Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 18. nóvember 2024 15:02 Dýr eru skyni gæddar verur og okkur ber að vernda þau í samræmi við markmið laga um um velferð dýra. Okkur ber skylda til „ … að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séulaus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, …“ Ill meðferð dýra er óheimil á Íslandi og það á jafnt við um villt dýr, húsdýr og gæludýr. Ný lög um velferð dýra voru afgreidd á Alþingi árið 2013 þegar Samfylkingin og Vinstrigræn voru saman í ríkisstjórn. Þau mörkuðu tímamót í dýravernd á Íslandi. En síðan er liðinn rúmur áratugur og löngu kominn tími á endurskoðun laganna. Það hefur ekki verið gert í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Gæludýraeign hefur vaxið hratt á Íslandi á þessari öld. Hundahald í þéttbýli er ekki lengur litið hornauga, kattaeign er útbreidd og margs konar gæludýr búa á heimilum um allt land. Við sem eigum gæludýr vitum að dýrin okkar verða oftar en ekki ómissandi hluti fjölskyldunnar. Þau bæta heimilisbraginn, færa okkur gleði, stuðla að útivist og almennri geðprýði. Margsannað er að hundar draga úr streitu og færa með sér vinsemd og yl, til dæmis í prófatörnum í skólum eða við lestur yngstu barnanna á bókasöfnum landsins. Í hefðbundnum landbúnaði hafa orðið miklar framfarir meðal annars með tilkomu mjaltaróbótanna og reglum um stærri stíur fyrir svín. Dýr þurfa eins og fólk svigrúm til að hreyfa sig. Það á líka við um fiðurfé og lausaganga þess sem betur fer orðin algengari en áður. Íslenska fjallalambið hefur einnig sérstöðu sem lengi vel var tekið sem sjálfsögðum hlut en er það sannarlega ekki lengur. Hin dekkri hlið dýrahalds og framleiðslu landbúnaðarvara birtist í verksmiðjuframleiðslu til manneldis eða til framleiðslu á dýrafóðri. Þauleldið sem fram fer verksmiðjum af þessu tagi skapar óþarfa þjáningar. Við þurfum að horfast í augu við þann raunveruleika, líka á Íslandi. Eigum við að flokka verksmiðjuframleiðslu til landbúnaðar? Ég er þeirrar skoðunar að það fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar. Blóðmerahald hefur verið mikið til umfjöllunar á liðnum árum. En þar er tekið blóð í miklu magni úr fylfulllum hryssum. Úr því eru unnin vaxtarhormón sem síðan eru nýtt við þauleldi svína í útlöndum. Fyrir utan þjáningarnar sem blóðatakan getur valdið hryssunum og erfitt er að réttlæta, þá tel ég einnig mikilvægt að beina sjónum að afurðinni: vaxtahormóni sem nýtt er til þauleldis við svínaræktun. Teljum við slíkt í siðferðilega réttlætanlegt? Um hvalveiðar þarf ekki að fjölyrða. Stefna Samfylkingarinnar er að þeim verði hætt. Um allan heim fjölgar í hópi fólks sem ekki neytir dýraafurða. Mörg gera það af siðferðilegum ástæðum og vilja einfaldlega ekki borða önnur dýr. En mörg gera það einnig vegna loftslagsáhrifanna sem framleiðsla kjöts hefur í för með sér með. Það er virðingarverð afstaða. Sjálf, borða ég flest en legg mig fram um að kaupa matvæli sem eru ræktuð og framleidd á Íslandi, ákveðnar mjólkurvörur, lambakjöt og grænmeti. Mér finnst það skipta máli. Velferð dýra er hvorki smámál né eitthvert aukaatriði í pólitíkinni. Samfylkingin vill að mótuð verði markviss stefna um dýravelferð á Íslandi og skerpt á eftirliti með aðbúnaði og meðferð dýra. Við viljum gæta að réttindum dýra og veita umráðamönnum þeirra ráðgjöf og fræðslu um dýravelferð og þær lögbundnu skyldur sem fylgja dýrahaldi. Vernda þarf heimkynni villtra dýra þannig að líffræðilegum fjölbreytileika sé ekki ógnað og meta áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi íslenskrar náttúru. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Samfylkingin Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Dýr eru skyni gæddar verur og okkur ber að vernda þau í samræmi við markmið laga um um velferð dýra. Okkur ber skylda til „ … að stuðla að velferð dýra, þ.e. að þau séulaus við vanlíðan, hungur og þorsta, ótta og þjáningu, sársauka, meiðsli og sjúkdóma, …“ Ill meðferð dýra er óheimil á Íslandi og það á jafnt við um villt dýr, húsdýr og gæludýr. Ný lög um velferð dýra voru afgreidd á Alþingi árið 2013 þegar Samfylkingin og Vinstrigræn voru saman í ríkisstjórn. Þau mörkuðu tímamót í dýravernd á Íslandi. En síðan er liðinn rúmur áratugur og löngu kominn tími á endurskoðun laganna. Það hefur ekki verið gert í tíð fráfarandi ríkisstjórnar. Gæludýraeign hefur vaxið hratt á Íslandi á þessari öld. Hundahald í þéttbýli er ekki lengur litið hornauga, kattaeign er útbreidd og margs konar gæludýr búa á heimilum um allt land. Við sem eigum gæludýr vitum að dýrin okkar verða oftar en ekki ómissandi hluti fjölskyldunnar. Þau bæta heimilisbraginn, færa okkur gleði, stuðla að útivist og almennri geðprýði. Margsannað er að hundar draga úr streitu og færa með sér vinsemd og yl, til dæmis í prófatörnum í skólum eða við lestur yngstu barnanna á bókasöfnum landsins. Í hefðbundnum landbúnaði hafa orðið miklar framfarir meðal annars með tilkomu mjaltaróbótanna og reglum um stærri stíur fyrir svín. Dýr þurfa eins og fólk svigrúm til að hreyfa sig. Það á líka við um fiðurfé og lausaganga þess sem betur fer orðin algengari en áður. Íslenska fjallalambið hefur einnig sérstöðu sem lengi vel var tekið sem sjálfsögðum hlut en er það sannarlega ekki lengur. Hin dekkri hlið dýrahalds og framleiðslu landbúnaðarvara birtist í verksmiðjuframleiðslu til manneldis eða til framleiðslu á dýrafóðri. Þauleldið sem fram fer verksmiðjum af þessu tagi skapar óþarfa þjáningar. Við þurfum að horfast í augu við þann raunveruleika, líka á Íslandi. Eigum við að flokka verksmiðjuframleiðslu til landbúnaðar? Ég er þeirrar skoðunar að það fyrirkomulag þarfnist endurskoðunar. Blóðmerahald hefur verið mikið til umfjöllunar á liðnum árum. En þar er tekið blóð í miklu magni úr fylfulllum hryssum. Úr því eru unnin vaxtarhormón sem síðan eru nýtt við þauleldi svína í útlöndum. Fyrir utan þjáningarnar sem blóðatakan getur valdið hryssunum og erfitt er að réttlæta, þá tel ég einnig mikilvægt að beina sjónum að afurðinni: vaxtahormóni sem nýtt er til þauleldis við svínaræktun. Teljum við slíkt í siðferðilega réttlætanlegt? Um hvalveiðar þarf ekki að fjölyrða. Stefna Samfylkingarinnar er að þeim verði hætt. Um allan heim fjölgar í hópi fólks sem ekki neytir dýraafurða. Mörg gera það af siðferðilegum ástæðum og vilja einfaldlega ekki borða önnur dýr. En mörg gera það einnig vegna loftslagsáhrifanna sem framleiðsla kjöts hefur í för með sér með. Það er virðingarverð afstaða. Sjálf, borða ég flest en legg mig fram um að kaupa matvæli sem eru ræktuð og framleidd á Íslandi, ákveðnar mjólkurvörur, lambakjöt og grænmeti. Mér finnst það skipta máli. Velferð dýra er hvorki smámál né eitthvert aukaatriði í pólitíkinni. Samfylkingin vill að mótuð verði markviss stefna um dýravelferð á Íslandi og skerpt á eftirliti með aðbúnaði og meðferð dýra. Við viljum gæta að réttindum dýra og veita umráðamönnum þeirra ráðgjöf og fræðslu um dýravelferð og þær lögbundnu skyldur sem fylgja dýrahaldi. Vernda þarf heimkynni villtra dýra þannig að líffræðilegum fjölbreytileika sé ekki ógnað og meta áhrif loftslagsbreytinga á vistkerfi íslenskrar náttúru. Höfundur er þingkona Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun