hefur skrýtna merkingu hjá þeim stjórnmálaflokkum sem standa að sáttmálanum því nær ekkert hefur verið gert til að bæta umferðarljósakerfi á höfuðborgarsvæðinu. Þó liggur fyrir samkvæmt úttektum að þessi ódýrasti hluti sáttmálans getur bætt umferðarflæði um höfuðborgarsvæðið um allt að 40%, líka á annatímum. Þennan hluta samgöngusáttmálans vill Miðflokkurinn að verði framkvæmdur strax, þá meinum við strax í eiginlegum skilningi orðsins og að framkvæmd þessa hluta sáttmálans sé forsenda frekari þátttöku ríkisins að málinu. Nálgun Miðflokksins við uppbyggingu samgöngumannvirkja höfuðborgarsvæðisins Miðflokkurinn hefur aðra nálgun varðandi samgöngusáttmálann og hafnar núverandi hugmyndum um borgarlínu. Stefna okkar byggir á heilbrigðri skynsemi. Við viljum rjúfa áratuga kyrrstöðu í nauðsynlegri uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu í stað þess að festa íbúa í vítahring óraunhæfra og kostnaðarsamra hugmynda borgarlínu og samgöngusáttmála. Gíslatöku höfuðborgarsvæðisins verður að ljúka þegar kemur að uppbyggingu samgöngumannvirkja. Þá verður fjármögnun slíks sáttmála að byggja á raunveruleikanum og skynsemi þar sem bein gjaldtaka af notendum verði í raun afmörkuð við einstakar framkvæmdir en ekki opin og almenn veiðiheimild á almenning til mjög langrar framtíðar eins og nú er gert ráð fyrir í fagurorðinu „flýtigjöld“. Sundabrautin verður að komast í framkvæmd eftir áratuga hik og tafir. Sundabraut er mikil samgöngubót fyrir stóran hluta landsins og tryggir flóttaleið frá höfuðborgarsvæðinu. Hún léttir á umferð í gegnum Mosfellsbæ og efri byggðir Reykjavíkur, styttir vegalengdir landsmanna inn í höfuðborgina, skapar gott byggingarland meðfram allri leiðinni og dregur úr umferð annars staðar á höfuðborgarsvæðinu. Engin uppbygging samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu er jafn mikilvæg og skynsöm og þessi. Vilji er allt sem þarf Þessar tvær aðgerðir, bætt umferðarljósastýring og Sundabraut, eiga að hafa algjöran forgang í uppbyggingu samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Þessar tvær aðgerðir eru ekki bara raunhæfar heldur leggja þær nýjan grundvöll að forgangsröðun frekari framkvæmda á höfuðborgarsvæðinu. Þar hljóta mislæg gatnamót við Reykjanesbraut og Fjarðarhraun og mislæg gatnamót Reykjanesbrautar og Bústaðavegar að vera mjög ofarlega í röðinni í ljósi umferðarþunga. Við þurfum að áfangaskipta uppbyggingu samgöngumannvirkja á höfuðborgarsvæðinu og forgangsraða í þágu þeirrar staðreyndar að almenningur fer ferða sinna á einkabíl í þeirri veðráttu sem hér ríkir. Höfundur er frambjóðandi Miðflokksins í 3. sæti í Suðvesturkjördæmi.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun