Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar 21. nóvember 2024 12:01 Einhver myndi segja að sá bóndi er seldi frá sér allar bestu mjólkurkýrnar væri vitlaus maður. Utan ef tilgangurinn væri að pakka saman, hætta rekstri og selja hæstbjóðanda. Miðað við framgöngu fráfarandi ríkisstjórnar síðustu kjörtímabil í orkumálum þjóðarinnar er ekki skrýtið þó menn velti fyrir sér hvort menn séu að pakka landinu saman í fallegar gjafaumbúðir til afhendingar erlendum fjárfestum. Og þannig er það reyndar! Raðir af lobbíistum með ráðherrann Guðlaug Þór Þórðarson í fararbroddi hafa riðið um héruð undanfarin ár með loforðaflaumi um aukna atvinnu, auknar tekjur og aukið vald til fjársveltra sveitarfélaga ef við reisum hér vindmyllugarða. Sem eru ósannindi. Þar ofan á bæta þeir stóryrðum eins og “umherfisvæn orka”, “græn orka”, “orkuskipti”, við séum að verða “of sein í baráttunni” og að “við berum svo mikla alþjóðlega ábyrgð”. Allt saman hræðsluáróður sem beint er gegn betri vitund. Stórar vindmyllur þurfa mikið pláss. Því stærri sem þær eru þeim mun meira pláss þurfa þær. 2,2 MW túrbína með 120 metra spaðalengd þyrfti um 360 mtr hliðarfjarlægð frá þeirri næstu og um 840 mtr fjarlægð framan/aftan við. Það eru um 30 hektarar. Þeim mun styttra milli túrbína, þeim mun meiri víbringur og truflun myndast þar á milli sem dregur úr afkastagetunni, álagið eykst á túrbínu og blöð sem styttir líftímann verulega. Meiri þéttleiki þýðir meiri hávaði. Ásælni erlendra fjárfesta í land undir vindmyllugarða hér á Íslandi er ekki að ástæðulausu. Hér er ekkert regluverk til staðar, sveitarfélögin eru mörg hver fjársvelt og innviðir pólitíska kerfisins eru veikir. Hin fullkomna blanda þar sem arðurinn verður fluttur úr landi en samfélagið situr eftir með kostnaðinn. Ekki þarf að horfa lengra en til Noregs til að sjá dæmi um slíkt. Frá árinu 2016-2022 hefur raforkuverð til neytenda þar hækkað um 926%. Ef ESB löndin eru tekin sem dæmi þá er meðaltal raforkuverðs til heimilisnota 90-100% dýrara en hér á landi. Á sama tíma og kvartað er hástöfum yfir orkuskorti á Evrópska markaðinum er vindmyllubændum borgað fyrir að stöðva vindmyllurnar og stöðva framleiðslu á “grænni” orku. Útkoman er augljós. Rafmagnsverð hækkar og fjárfestarnir sem eiga vindmyllurnar græða meira. Þessi aðferð snýst fyrst og fremst um að halda uppi háu orkuverði sem kemur svo í veg fyrir of mikla orkuframleiðslu sem myndi koma hinum almenna neytenda til góða. Þetta eru pólitísku öflin hér á landi að reyna bjóða okkur upp á. Jöfnunarorka með vatnsafli Vindorka er mjög óstöðugt afl eðli máls samkvæmt og því þarf vindmyllugarður að hafa aðgang að svokallaðri jöfnunarorku til að jafna út sveiflurnar. Framleiðslugeta vindtúrbínu getur farið niður í 30-40% (þegar blæs). Þessi jöfnunarorka þarf því að koma frá vatnsaflsvirkjun sem þýðir að hér þarf sérstaklega að virkja bara fyrir vindorkuverkefnin, því sú orka er í dag ekki fyrir hendi. Þetta er algjör þversögn í sjálfu sér því í áraraðir hefur verið barist fyrir því að virkjunarkostir vatnsafls verði nýttir til að auka hér rafmagnsframleiðslu en ekkert hefur mátt gera. Má það allt í einu núna fyrir vindmyllurnar? Hvað hefur breyst í hinu pólitíska landslagi? Mönnum væri nær að lagfæra og byggja upp byggðalínuna sem flytur allt