Gafst upp á að læra frönskuna Valur Páll Eiríksson skrifar 21. nóvember 2024 16:46 Styrmir Snær hefur það gott í atvinnumennskunni í Belgíu en illa gengur að læra frönskuna. Vísir/Sigurjón Styrmir Snær Þrastarson nýtur lífsins í atvinnumennskunni í Belgíu. Hann undirbýr sig ásamt landsliði Íslands fyrir komandi leiki við Ítalíu í undankeppni EM 2025. „Það er mjög kalt. Ég hef ekki verið vanur þessu undanfarið en það er alltaf gott að koma heim í kuldann,“ segir Styrmir Snær. Hann er á sínu öðru ári með liði Belfius Mons-Hainaut í Belgíu og líkar lífið vel þar ytra. „Það er mjög gott. Það er hlýrra heldur en hér. Það hefur gengið vel undanfarið og allt mjög gott,“ segir Styrmir sem hefur aðlagast belgísku deildinni vel. „Maður er farinn að þekkja getustigið þarna úti. Við höfum gert betur en í fyrra. Við erum með sama þjálfarann og erum með betra lið núna en í fyrra. Það gengur vel,“ segir Styrmir sem þykir gott að halda kyrru fyrir þar í landi eftir að hafa verið á flakki milli Þorlákshafnar og Davidson-háskólans í Bandaríkjunum árin á undan. Klippa: Gengur illa að ná frönskunni „Þetta er í fyrsta skipti í einhver fjögur ár sem ég er í sama liðinu tvö ár í röð. Það er gott að ná smá festu og byggja ofan á þetta,“ segir Styrmir. Félagið er staðsett í Vallóníu sem er í frönskumælandi hluta Belgíu. Óhætt er að segja að Styrmi gangi betur innan vallar en að læra frönskuna. „Maður þurfti að fara að sjá um sjálfan sig. Maður er búinn að vera að læra frönskuna. Það er erfitt tungumál og ég held við bara við íslenskuna og enskuna,“ segir Styrmir sem hefur í raun gefist upp á því að læra málið. „Ég kann að segja hæ og nei og bæ. En ég læt það bara nægja.“ Ísland mætir Ítalíu í Laugardalshöll annað kvöld í þriðja leik liðsins í undankeppni EM á næsta ári. Liðin mætast svo ytra eftir helgi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan. Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
„Það er mjög kalt. Ég hef ekki verið vanur þessu undanfarið en það er alltaf gott að koma heim í kuldann,“ segir Styrmir Snær. Hann er á sínu öðru ári með liði Belfius Mons-Hainaut í Belgíu og líkar lífið vel þar ytra. „Það er mjög gott. Það er hlýrra heldur en hér. Það hefur gengið vel undanfarið og allt mjög gott,“ segir Styrmir sem hefur aðlagast belgísku deildinni vel. „Maður er farinn að þekkja getustigið þarna úti. Við höfum gert betur en í fyrra. Við erum með sama þjálfarann og erum með betra lið núna en í fyrra. Það gengur vel,“ segir Styrmir sem þykir gott að halda kyrru fyrir þar í landi eftir að hafa verið á flakki milli Þorlákshafnar og Davidson-háskólans í Bandaríkjunum árin á undan. Klippa: Gengur illa að ná frönskunni „Þetta er í fyrsta skipti í einhver fjögur ár sem ég er í sama liðinu tvö ár í röð. Það er gott að ná smá festu og byggja ofan á þetta,“ segir Styrmir. Félagið er staðsett í Vallóníu sem er í frönskumælandi hluta Belgíu. Óhætt er að segja að Styrmi gangi betur innan vallar en að læra frönskuna. „Maður þurfti að fara að sjá um sjálfan sig. Maður er búinn að vera að læra frönskuna. Það er erfitt tungumál og ég held við bara við íslenskuna og enskuna,“ segir Styrmir sem hefur í raun gefist upp á því að læra málið. „Ég kann að segja hæ og nei og bæ. En ég læt það bara nægja.“ Ísland mætir Ítalíu í Laugardalshöll annað kvöld í þriðja leik liðsins í undankeppni EM á næsta ári. Liðin mætast svo ytra eftir helgi. Fleira kemur fram í viðtalinu sem má sjá í heild sinni í spilaranum að ofan.
Landslið karla í körfubolta EM 2025 í körfubolta Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Fjórar knattspyrnukonur handteknar Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum