Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 15. nóvember 2024 07:15 Umræður um banka á Íslandi eru um margt áhugaverðar. Árið 2023 var metár fyrir stóru viðskiptabankana þrjá, en alls högnuðust þeir um 83,5 milljarða. Samanlagður hagnaður hefur ekki náð hærri hæðum frá fjármálakreppunni árið 2008, að undanskildu árinu 2015, en þá seldi Arion banki hlut sinn í Bakkavör Group sem útskýrir óvenju háa hagnaðinn það ár. Nú voru nýlega kynnt uppgjör hagnaðar viðskiptabankanna þriggja fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2024. Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sem er meira að segja 1,8 milljarða króna hækkun frá sama tímabili metársins 2023. Hagnaður Landsbankans á þriðja fjórðungi var 10,8 milljarðar króna eftir skatta og arðsemi eiginfjár 11,7% sem er hærra en á metárinu. Loks rekur Íslandsbanki lestina en hagnaður hans á þriðja ársfjórðungi nam einungis 7,3 milljörðum króna, en þó fylgir Íslandsbanki hinum bönkunum með því að arðsemi eiginfjár á þessu tímabili er töluvert hærri en á sama tímabili á metárinu 2023. Það áhugaverða við þetta er að þegar hlustað er á sumt fólk í fjármálageiranum þá mætti halda að það væri mjög erfitt og jafnvel óhagstætt að reka banka, einkum vegna hins sérstaka skatts sem íslenskir viðskiptabankar, sparisjóðir eða lánafyrirtæki þurfa að greiða. Forsögu þessa skatts má rekja til hrunsins, en í kjölfar þess var bankaskattinum komið á. Með honum var leitast við að hvetja fjármálafyrirtæki til að fjármagna sig með öruggari hætti, þ.e. að vera með hátt eigið fé og trygg innlán. Meðal annars er markmið laga um sértækan skatt á fjármálafyrirtæki að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt vegna þeirrar kerfisáhættu sem áhættusöm starfsemi þeirra getur haft í för með sér fyrir þjóðarbúið. Allt frá upphafi árs 2014 hélst gjaldhlutfallið óbreytt, en á árinu 2021 tóku stjórnvöld þá ákvörðun að lækka skattinn úr 0,376% niður í 0,145%. Þessi lækkun skattsins átti að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands og auka útlán þeirra. Bankarnir höfðu lengi kallað eftir því að bankaskatturinn yrði lækkaður og fullyrtu að með því myndi vaxtamunur, þ.e. munurinn á því sem bankar greiða í vexti af innlánum og vöxtum útlána, minnka. Það er því athyglisvert að sjá að vaxtamunur heildareigna bankanna hefur í rauninni staðið í stað frá því að bankaskatturinn var lækkaður. Það má því segja að bankarnir hafi stungið ábatanum af skattalækkuninni í vasann. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í skýrslu starfshóps um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem kom út í ágúst árið 2023. Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu 66,9 ma.kr. hagnaði árið 2022. Eins og áður var rakið nam þessi fjárhæð 83,5 milljörðum árið 2023. Það eru horfur fyrir því að þótt fyrsti og annar ársfjórðungur hjá tveimur af þremur stóru viðskiptabönkunum hafi verið slæmur þá hefur arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuðir ársins verið hærri en árið 2023 og hagnaður meiri. Með öðrum orðum stefnir allt í annað metár bankanna. Það ætti því öllum að liggja ljóst fyrir að bankarnir eru meira en aflögufærir og rúmlega það til að taka á sig hækkun á bankaskattinum. Ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða króna halla og upp safnast vaxtaberandi skuldir á þjóðarbúið á meðan bankarnir fitna og fitna. Höfundur er Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skattar og tollar Fjármálafyrirtæki Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Umræður um banka á Íslandi eru um margt áhugaverðar. Árið 2023 var metár fyrir stóru viðskiptabankana þrjá, en alls högnuðust þeir um 83,5 milljarða. Samanlagður hagnaður hefur ekki náð hærri hæðum frá fjármálakreppunni árið 2008, að undanskildu árinu 2015, en þá seldi Arion banki hlut sinn í Bakkavör Group sem útskýrir óvenju háa hagnaðinn það ár. Nú voru nýlega kynnt uppgjör hagnaðar viðskiptabankanna þriggja fyrir þriðja ársfjórðung ársins 2024. Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var 7,9 milljarðar króna, sem er meira að segja 1,8 milljarða króna hækkun frá sama tímabili metársins 2023. Hagnaður Landsbankans á þriðja fjórðungi var 10,8 milljarðar króna eftir skatta og arðsemi eiginfjár 11,7% sem er hærra en á metárinu. Loks rekur Íslandsbanki lestina en hagnaður hans á þriðja ársfjórðungi nam einungis 7,3 milljörðum króna, en þó fylgir Íslandsbanki hinum bönkunum með því að arðsemi eiginfjár á þessu tímabili er töluvert hærri en á sama tímabili á metárinu 2023. Það áhugaverða við þetta er að þegar hlustað er á sumt fólk í fjármálageiranum þá mætti halda að það væri mjög erfitt og jafnvel óhagstætt að reka banka, einkum vegna hins sérstaka skatts sem íslenskir viðskiptabankar, sparisjóðir eða lánafyrirtæki þurfa að greiða. Forsögu þessa skatts má rekja til hrunsins, en í kjölfar þess var bankaskattinum komið á. Með honum var leitast við að hvetja fjármálafyrirtæki til að fjármagna sig með öruggari hætti, þ.e. að vera með hátt eigið fé og trygg innlán. Meðal annars er markmið laga um sértækan skatt á fjármálafyrirtæki að draga úr áhættusækni fjármálafyrirtækja með því að leggja sérstakan skatt vegna þeirrar kerfisáhættu sem áhættusöm starfsemi þeirra getur haft í för með sér fyrir þjóðarbúið. Allt frá upphafi árs 2014 hélst gjaldhlutfallið óbreytt, en á árinu 2021 tóku stjórnvöld þá ákvörðun að lækka skattinn úr 0,376% niður í 0,145%. Þessi lækkun skattsins átti að auðvelda bönkum að lækka vexti á útlánum samhliða vaxtalækkunum Seðlabanka Íslands og auka útlán þeirra. Bankarnir höfðu lengi kallað eftir því að bankaskatturinn yrði lækkaður og fullyrtu að með því myndi vaxtamunur, þ.e. munurinn á því sem bankar greiða í vexti af innlánum og vöxtum útlána, minnka. Það er því athyglisvert að sjá að vaxtamunur heildareigna bankanna hefur í rauninni staðið í stað frá því að bankaskatturinn var lækkaður. Það má því segja að bankarnir hafi stungið ábatanum af skattalækkuninni í vasann. Þetta, ásamt ýmsu öðru, kom fram í skýrslu starfshóps um greiningu á gjaldtöku og arðsemi viðskiptabankanna sem kom út í ágúst árið 2023. Stóru viðskiptabankarnir þrír skiluðu 66,9 ma.kr. hagnaði árið 2022. Eins og áður var rakið nam þessi fjárhæð 83,5 milljörðum árið 2023. Það eru horfur fyrir því að þótt fyrsti og annar ársfjórðungur hjá tveimur af þremur stóru viðskiptabönkunum hafi verið slæmur þá hefur arðsemi eigin fjár fyrstu níu mánuðir ársins verið hærri en árið 2023 og hagnaður meiri. Með öðrum orðum stefnir allt í annað metár bankanna. Það ætti því öllum að liggja ljóst fyrir að bankarnir eru meira en aflögufærir og rúmlega það til að taka á sig hækkun á bankaskattinum. Ríkissjóður er rekinn með tugmilljarða króna halla og upp safnast vaxtaberandi skuldir á þjóðarbúið á meðan bankarnir fitna og fitna. Höfundur er Oddviti Flokks fólksins í Suðurkjördæmi
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun