Dagur mannréttinda barna 20. nóvember Salvör Nordal skrifar 20. nóvember 2024 12:02 Í dag 20. nóvember fögnum við degi mannréttinda barna en á þessum degi fyrir 35 árum var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn felur í sér viðurkenningu á því að börn séu fullgildir einstaklingar og sjálfstæðir rétthafar. Hann kveður á um vernd grundvallarmannréttinda barna, eins og bann við mismunun, réttinn til lífs og þroska, friðhelgi fjölskyldu og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríki að grípa til virkra og raunverulegra aðgerða til að vernda, virða og tryggja þau réttindi. Mat á áhrifum á börn Samkvæmt 1. mgr. 3.gr. Barnasáttmálans á það sem er barni fyrir bestu ávallt að hafa forgang þegar ráðstafanir eru gerðar sem varða börn. Mat á því sem er barni fyrir bestu á ávallt að liggja til grundvallar ákvarðanatöku af hálfu hins opinbera og slíkt mat ber að framkvæma áður en ráðist er í aðgerðir sem varða börn með einum eða öðrum hætti. Í lokaathugasemdum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til Íslands vegna 5. og 6. skýrslu Íslands til nefndarinnar kemur fram að þó 1. mgr. 3. gr. sáttmálans hafi verið lögfest hér á landi hafi nefndin áhyggjur af ómarkvissri beitingu þessarar grundvallarreglu við meðferð mála hjá stjórnsýslunni og dómstólum. Þá skorti einnig fullnægjandi þekkingu á reglunni meðal starfsfólks sem vinnur með börnum. Með það að markmiði að auka þekkingu á 1. mgr. 3. gr. Barnasáttmálans og auðvelda fólki að leggja mat á það sem er barni fyrir bestu hefur embætti umboðsmanns barna útbúið leiðbeiningar um hvernig eigi að framkvæma þetta mat þegar taka á ákvörðun eða ráðast á í aðgerðir sem varða börn. Þær leiðbeiningar eru aðgengilegar á vefsíðu embættisins barn.is. Mikilvægur þáttur í mati á áhrifum á börn er samráð við börnin sjálf. Umboðsmaður barna hefur lagt áherslu á að börnum sé veitt tækifæri til þess að koma sínum sjóarmiðum á framfæri og að þau fái raunveruleg tækifæri til þess að hafa áhrif í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Krakkakosningar og kosningafundur um málefni barna Á síðustu árum hafa mikilvæg skref verið stigin varðandi þátttöku barna í ákvörðunum. Í dag stendur ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fyrir kosningafundi barna sem haldinn verður í Norræna húsinu. Markmið fundarins er að vekja athygli á málefnum barna og veita þeim tækifæri til þess að beina spurningum til frambjóðenda um helstu áherslur flokkanna í málefnum barna auk spurninga um þau málefni sem helst brenna á börnum. Fundurinn er eingöngu opinn börnum. Þá stendur embætti umboðsmanns barna í samvinnu við KrakkaRÚV fyrir krakkakosningum í grunnskólum og er þetta í sjöunda sinn sem krakkakosningar fara fram. Markmið krakkakosninga er að auka þekkingu barna á lýðræðislegum kosningum til Alþingis og efla þátttöku þeirra. Þá veita kosningarnar börnum jafnframt tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Kosningarnar fara fram dagana 25.-27. nóvember. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RÚV þann 30. nóvember nk. Staða barna Þrátt fyrir að á undanförnum 35 árum hafi orðið umfangsmiklar breytingar á stöðu barna og réttindum þeirra þarf að bæta stöðu barna í íslensku samfélagi í ýmsu tilliti. Umboðsmaður barna hefur reglulega minnt á nauðsyn þess að bið barna eftir þjónustu verði stytt með fullnægjandi hætti, þá ríkir neyðarástand í málefnum barna með fjölþættan vanda og þá sérstaklega innan meðferðarkerfisins. Innleiðingu Barnasáttmálans er því hvergi nærri lokið enda er um viðvarandi verkefni að ræða. Það er mikilvægt að allir þeir sem koma til með að taka sæti á Alþingi á næsta kjörtímabili hugi sérstaklega að réttindum barna og mikilvægi þess að unnið sé markvisst að frekari innleiðingu Barnasáttmálans. Þá er það ósk embættis umboðsmanns barna að ný ríkisstjórn líti á málefni barna sem brýnt forgangsmál á næsta kjörtímabili. Ég óska öllum börnum til hamingju með þennan mikilvæga dag. Höfundur er umboðsmaður barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Salvör Nordal Mannréttindi Réttindi barna Börn og uppeldi Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson skrifar Skoðun Hefur þú heyrt þetta áður? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson skrifar Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Í dag 20. nóvember fögnum við degi mannréttinda barna en á þessum degi fyrir 35 árum var Barnasáttmálinn samþykktur á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Barnasáttmálinn felur í sér viðurkenningu á því að börn séu fullgildir einstaklingar og sjálfstæðir rétthafar. Hann kveður á um vernd grundvallarmannréttinda barna, eins og bann við mismunun, réttinn til lífs og þroska, friðhelgi fjölskyldu og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis. Þá leggur sáttmálinn þær skyldur á aðildarríki að grípa til virkra og raunverulegra aðgerða til að vernda, virða og tryggja þau réttindi. Mat á áhrifum á börn Samkvæmt 1. mgr. 3.gr. Barnasáttmálans á það sem er barni fyrir bestu ávallt að hafa forgang þegar ráðstafanir eru gerðar sem varða börn. Mat á því sem er barni fyrir bestu á ávallt að liggja til grundvallar ákvarðanatöku af hálfu hins opinbera og slíkt mat ber að framkvæma áður en ráðist er í aðgerðir sem varða börn með einum eða öðrum hætti. Í lokaathugasemdum barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna til Íslands vegna 5. og 6. skýrslu Íslands til nefndarinnar kemur fram að þó 1. mgr. 3. gr. sáttmálans hafi verið lögfest hér á landi hafi nefndin áhyggjur af ómarkvissri beitingu þessarar grundvallarreglu við meðferð mála hjá stjórnsýslunni og dómstólum. Þá skorti einnig fullnægjandi þekkingu á reglunni meðal starfsfólks sem vinnur með börnum. Með það að markmiði að auka þekkingu á 1. mgr. 3. gr. Barnasáttmálans og auðvelda fólki að leggja mat á það sem er barni fyrir bestu hefur embætti umboðsmanns barna útbúið leiðbeiningar um hvernig eigi að framkvæma þetta mat þegar taka á ákvörðun eða ráðast á í aðgerðir sem varða börn. Þær leiðbeiningar eru aðgengilegar á vefsíðu embættisins barn.is. Mikilvægur þáttur í mati á áhrifum á börn er samráð við börnin sjálf. Umboðsmaður barna hefur lagt áherslu á að börnum sé veitt tækifæri til þess að koma sínum sjóarmiðum á framfæri og að þau fái raunveruleg tækifæri til þess að hafa áhrif í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Krakkakosningar og kosningafundur um málefni barna Á síðustu árum hafa mikilvæg skref verið stigin varðandi þátttöku barna í ákvörðunum. Í dag stendur ráðgjafarhópur umboðsmanns barna fyrir kosningafundi barna sem haldinn verður í Norræna húsinu. Markmið fundarins er að vekja athygli á málefnum barna og veita þeim tækifæri til þess að beina spurningum til frambjóðenda um helstu áherslur flokkanna í málefnum barna auk spurninga um þau málefni sem helst brenna á börnum. Fundurinn er eingöngu opinn börnum. Þá stendur embætti umboðsmanns barna í samvinnu við KrakkaRÚV fyrir krakkakosningum í grunnskólum og er þetta í sjöunda sinn sem krakkakosningar fara fram. Markmið krakkakosninga er að auka þekkingu barna á lýðræðislegum kosningum til Alþingis og efla þátttöku þeirra. Þá veita kosningarnar börnum jafnframt tækifæri til þess að koma sínum skoðunum á framfæri í samræmi við 12. gr. Barnasáttmálans. Kosningarnar fara fram dagana 25.-27. nóvember. Niðurstöður kosninganna verða kynntar í upphafi kosningasjónvarps RÚV þann 30. nóvember nk. Staða barna Þrátt fyrir að á undanförnum 35 árum hafi orðið umfangsmiklar breytingar á stöðu barna og réttindum þeirra þarf að bæta stöðu barna í íslensku samfélagi í ýmsu tilliti. Umboðsmaður barna hefur reglulega minnt á nauðsyn þess að bið barna eftir þjónustu verði stytt með fullnægjandi hætti, þá ríkir neyðarástand í málefnum barna með fjölþættan vanda og þá sérstaklega innan meðferðarkerfisins. Innleiðingu Barnasáttmálans er því hvergi nærri lokið enda er um viðvarandi verkefni að ræða. Það er mikilvægt að allir þeir sem koma til með að taka sæti á Alþingi á næsta kjörtímabili hugi sérstaklega að réttindum barna og mikilvægi þess að unnið sé markvisst að frekari innleiðingu Barnasáttmálans. Þá er það ósk embættis umboðsmanns barna að ný ríkisstjórn líti á málefni barna sem brýnt forgangsmál á næsta kjörtímabili. Ég óska öllum börnum til hamingju með þennan mikilvæga dag. Höfundur er umboðsmaður barna.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun