Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 20:15 Kópavogsbær hefur verið rekinn með halla síðustu ár og lánsfjárþörf verið mikil. Kópavogsbær fær ítrekað bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga af því að Kópavogsbær uppfyllir ekki fjárhagsleg lágmarksviðmið. Um þetta fjallar bæjarstjóri Kópavogs ekki í fréttatilkynningum, greinaskrifum og glærukynningum. Henni verður hins vegar tíðrætt um aðhald og ábyrgan rekstur. Í vikunni lagði hún fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028, fjárhagsáætlun sem aldrei var rædd eða borin undir minnihlutann í bæjarráði, sem þó á að bera ábyrgð á áætluninni. Vinnubrögðin eru slík að minnihlutaflokkarnir geta enga ábyrgð axlað á þeim fremur en fjölmörgu öðru undir hennar stjórn. Bæjarstjórinn tók við góðu búi við upphaf kjörtímabils. Skuldaviðmið bæjarins hafði t.d. lækkað úr 175% í 92% á árunum 2014-2022. Sá mikli árangur náðist fyrir samtakamátt allra flokka. Þvert á pólitískar línur urðu þeir sammála um góða stjórnarhætti, sameiginlega ábyrgð og eðlileg viðmið í rekstri bæjarins. Undir nýjum bæjarstjóra hækkar þetta skuldaviðmið hratt á ný. Það kostar 80 milljónir að fá 1,5 milljarð að láni í sex mánuði Veltufjárhlutfall (hlutfall skammtímaskulda og lausafjár) er áætlað 0,46 fyrir árið 2025 sem er langt fyrir neðan ásættanleg mörk og með því lægsta hjá sveitarfélögum. Á mannamáli þýðir þetta að skammtímaskuldir eru yfirleitt um helmingi hærri en lausafé. Undanfarna 12 mánuði hafa því verið tekin skammtímalán, 1,5 milljarður fyrir ári, 1 milljarður í febrúar, 1,5 milljarður í október og nú er upplýst að þörf sé á enn einu skammtímaláni í lok árs. Þar fyrir utan fengust 2,5 milljarðar í maí sl. með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki KOP 241. Sem dæmi þá kostar nýjasta lánið frá því í október, 1,5 milljarður til sex mánaða, bæjarsjóð um 80 milljónir. Bara í vexti á hálfu ári. 13 milljarðar teknir að láni með gjalddaga eftir fjögur ár Meirihluti Sjálfstæðiflokks og Framsóknar hyggst nú spenna bogann enn hærra með enn meiri lántöku. Áætlanir þeirra gera ráð fyrir því að á árunum 2025-2027 verði tekin ný lán upp á 13 milljarða. Erfitt er að sjá hver þróun afborgana lána verður til lengri tíma þar sem lánin verða með gjalddaga eftir árið 2028. Ekkert yfirlit liggur fyrir um stöðu og þróun afborgana lána og vaxtakostnaðar til lengri tíma, þ.e eftir 2028. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir hvert stefnir í samspili heildarfjárfestinga og afborgana lána og fjármagnskostnaðar annars vegar og markmiða um veltufé frá rekstri hins vegar. Ný stúka byggð þrátt fyrir mikla fjárfestingaþörf í grunnþjónustu Bærinn þarf að sinna skylduverkefnum sínum og í byggingu eru grunnskóli, leikskólar, sambýli o.fl. Undirbúningur flestra þessara verkefna hófst á síðustu kjörtímabilum. Viðhaldsþörf mannvirkja bæjarins er gríðarleg og hefur ekki verið sinnt vel. Það á bæði við um fasteignir bæjarins og innviði. Óvissa er líka um niðurstöðu í nýjum Vatnsendadómi, máli sem Kópavogsbær tapaði í héraði og gæti milljarða kostnaður hlotist af alveg eins og af mistökum við uppbyggingu nýs Kársnesskóla. Þótt fyrirsjáanlegt sé að langtímaskuldir muni hækka umtalsvert og þrátt fyrir viðvarandi erfiða lausafjárstöðu hyggst bæjarstjórinn byggja nýja stúku og íþróttamannvirki fyrir HK í Kórnum. Bæjarstjórinn áætlar að verja tveimur milljörðum til stúkunnar á næstu þremur árum en engar áætlanir liggja fyrir um hver heildarframkvæmdin eða heildarkostnaðurinn verður. Það er óþægilegt við meðferð málsins að bæjarstjóri fór þá fyrst í leyfi frá störfum sínum í aðalstjórn HK þegar hún hellti sér út í kosningabaráttu. Þegar fjárhagsáætlun var lögð fram í bæjarstjórn í vikunni lagði minnihlutinn til að byggingu HK stúkunnar yrði frestað. Það er ótækt að kasta sér til sunds í svona stóru verkefni án þess að reikna það, teikna, kostnaðarmeta og áfangaskipta. Það þarf líka að vita hver rekstrarkostnaður bæjarins verður til framtíðar af þessum nýju mannvirkjum. Þá fyrst er hægt að taka upplýsta ákvörðun. Milljónirnar 800 sem verja á til þessa á næsta ári má svo sannarlega nýta í mikilvæg skylduverkefni, og jafnvel mætti hugsa sér að hafa lántökurnar ekki alveg jafnmiklar. Því miður má búast við því að eins og öllum öðrum tillögum okkar í minnihlutanum verði þessari svarað með skætingi. Það er ekkert aðhald í rekstri bæjarins þótt bæjarstjórinn haldi því fram. Rekstrargjöld og annar rekstrarkostnaður höfðu hækkað talsvert umfram verðlagsþróun síðast þegar að var gáð og aðhaldskröfur er ekki að finna í nýrri fjárhagsáætlun. Ég veit að bæjarstjóri sýnir í glærusýningum sínum ekki þá mynd sem hér er dregin upp. Þetta eru samt mikilvægar staðreyndir og mitt framlag til að upplýsa bæjarbúa um gegndarlausan yfirdráttarrekstur bæjarins enda eru það þeir sem greiða fjármagnskostnaðinn. Þessar upplýsingar fær fólk ekki frá meirihlutanum og samstarfsflokkurinn veitir bæjarstjóra ekki minnsta aðhald heldur fylgir henni í blindni. Þeirra ábyrgð er mikil. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Theódóra S. Þorsteinsdóttir Kópavogur Viðreisn Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Sjá meira
Kópavogsbær hefur verið rekinn með halla síðustu ár og lánsfjárþörf verið mikil. Kópavogsbær fær ítrekað bréf frá eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga af því að Kópavogsbær uppfyllir ekki fjárhagsleg lágmarksviðmið. Um þetta fjallar bæjarstjóri Kópavogs ekki í fréttatilkynningum, greinaskrifum og glærukynningum. Henni verður hins vegar tíðrætt um aðhald og ábyrgan rekstur. Í vikunni lagði hún fram fjárhagsáætlun fyrir árin 2025-2028, fjárhagsáætlun sem aldrei var rædd eða borin undir minnihlutann í bæjarráði, sem þó á að bera ábyrgð á áætluninni. Vinnubrögðin eru slík að minnihlutaflokkarnir geta enga ábyrgð axlað á þeim fremur en fjölmörgu öðru undir hennar stjórn. Bæjarstjórinn tók við góðu búi við upphaf kjörtímabils. Skuldaviðmið bæjarins hafði t.d. lækkað úr 175% í 92% á árunum 2014-2022. Sá mikli árangur náðist fyrir samtakamátt allra flokka. Þvert á pólitískar línur urðu þeir sammála um góða stjórnarhætti, sameiginlega ábyrgð og eðlileg viðmið í rekstri bæjarins. Undir nýjum bæjarstjóra hækkar þetta skuldaviðmið hratt á ný. Það kostar 80 milljónir að fá 1,5 milljarð að láni í sex mánuði Veltufjárhlutfall (hlutfall skammtímaskulda og lausafjár) er áætlað 0,46 fyrir árið 2025 sem er langt fyrir neðan ásættanleg mörk og með því lægsta hjá sveitarfélögum. Á mannamáli þýðir þetta að skammtímaskuldir eru yfirleitt um helmingi hærri en lausafé. Undanfarna 12 mánuði hafa því verið tekin skammtímalán, 1,5 milljarður fyrir ári, 1 milljarður í febrúar, 1,5 milljarður í október og nú er upplýst að þörf sé á enn einu skammtímaláni í lok árs. Þar fyrir utan fengust 2,5 milljarðar í maí sl. með útgáfu á nýjum skuldabréfaflokki KOP 241. Sem dæmi þá kostar nýjasta lánið frá því í október, 1,5 milljarður til sex mánaða, bæjarsjóð um 80 milljónir. Bara í vexti á hálfu ári. 13 milljarðar teknir að láni með gjalddaga eftir fjögur ár Meirihluti Sjálfstæðiflokks og Framsóknar hyggst nú spenna bogann enn hærra með enn meiri lántöku. Áætlanir þeirra gera ráð fyrir því að á árunum 2025-2027 verði tekin ný lán upp á 13 milljarða. Erfitt er að sjá hver þróun afborgana lána verður til lengri tíma þar sem lánin verða með gjalddaga eftir árið 2028. Ekkert yfirlit liggur fyrir um stöðu og þróun afborgana lána og vaxtakostnaðar til lengri tíma, þ.e eftir 2028. Ekki er hægt að gera sér grein fyrir hvert stefnir í samspili heildarfjárfestinga og afborgana lána og fjármagnskostnaðar annars vegar og markmiða um veltufé frá rekstri hins vegar. Ný stúka byggð þrátt fyrir mikla fjárfestingaþörf í grunnþjónustu Bærinn þarf að sinna skylduverkefnum sínum og í byggingu eru grunnskóli, leikskólar, sambýli o.fl. Undirbúningur flestra þessara verkefna hófst á síðustu kjörtímabilum. Viðhaldsþörf mannvirkja bæjarins er gríðarleg og hefur ekki verið sinnt vel. Það á bæði við um fasteignir bæjarins og innviði. Óvissa er líka um niðurstöðu í nýjum Vatnsendadómi, máli sem Kópavogsbær tapaði í héraði og gæti milljarða kostnaður hlotist af alveg eins og af mistökum við uppbyggingu nýs Kársnesskóla. Þótt fyrirsjáanlegt sé að langtímaskuldir muni hækka umtalsvert og þrátt fyrir viðvarandi erfiða lausafjárstöðu hyggst bæjarstjórinn byggja nýja stúku og íþróttamannvirki fyrir HK í Kórnum. Bæjarstjórinn áætlar að verja tveimur milljörðum til stúkunnar á næstu þremur árum en engar áætlanir liggja fyrir um hver heildarframkvæmdin eða heildarkostnaðurinn verður. Það er óþægilegt við meðferð málsins að bæjarstjóri fór þá fyrst í leyfi frá störfum sínum í aðalstjórn HK þegar hún hellti sér út í kosningabaráttu. Þegar fjárhagsáætlun var lögð fram í bæjarstjórn í vikunni lagði minnihlutinn til að byggingu HK stúkunnar yrði frestað. Það er ótækt að kasta sér til sunds í svona stóru verkefni án þess að reikna það, teikna, kostnaðarmeta og áfangaskipta. Það þarf líka að vita hver rekstrarkostnaður bæjarins verður til framtíðar af þessum nýju mannvirkjum. Þá fyrst er hægt að taka upplýsta ákvörðun. Milljónirnar 800 sem verja á til þessa á næsta ári má svo sannarlega nýta í mikilvæg skylduverkefni, og jafnvel mætti hugsa sér að hafa lántökurnar ekki alveg jafnmiklar. Því miður má búast við því að eins og öllum öðrum tillögum okkar í minnihlutanum verði þessari svarað með skætingi. Það er ekkert aðhald í rekstri bæjarins þótt bæjarstjórinn haldi því fram. Rekstrargjöld og annar rekstrarkostnaður höfðu hækkað talsvert umfram verðlagsþróun síðast þegar að var gáð og aðhaldskröfur er ekki að finna í nýrri fjárhagsáætlun. Ég veit að bæjarstjóri sýnir í glærusýningum sínum ekki þá mynd sem hér er dregin upp. Þetta eru samt mikilvægar staðreyndir og mitt framlag til að upplýsa bæjarbúa um gegndarlausan yfirdráttarrekstur bæjarins enda eru það þeir sem greiða fjármagnskostnaðinn. Þessar upplýsingar fær fólk ekki frá meirihlutanum og samstarfsflokkurinn veitir bæjarstjóra ekki minnsta aðhald heldur fylgir henni í blindni. Þeirra ábyrgð er mikil. Höfundur er oddviti Viðreisnar í Kópavogi.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar