Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar 22. nóvember 2024 16:45 Það er ómetanlegt að eiga leiðtoga í ríkisstjórn Íslands sem skilur mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag sem og efnahag. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030, sem byggir á víðtækri samvinnu við hagaðila, er einstakt dæmi um það hvernig opinber stefnumótun getur stuðlað að raunverulegum árangri og framþróun atvinnugreinar. Með því að hafa hlustað á sérfræðinga, fyrirtæki í greininni og samfélagið, hefur Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og hennar teymi skapað sameiginlega sýn sem miðar að því að efla og styrkja ferðaþjónustuna enn frekar bæði sem áframhaldandi burðarás í efnahag landsins, aukin lífsgæði fyrir heimamenn og sem mikilvægan þátt í sjálfbærri þróun greinarinnar. Ferðaþjónustan hefur alla burði að vera heilsárs atvinnugrein - um allt land! Á fundi á Egilsstöðum fyrr á árinu, þar sem ráðherra fór yfir hvernig ferðaþjónustan kom sterk inn sem mikilvæg gjaldeyrisskapandi atvinnugrein fljótlega eftir bankahrunið, kviknaði glampi í augum viðstaddra. Ástríða Lilju smitaði út frá sér og hvatti fólk til að skapa nýjar upplifanir, með þá trú að ferðaþjónustan geti orðið heilsárs atvinnugrein um allt land, allt árið um kring. Það sem gerir hana að einstökum ráðherra fyrir ferðaþjónustuna er sá skilningur sem hún hefur á þjóðhagslegu mikilvægi ferðaþjónustunnar, vilji til að vinna með hagaðilum og staðfesta að ná árangri. Nú síðast með að hrinda í framkvæmd brýnum aðgerðum í ferðamálastefnunni og þá sérstaklega 200 milljóna kr. fjárframlagi til neytendamarkaðssetningar og auknum stuðningi við áfangastaðastofurnar um allt land. Það skiptir gríðarlegu máli. Drifkraftur nýsköpunar og uppbyggingar á landsbyggðinni Ferðaþjónustan hefur stuðlað að mikilli nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi um allt land sem bæði ferðamenn og heimafólk njóta góðs af. Á landsbyggðinni hafa brothættar byggðir öðlast nýtt líf með tilkomu ferðaþjónustunnar og því sem henni fylgir. Áskorunin er sem fyrr að gera greinina að heilsárs atvinnugrein víða á landsbyggðinni. Ég hef sjálf hef reynslu af árstíðarsveiflum í ferðaþjónustu en ég starfaði og bjó á Egilsstöðum í þrjú ár þar sem ég var framkvæmdastjóri Vök Baths og svo rekur sambýlismaður minn Hótel Breiðdalsvík fyrir austan. Fyrirtæki austan við Jökulsárlón og annars staðar á landinu þurfa mörg hver að loka hluta ársins vegna skorts á ferðamönnum og viðskiptum. Hjá Vök Baths fórum við úr þremur starfsmönnum á vakt á veturna upp í um ellefu á einu bretti, sem sýnir sveiflurnar sem greinin þarf að takast á við. Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg til að stuðla að samkeppnishæfni og verðmætasköpun Staðreyndin er sú að ferðaþjónustan skilar meira en 155 milljörðum króna á ári í í skatta til samfélagsins. Það er ekki nóg að einn ráðherra skilji mikilvægi ferðaþjónustunnar. Stjórnmálamenn þurfa að átta sig á því að nauðsynlegt er að gæta að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og fjárfesta í uppbyggingu hennar. Hver króna sem ríkissjóður ver í ferðaþjónustu, eins og til dæmis til markaðssetningar, skilar sér margfalt til baka í formi gjaldeyris og skatttekna. Við verðum að vera með sambærilegt rekstrarumhverfi og í samkeppnislöndum og sjá til þess að það sé viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað til að laða að þá gesti sem við viljum að heimsæki okkur allt árið um kring. Við sem störfum í ferðaþjónustu erum þakklát fyrir þessa framtíðarsýn og hvetjum stjórnvöld til að framfylgja ferðamála stefnunni og aðgerðaáætlun hennar. Með því að veita nauðsynlegt fjármagn og stuðning getum við tryggt að ferðaþjónustan blómstri allt árið um kring, um allt land. Þessi grein er skrifuð með þakklæti til Lilju fyrir hennar framsýni og metnað í þágu ferðaþjónustunnar. Höfundur er með mikla ástríðu fyrir íslenskri ferðaþjónustu og hefur starfað í greininni um árabil. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Framsóknarflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Sjá meira
Það er ómetanlegt að eiga leiðtoga í ríkisstjórn Íslands sem skilur mikilvægi ferðaþjónustunnar fyrir íslenskt samfélag sem og efnahag. Ferðamálastefna og aðgerðaáætlun til ársins 2030, sem byggir á víðtækri samvinnu við hagaðila, er einstakt dæmi um það hvernig opinber stefnumótun getur stuðlað að raunverulegum árangri og framþróun atvinnugreinar. Með því að hafa hlustað á sérfræðinga, fyrirtæki í greininni og samfélagið, hefur Lilja Alfreðsdóttir ferðamálaráðherra og hennar teymi skapað sameiginlega sýn sem miðar að því að efla og styrkja ferðaþjónustuna enn frekar bæði sem áframhaldandi burðarás í efnahag landsins, aukin lífsgæði fyrir heimamenn og sem mikilvægan þátt í sjálfbærri þróun greinarinnar. Ferðaþjónustan hefur alla burði að vera heilsárs atvinnugrein - um allt land! Á fundi á Egilsstöðum fyrr á árinu, þar sem ráðherra fór yfir hvernig ferðaþjónustan kom sterk inn sem mikilvæg gjaldeyrisskapandi atvinnugrein fljótlega eftir bankahrunið, kviknaði glampi í augum viðstaddra. Ástríða Lilju smitaði út frá sér og hvatti fólk til að skapa nýjar upplifanir, með þá trú að ferðaþjónustan geti orðið heilsárs atvinnugrein um allt land, allt árið um kring. Það sem gerir hana að einstökum ráðherra fyrir ferðaþjónustuna er sá skilningur sem hún hefur á þjóðhagslegu mikilvægi ferðaþjónustunnar, vilji til að vinna með hagaðilum og staðfesta að ná árangri. Nú síðast með að hrinda í framkvæmd brýnum aðgerðum í ferðamálastefnunni og þá sérstaklega 200 milljóna kr. fjárframlagi til neytendamarkaðssetningar og auknum stuðningi við áfangastaðastofurnar um allt land. Það skiptir gríðarlegu máli. Drifkraftur nýsköpunar og uppbyggingar á landsbyggðinni Ferðaþjónustan hefur stuðlað að mikilli nýsköpun og fjölbreytni í atvinnulífi um allt land sem bæði ferðamenn og heimafólk njóta góðs af. Á landsbyggðinni hafa brothættar byggðir öðlast nýtt líf með tilkomu ferðaþjónustunnar og því sem henni fylgir. Áskorunin er sem fyrr að gera greinina að heilsárs atvinnugrein víða á landsbyggðinni. Ég hef sjálf hef reynslu af árstíðarsveiflum í ferðaþjónustu en ég starfaði og bjó á Egilsstöðum í þrjú ár þar sem ég var framkvæmdastjóri Vök Baths og svo rekur sambýlismaður minn Hótel Breiðdalsvík fyrir austan. Fyrirtæki austan við Jökulsárlón og annars staðar á landinu þurfa mörg hver að loka hluta ársins vegna skorts á ferðamönnum og viðskiptum. Hjá Vök Baths fórum við úr þremur starfsmönnum á vakt á veturna upp í um ellefu á einu bretti, sem sýnir sveiflurnar sem greinin þarf að takast á við. Aðkoma stjórnvalda nauðsynleg til að stuðla að samkeppnishæfni og verðmætasköpun Staðreyndin er sú að ferðaþjónustan skilar meira en 155 milljörðum króna á ári í í skatta til samfélagsins. Það er ekki nóg að einn ráðherra skilji mikilvægi ferðaþjónustunnar. Stjórnmálamenn þurfa að átta sig á því að nauðsynlegt er að gæta að samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar og fjárfesta í uppbyggingu hennar. Hver króna sem ríkissjóður ver í ferðaþjónustu, eins og til dæmis til markaðssetningar, skilar sér margfalt til baka í formi gjaldeyris og skatttekna. Við verðum að vera með sambærilegt rekstrarumhverfi og í samkeppnislöndum og sjá til þess að það sé viðvarandi markaðssetning á Íslandi sem áfangastað til að laða að þá gesti sem við viljum að heimsæki okkur allt árið um kring. Við sem störfum í ferðaþjónustu erum þakklát fyrir þessa framtíðarsýn og hvetjum stjórnvöld til að framfylgja ferðamála stefnunni og aðgerðaáætlun hennar. Með því að veita nauðsynlegt fjármagn og stuðning getum við tryggt að ferðaþjónustan blómstri allt árið um kring, um allt land. Þessi grein er skrifuð með þakklæti til Lilju fyrir hennar framsýni og metnað í þágu ferðaþjónustunnar. Höfundur er með mikla ástríðu fyrir íslenskri ferðaþjónustu og hefur starfað í greininni um árabil.
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun