Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar 18. nóvember 2024 10:46 Ég fór með sex ára dóttur minni í fyrsta skipti á Símamótið í sumar sem haldið var í Kópavogi. Þarna voru komnar saman þúsundir stelpna víðsvegar af landinu, staðráðnar í því að hafa gaman og keppa í fótbolta. Sama hvernig á stóð veðrið, en það var vægast sagt slagviðri alla helgina. Ég gleymi aldrei upplifuninni, gæsahúð inn að beini, þegar öll liðin streymdu inn á Kópavogsvöllinn og Sigga Ósk tók lagið „Áfram stelpur“ og allar sungu þær í kór með henni: „Áfram stelpur! Sýnið taktana, áfram stelpur, hæfileikana!“ Á einni helgi stækkaði litla stelpan mín um nokkur númer í sjálfsáliti og sjálfseflingu. Eftir þessa helgi var það hennar einlæga trú að hún gæti allt; Hún gæti sigrað heiminn. Þegar heim var komið, hélt stemningin áfram og húsið ómaði í margar vikur „Áfram stelpur!“ Litli bróðir hennar, þá nýorðinn 3ja ára, var snöggur að byrja að hlaupa á eftir henni og kalla „Nei nei nei, áfram strákar!“ Og það rann upp fyrir mér, hvar er samfélagshvatningin til strákanna okkar? Til litlu drengjanna okkar? Hvar fá þeir að heyra einmitt „áfram strákar“? Samfélagsumræðan getur oft á tíðum verið eitruð, hvort sem það eru samfélagsmiðlar, fjölmiðlar, á kaffistofum eða jafnvel heima við eldhúsborðið. Alltof lengi hefur samfélagsumræðan snúist um að drengir séu ekki nóg, að drengir kunni ekki að lesa og að drengirnir okkar séu almennt að falla aftur úr. Þetta er samfélagsumræða sem hefur fengið að óma í þjóðfélaginu síðastliðin ár, hættuleg og smitandi orðræða. Hvaða skilaboð er verið að senda drengjunum okkar? Drengirnir okkar eru ekki vandamálið, heldur er það kerfið sem hér hefur brugðist. Skömmin liggur hjá stjórnvöldum og skólakerfinu sem hafa brugðist börnunum okkar. Með skólakerfinu á ég ekki við um kennarana, heldur kerfið sem stjórnvöld hafa búið kennurum og börnunum okkar. Kerfi sem hefur mistekist að taka utan um börnin okkar, mistekist að mæta þörfum þeirra og þar með mistekist að mennta börnin okkar. Kerfi sem hefur mistekist að mæta kennurum. Staðan er sú að meirihluti kennara sjá sig ekki við kennslu eftir 10 ár, sökum núverandi vinnuálags og skilningsleysis stjórnvalda. Kerfi sem stjórnvöld hafa neitað að horfast í augu við. Nú vaknar Sjálfstæðisflokkurinn og hleypur af stað með yfirlýsingar, stórsókn og umbreytingar á menntakerfinu; Aðgerðir bara rétt handan við hornið! Þetta er bara alltof lítið og alltof alltof seint. Trúverðugleikinn er horfinn, traustið er ekkert. Menntakerfi landsins þarfnast gagngerrar endurskoðunar, með því markmiði að bæta þjónustu, gæði og árangur. Miðflokkurinn hefur ávallt talað fyrir því að stórefla þurfi lestrar- og móðurmálskennslu barna, þegar í stað. Í þeim efnum þurfum við ekki að finna upp hjólið,né líta lengra en til Vestmannaeyja til þess að finna framtak sem skilar árangri. Kveikjum neistann er þróunarverkefni til 10 ára sem sett var af stað haustið 2021 og hefur árangurinn ekki leynt sér. Markmið verkefnisins er að 80% barna sé læst við lok 2 bekkjar, það markmið er vel á veg komið en í lok árs 2023 höfðu 83% barna í öðrum bekk náð þeim árangri. Miðflokkurinn telur það nauðsynlegt að menntamálin séu sett ofar í forgangslistann og farið sé án tafa í stórtækar breytingar á kerfinu, með því að fjárfesta í menntamálum erum við að fjárfesta í framtíðinni. Setjum börnin okkar og framtíð þeirra í fyrsta sætið með því að kjósa Miðflokkinn í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er tveggja barna móðir og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Miðflokkurinn Mest lesið Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Ég fór með sex ára dóttur minni í fyrsta skipti á Símamótið í sumar sem haldið var í Kópavogi. Þarna voru komnar saman þúsundir stelpna víðsvegar af landinu, staðráðnar í því að hafa gaman og keppa í fótbolta. Sama hvernig á stóð veðrið, en það var vægast sagt slagviðri alla helgina. Ég gleymi aldrei upplifuninni, gæsahúð inn að beini, þegar öll liðin streymdu inn á Kópavogsvöllinn og Sigga Ósk tók lagið „Áfram stelpur“ og allar sungu þær í kór með henni: „Áfram stelpur! Sýnið taktana, áfram stelpur, hæfileikana!“ Á einni helgi stækkaði litla stelpan mín um nokkur númer í sjálfsáliti og sjálfseflingu. Eftir þessa helgi var það hennar einlæga trú að hún gæti allt; Hún gæti sigrað heiminn. Þegar heim var komið, hélt stemningin áfram og húsið ómaði í margar vikur „Áfram stelpur!“ Litli bróðir hennar, þá nýorðinn 3ja ára, var snöggur að byrja að hlaupa á eftir henni og kalla „Nei nei nei, áfram strákar!“ Og það rann upp fyrir mér, hvar er samfélagshvatningin til strákanna okkar? Til litlu drengjanna okkar? Hvar fá þeir að heyra einmitt „áfram strákar“? Samfélagsumræðan getur oft á tíðum verið eitruð, hvort sem það eru samfélagsmiðlar, fjölmiðlar, á kaffistofum eða jafnvel heima við eldhúsborðið. Alltof lengi hefur samfélagsumræðan snúist um að drengir séu ekki nóg, að drengir kunni ekki að lesa og að drengirnir okkar séu almennt að falla aftur úr. Þetta er samfélagsumræða sem hefur fengið að óma í þjóðfélaginu síðastliðin ár, hættuleg og smitandi orðræða. Hvaða skilaboð er verið að senda drengjunum okkar? Drengirnir okkar eru ekki vandamálið, heldur er það kerfið sem hér hefur brugðist. Skömmin liggur hjá stjórnvöldum og skólakerfinu sem hafa brugðist börnunum okkar. Með skólakerfinu á ég ekki við um kennarana, heldur kerfið sem stjórnvöld hafa búið kennurum og börnunum okkar. Kerfi sem hefur mistekist að taka utan um börnin okkar, mistekist að mæta þörfum þeirra og þar með mistekist að mennta börnin okkar. Kerfi sem hefur mistekist að mæta kennurum. Staðan er sú að meirihluti kennara sjá sig ekki við kennslu eftir 10 ár, sökum núverandi vinnuálags og skilningsleysis stjórnvalda. Kerfi sem stjórnvöld hafa neitað að horfast í augu við. Nú vaknar Sjálfstæðisflokkurinn og hleypur af stað með yfirlýsingar, stórsókn og umbreytingar á menntakerfinu; Aðgerðir bara rétt handan við hornið! Þetta er bara alltof lítið og alltof alltof seint. Trúverðugleikinn er horfinn, traustið er ekkert. Menntakerfi landsins þarfnast gagngerrar endurskoðunar, með því markmiði að bæta þjónustu, gæði og árangur. Miðflokkurinn hefur ávallt talað fyrir því að stórefla þurfi lestrar- og móðurmálskennslu barna, þegar í stað. Í þeim efnum þurfum við ekki að finna upp hjólið,né líta lengra en til Vestmannaeyja til þess að finna framtak sem skilar árangri. Kveikjum neistann er þróunarverkefni til 10 ára sem sett var af stað haustið 2021 og hefur árangurinn ekki leynt sér. Markmið verkefnisins er að 80% barna sé læst við lok 2 bekkjar, það markmið er vel á veg komið en í lok árs 2023 höfðu 83% barna í öðrum bekk náð þeim árangri. Miðflokkurinn telur það nauðsynlegt að menntamálin séu sett ofar í forgangslistann og farið sé án tafa í stórtækar breytingar á kerfinu, með því að fjárfesta í menntamálum erum við að fjárfesta í framtíðinni. Setjum börnin okkar og framtíð þeirra í fyrsta sætið með því að kjósa Miðflokkinn í komandi Alþingiskosningum. Höfundur er tveggja barna móðir og skipar 2. sæti á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun