Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar 18. nóvember 2024 17:01 Sem fyrr er hörð samkeppni milli vinstri flokkanna um hver þeirra geti lofað mestu skattahækkununum fyrir kosningar, leynt sem ljóst. Flokkur fólksins gerir alvöru atlögu að titlinum með því að boða 90 milljarða árlega aukna skattheimtu af lífeyri landsmanna. Vill flokkurinn gera það með því að taka háan skatt af lífeyrisiðgjöldum launafólks. Launamenn munu þannig greiða skatt af tekjum sínum áratugum áður en þær koma til útborgunar. Sumir munu greiða skatt af tekjum sem þeir fá aldrei í vasann. Engin trygging er svo fyrir því að tekjurnar verði ekki skattlagðar aftur við útgreiðslu ef svona aðfarir hljóta stuðning. Nái þessar gripdeildir Flokks fólksins fram að ganga mun söfnun lífeyrisréttinda ganga hægar fyrir sig. Bæði vegna lægri innborgunar og þar með ávöxtunar þar til lífeyrisaldri er náð og þörf er á þessum tekjum. Þetta veikir afkomu eldri borgara, beint og óbeint, til langrar framtíðar. Sömuleiðis veikir þessi skattahækkun tryggingaverndina sem lífeyrisréttindi veita m.a. vegna örorku. Með því að eta útsæðið með þessum hætti rýrna einnig skatttekjur ríkisins til framtíðar. Þessi skattahækkun mun því, eins og margar slíkar aðrar, skila lægri skatttekjum þegar allt kemur til alls. Allir tapa. Ekki verður betur séð en Flokkur fólksins slái ekki bara met í skattheimtu með þessari tillögu heldur einnig öll met í skerðingu lífeyris og örorkubóta og veiki um leið getu ríkisvaldsins til að hjálpa þeim sem minnst mega sín. Ef tryggja á fólki fæði, klæði og húsnæði er ekki gott að eta útsæði. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Á. Andersen Miðflokkurinn Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Er fótbolti að verða vélmennafótbolti? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðisþjónusta og fiskur – er einhver tenging? Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í hjúkrun Ólafur Guðbjörn Skúlason skrifar Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Dýrafræði hlutabréfamarkaðarins Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Alvöru mamma Anna Margrét Hrólfsdóttir skrifar Skoðun Í nafni skilvirkni – á kostnað menntunar Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Var þetta planið í geðheilbrigðisþjónustu? Berglind Sunna Bragadóttir skrifar Sjá meira
Sem fyrr er hörð samkeppni milli vinstri flokkanna um hver þeirra geti lofað mestu skattahækkununum fyrir kosningar, leynt sem ljóst. Flokkur fólksins gerir alvöru atlögu að titlinum með því að boða 90 milljarða árlega aukna skattheimtu af lífeyri landsmanna. Vill flokkurinn gera það með því að taka háan skatt af lífeyrisiðgjöldum launafólks. Launamenn munu þannig greiða skatt af tekjum sínum áratugum áður en þær koma til útborgunar. Sumir munu greiða skatt af tekjum sem þeir fá aldrei í vasann. Engin trygging er svo fyrir því að tekjurnar verði ekki skattlagðar aftur við útgreiðslu ef svona aðfarir hljóta stuðning. Nái þessar gripdeildir Flokks fólksins fram að ganga mun söfnun lífeyrisréttinda ganga hægar fyrir sig. Bæði vegna lægri innborgunar og þar með ávöxtunar þar til lífeyrisaldri er náð og þörf er á þessum tekjum. Þetta veikir afkomu eldri borgara, beint og óbeint, til langrar framtíðar. Sömuleiðis veikir þessi skattahækkun tryggingaverndina sem lífeyrisréttindi veita m.a. vegna örorku. Með því að eta útsæðið með þessum hætti rýrna einnig skatttekjur ríkisins til framtíðar. Þessi skattahækkun mun því, eins og margar slíkar aðrar, skila lægri skatttekjum þegar allt kemur til alls. Allir tapa. Ekki verður betur séð en Flokkur fólksins slái ekki bara met í skattheimtu með þessari tillögu heldur einnig öll met í skerðingu lífeyris og örorkubóta og veiki um leið getu ríkisvaldsins til að hjálpa þeim sem minnst mega sín. Ef tryggja á fólki fæði, klæði og húsnæði er ekki gott að eta útsæði. Höfundur skipar 1. sæti á lista Miðflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Skoðun Tölum um endurhæfingu! Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar