Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 16:45 Það er ómetanlegt að eiga leiðtoga í ríkisstjórn Íslands sem skilur mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag sem og efnahag. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030, sem byggir á víðtækri samvinnu við hagaðila, er einstakt dæmi um það hvernig opinber stefnumótun getur stuðlað að raunverulegum árangri og framþróun atvinnugreinar. Með því að hafa hlustað á sérfræðinga, fyrirtæki í greininni og samfélagið, hefur Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og hennar teymi skapað sameiginlega sýn sem miðar að því að efla og styrkja ferðaþjónustuna enn frekar bæði sem áframhaldandi burðarás í efnahag landsins, aukin lífsgæði fyrir heimamenn og sem mikilvægan þátt í sjálfbærri þróun greinarinnar. Ferðaþjónustan hefur alla burði að vera heilsárs atvinnugrein - um allt land! Á fundi á Egilsstöðum fyrr á árinu, þar sem ráðherra fór yfir hvernig ferðaþjónustan kom sterk inn sem mikilvæg gjaldeyrisskapandi atvinnugrein fljótlega eftir bankahrunið, kviknaði glampi í augum viðstaddra. Ástríða Lilju smitaði út frá sér og hvatti fólk til að skapa nýjar upplifanir, með þá trú að ferðaþjónustan geti orðið heilsárs atvinnugrein um allt land, allt árið um kring. Það sem gerir hana að einstökum ráðherra fyrir ferðaþjónustuna er sá skilningur sem hún hefur á þjóðhagslegu mikilvægi ferðaþjónustunnar, vilji til að vinna með hagaðilum og staðfesta að ná árangri. Nú síðast með að hrinda í framkvæmd brýnum aðgerðum í ferðamálastefnunni og þá sérstaklega 200 milljóna kr. fjárframlagi til neytendamarkaðssetningar og auknum stuðningi við áfangastaðastofurnar um allt land. Það skiptir gríðarlegu máli. Drifkraftur nýsköpunar og uppbyggingar á landsbyggðinni Ferðaþjónustan hefur stuðlað að mikilli nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi um allt land sem bæði ferðamenn og heimafólk njóta góðs af. Á landsbyggðinni hafa brothættar byggðir öðlast nýtt líf með tilkomu ferðaþjónustunnar og því sem henni fylgir. Áskorunin er sem fyrr að gera greinina að heilsárs atvinnugrein víða á landsbyggðinni. Ég hef sjálf hef reynslu af árstíðarsveiflum í ferðaþjónustu en ég starfaði og bjó á Egilsstöðum í þrjú ár þar sem ég var framkvæmdastjóri Vök Baths og svo rekur sambýlismaður minn Hótel Breiðdalsvík fyrir austan. Fyrirtæki austan við Jökulsárlón og annars staðar á landinu þurfa mörg hver að loka hluta ársins vegna skorts á ferðamönnum og viðskiptum. Hjá Vök Baths fórum við úr þremur starfsmönnum á vakt á veturna upp í um ellefu á einu bretti, sem sýnir sveiflurnar sem greinin þarf að takast á við. Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg til að stuðla að samkeppnishæfni og verðmætasköpun Staðreyndin er sú að ferðaþjónustan skilar meira en 155 milljörðum króna á ári í í skatta til samfélagsins. Það er ekki nóg að einn ráðherra skilji mikilvægi ferðaþjónustunnar. Stjórnmálamenn þurfa að átta sig á því að nauðsynlegt er að gæta að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og fjárfesta í uppbyggingu hennar. Hver króna sem ríkissjóður ver í ferðaþjónustu, eins og til dæmis til markaðssetningar, skilar sér margfalt til baka í formi gjaldeyris og skatttekna. Við verðum að vera með sambærilegt rekstrarumhverfi og í samkeppnislöndum og sjá til þess að það sé viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað til að laða að þá gesti sem við viljum að heimsæki okkur allt árið um kring. Við sem störfum í ferðaþjónustu erum þakklát fyrir þessa framtíðarsýn og hvetjum stjórnvöld til að framfylgja ferðamála stefnunni og aðgerðaáætlun hennar. Með því að veita nauðsynlegt fjármagn og stuðning getum við tryggt að ferðaþjónustan blómstri allt árið um kring, um allt land. Þessi grein er skrifuð með þakklæti til Lilju fyrir hennar framsýni og metnað í þágu ferðaþjónustunnar. Höfundur er með mikla ástríðu fyrir íslenskri ferðaþjónustu og hefur starfað í greininni um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Bætt dagsbirta í Svansvottuðum byggingum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Skólamáltíðir í Hafnarfirði. Af hverju bauð enginn í verkið? Davíð Arnar Stefánsson skrifar Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Frelsi fylgir ábyrgð Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Skilningsleysi á skaðsemi verðtryggingar Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Menntakerfi í fremstu röð Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar Skoðun Við viljum nafn Jón Kaldal skrifar Skoðun Stóra skekkjan í 13 ára aldurstakmarki samfélagsmiðla Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Er verið að blekkja almenning og sjómenn? Einar Hannes Harðarson skrifar Skoðun Væntingar á villigötum Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Aðskilnaðurinn hlær Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Lágkúrulegur hversdagsleiki illskunnar Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Glerþakið brotið á alþjóðlega sjónverndardaginn Sigþór U. Hallfreðsson skrifar Skoðun Fögur fyrirheit sem urðu að engu Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Ríkissjóður snuðaður um stórar fjárhæðir Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Ruben Amorim og sveigjanleiki – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíðarsýn í samgöngumálum er mosavaxin Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Fimmta iðnbyltingin krefst svara – strax Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur þú skoðanir? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Er hurð bara hurð? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Reykjavíkurmódel á kvennaári Sóley Tómasdóttir skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Valerio Gargiulo skrifar Skoðun Sýndu þér umhyggju – Komdu í skimun Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Eru Bændasamtökin á móti valdeflingu bænda? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Er lægsta verðið alltaf hagstæðast? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Það er ómetanlegt að eiga leiðtoga í ríkisstjórn Íslands sem skilur mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag sem og efnahag. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030, sem byggir á víðtækri samvinnu við hagaðila, er einstakt dæmi um það hvernig opinber stefnumótun getur stuðlað að raunverulegum árangri og framþróun atvinnugreinar. Með því að hafa hlustað á sérfræðinga, fyrirtæki í greininni og samfélagið, hefur Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og hennar teymi skapað sameiginlega sýn sem miðar að því að efla og styrkja ferðaþjónustuna enn frekar bæði sem áframhaldandi burðarás í efnahag landsins, aukin lífsgæði fyrir heimamenn og sem mikilvægan þátt í sjálfbærri þróun greinarinnar. Ferðaþjónustan hefur alla burði að vera heilsárs atvinnugrein - um allt land! Á fundi á Egilsstöðum fyrr á árinu, þar sem ráðherra fór yfir hvernig ferðaþjónustan kom sterk inn sem mikilvæg gjaldeyrisskapandi atvinnugrein fljótlega eftir bankahrunið, kviknaði glampi í augum viðstaddra. Ástríða Lilju smitaði út frá sér og hvatti fólk til að skapa nýjar upplifanir, með þá trú að ferðaþjónustan geti orðið heilsárs atvinnugrein um allt land, allt árið um kring. Það sem gerir hana að einstökum ráðherra fyrir ferðaþjónustuna er sá skilningur sem hún hefur á þjóðhagslegu mikilvægi ferðaþjónustunnar, vilji til að vinna með hagaðilum og staðfesta að ná árangri. Nú síðast með að hrinda í framkvæmd brýnum aðgerðum í ferðamálastefnunni og þá sérstaklega 200 milljóna kr. fjárframlagi til neytendamarkaðssetningar og auknum stuðningi við áfangastaðastofurnar um allt land. Það skiptir gríðarlegu máli. Drifkraftur nýsköpunar og uppbyggingar á landsbyggðinni Ferðaþjónustan hefur stuðlað að mikilli nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi um allt land sem bæði ferðamenn og heimafólk njóta góðs af. Á landsbyggðinni hafa brothættar byggðir öðlast nýtt líf með tilkomu ferðaþjónustunnar og því sem henni fylgir. Áskorunin er sem fyrr að gera greinina að heilsárs atvinnugrein víða á landsbyggðinni. Ég hef sjálf hef reynslu af árstíðarsveiflum í ferðaþjónustu en ég starfaði og bjó á Egilsstöðum í þrjú ár þar sem ég var framkvæmdastjóri Vök Baths og svo rekur sambýlismaður minn Hótel Breiðdalsvík fyrir austan. Fyrirtæki austan við Jökulsárlón og annars staðar á landinu þurfa mörg hver að loka hluta ársins vegna skorts á ferðamönnum og viðskiptum. Hjá Vök Baths fórum við úr þremur starfsmönnum á vakt á veturna upp í um ellefu á einu bretti, sem sýnir sveiflurnar sem greinin þarf að takast á við. Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg til að stuðla að samkeppnishæfni og verðmætasköpun Staðreyndin er sú að ferðaþjónustan skilar meira en 155 milljörðum króna á ári í í skatta til samfélagsins. Það er ekki nóg að einn ráðherra skilji mikilvægi ferðaþjónustunnar. Stjórnmálamenn þurfa að átta sig á því að nauðsynlegt er að gæta að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og fjárfesta í uppbyggingu hennar. Hver króna sem ríkissjóður ver í ferðaþjónustu, eins og til dæmis til markaðssetningar, skilar sér margfalt til baka í formi gjaldeyris og skatttekna. Við verðum að vera með sambærilegt rekstrarumhverfi og í samkeppnislöndum og sjá til þess að það sé viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað til að laða að þá gesti sem við viljum að heimsæki okkur allt árið um kring. Við sem störfum í ferðaþjónustu erum þakklát fyrir þessa framtíðarsýn og hvetjum stjórnvöld til að framfylgja ferðamála stefnunni og aðgerðaáætlun hennar. Með því að veita nauðsynlegt fjármagn og stuðning getum við tryggt að ferðaþjónustan blómstri allt árið um kring, um allt land. Þessi grein er skrifuð með þakklæti til Lilju fyrir hennar framsýni og metnað í þágu ferðaþjónustunnar. Höfundur er með mikla ástríðu fyrir íslenskri ferðaþjónustu og hefur starfað í greininni um árabil.
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun
Skoðun Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: skrifar
Skoðun Forðumst að sérhagsmunir geti keypt sig til áhrifa í stjórnmálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nikótín, konur og krabbamein – gamlar hættur í nýjum búningi Jóhanna Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Enn ríkir áhugaleysi um afdrif fósturbarna Guðlaugur Kristmundsson,Sigurgeir B. Þórisson skrifar
Skoðun Áfengi og íþróttir eiga enga samleið – áskorun til þingfulltrúa UMFÍ Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Lífsskoðunarfélagið Farsæld tekur upp slitinn þráð siðmenntunar Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Almenningssamgöngur fyrir útvalda: Áskorun til stjórnar Strætó bs. og Reykjavíkurborgar Þorsteinn Árnason Sürmeli: Skoðun