rafmagn svo hægt sé að flytja orkuna milli landshluta þegar þörf er á og þannig minnka þá orkusóun sem fyrir er í kerfinu. Blekkingarleikur Þjóðin verður að fara vakna upp af þessari blekkingu. Ef vindorkugarðar í eigu erlendra fjárfesta ná að rísa hér á landi erum við búin að missa sjálfstæði okkar yfir orkuauðlindunum. Hætt er við að með tilkomu þeirra verði þrýst á sæstreng yfir til meginlandsins, til að tengjast orkukerfi Evrópu. Einkavæðing orkuauðlinda okkar myndi hafa stórkostleg áhrif á orkuverð til íslenskra neytenda og íslenskra heimila. Það er algjört lykilatriði fyrir íslenska þjóð að ef vindmyllugarðar eiga yfir höfuð að rísa þá séu þeir í eigu Landsvirkjunar. Hér höfum við Sjálfstæðisflokkinn sem líst hefur yfir áhuga á að selja Landsvirkjun í hendur erlendra fjárfesta og einkavæða okkar aðal mjólkurkú. Á því sama ferðalagi höfum við Framsóknarflokkinn sem hefur löngum sýnt fram á að þar er flokkur án nokkurra raunverulegra skoðana (nema rétt fyrir kosningar) af ótta við að fá ekki að vera með í næsta partýi og er þess vegna til í hvað sem er með hverjum sem er. Ekki er hægt að vænta neins annars af Samfylkingu og Viðreisn en að þeir fylgi sömu fótsporum. Ef menn vilja standa vörð um orkuauðlindir landsins verða menn að kjósa flokk sem mun standa við það sem hann segist ætla að gera . Það hefur Miðflokkurinn sýnt fram á að hann gerir. Höfundur er Ágústa Ágústsdóttir og skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ágústa Ágústsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir Skoðun Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun Skoðun Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Einhver myndi segja að sá bóndi er seldi frá sér allar bestu mjólkurkýrnar væri vitlaus maður. Utan ef tilgangurinn væri að pakka saman, hætta rekstri og selja hæstbjóðanda. Miðað við framgöngu fráfarandi ríkisstjórnar síðustu kjörtímabil í orkumálum þjóðarinnar er ekki skrýtið þó menn velti fyrir sér hvort menn séu að pakka landinu saman í fallegar gjafaumbúðir til afhendingar erlendum fjárfestum. Og þannig er það reyndar! Raðir af lobbíistum með ráðherrann Guðlaug Þór Þórðarson í fararbroddi hafa riðið um héruð undanfarin ár með loforðaflaumi um aukna atvinnu, auknar tekjur og aukið vald til fjársveltra sveitarfélaga ef við reisum hér vindmyllugarða. Sem eru ósannindi. Þar ofan á bæta þeir stóryrðum eins og “umherfisvæn orka”, “græn orka”, “orkuskipti”, við séum að verða “of sein í baráttunni” og að “við berum svo mikla alþjóðlega ábyrgð”. Allt saman hræðsluáróður sem beint er gegn betri vitund. Stórar vindmyllur þurfa mikið pláss. Því stærri sem þær eru þeim mun meira pláss þurfa þær. 2,2 MW túrbína með 120 metra spaðalengd þyrfti um 360 mtr hliðarfjarlægð frá þeirri næstu og um 840 mtr fjarlægð framan/aftan við. Það eru um 30 hektarar. Þeim mun styttra milli túrbína, þeim mun meiri víbringur og truflun myndast þar á milli sem dregur úr afkastagetunni, álagið eykst á túrbínu og blöð sem styttir líftímann verulega. Meiri þéttleiki þýðir meiri hávaði. Ásælni erlendra fjárfesta í land undir vindmyllugarða hér á Íslandi er ekki að ástæðulausu. Hér er ekkert regluverk til staðar, sveitarfélögin eru mörg hver fjársvelt og innviðir pólitíska kerfisins eru veikir. Hin fullkomna blanda þar sem arðurinn verður fluttur úr landi en samfélagið situr eftir með kostnaðinn. Ekki þarf að horfa lengra en til Noregs til að sjá dæmi um slíkt. Frá árinu 2016-2022 hefur raforkuverð til neytenda þar hækkað um 926%. Ef ESB löndin eru tekin sem dæmi þá er meðaltal raforkuverðs til heimilisnota 90-100% dýrara en hér á landi. Á sama tíma og kvartað er hástöfum yfir orkuskorti á Evrópska markaðinum er vindmyllubændum borgað fyrir að stöðva vindmyllurnar og stöðva framleiðslu á “grænni” orku. Útkoman er augljós. Rafmagnsverð hækkar og fjárfestarnir sem eiga vindmyllurnar græða meira. Þessi aðferð snýst fyrst og fremst um að halda uppi háu orkuverði sem kemur svo í veg fyrir of mikla orkuframleiðslu sem myndi koma hinum almenna neytenda til góða. Þetta eru pólitísku öflin hér á landi að reyna bjóða okkur upp á. Jöfnunarorka með vatnsafli Vindorka er mjög óstöðugt afl eðli máls samkvæmt og því þarf vindmyllugarður að hafa aðgang að svokallaðri jöfnunarorku til að jafna út sveiflurnar. Framleiðslugeta vindtúrbínu getur farið niður í 30-40% (þegar blæs). Þessi jöfnunarorka þarf því að koma frá vatnsaflsvirkjun sem þýðir að hér þarf sérstaklega að virkja bara fyrir vindorkuverkefnin, því sú orka er í dag ekki fyrir hendi. Þetta er algjör þversögn í sjálfu sér því í áraraðir hefur verið barist fyrir því að virkjunarkostir vatnsafls verði nýttir til að auka hér rafmagnsframleiðslu en ekkert hefur mátt gera. Má það allt í einu núna fyrir vindmyllurnar? Hvað hefur breyst í hinu pólitíska landslagi? Mönnum væri nær að lagfæra og byggja upp byggðalínuna sem flytur allt rafmagn svo hægt sé að flytja orkuna milli landshluta þegar þörf er á og þannig minnka þá orkusóun sem fyrir er í kerfinu. Blekkingarleikur Þjóðin verður að fara vakna upp af þessari blekkingu. Ef vindorkugarðar í eigu erlendra fjárfesta ná að rísa hér á landi erum við búin að missa sjálfstæði okkar yfir orkuauðlindunum. Hætt er við að með tilkomu þeirra verði þrýst á sæstreng yfir til meginlandsins, til að tengjast orkukerfi Evrópu. Einkavæðing orkuauðlinda okkar myndi hafa stórkostleg áhrif á orkuverð til íslenskra neytenda og íslenskra heimila. Það er algjört lykilatriði fyrir íslenska þjóð að ef vindmyllugarðar eiga yfir höfuð að rísa þá séu þeir í eigu Landsvirkjunar. Hér höfum við Sjálfstæðisflokkinn sem líst hefur yfir áhuga á að selja Landsvirkjun í hendur erlendra fjárfesta og einkavæða okkar aðal mjólkurkú. Á því sama ferðalagi höfum við Framsóknarflokkinn sem hefur löngum sýnt fram á að þar er flokkur án nokkurra raunverulegra skoðana (nema rétt fyrir kosningar) af ótta við að fá ekki að vera með í næsta partýi og er þess vegna til í hvað sem er með hverjum sem er. Ekki er hægt að vænta neins annars af Samfylkingu og Viðreisn en að þeir fylgi sömu fótsporum. Ef menn vilja standa vörð um orkuauðlindir landsins verða menn að kjósa flokk sem mun standa við það sem hann segist ætla að gera . Það hefur Miðflokkurinn sýnt fram á að hann gerir. Höfundur er Ágústa Ágústsdóttir og skipar 3. sæti á framboðslista Miðflokksins í Norðausturkjördæmi.
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar
Kærleikssamtökin sem almenn félagasamtök gera tilkall til sætis á Alþingi Sigurlaug G. Ingólfsdóttir Skoðun
Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen Skoðun