Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2024 09:33 Kristján og Matthías Guðmundssyni verða samþjálfarar hjá kvennaliði Vals í fótbolta næsta sumar. Vísir/Stöð 2 Nýir þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta eru spenntir fyrir komandi samstarfi. Þeir endurnýja kynnin en voru síðast saman á Hlíðarenda fyrir rúmum áratug. Þeir Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við sem þjálfarar Vals á dögunum. Kristján þjálfaði síðast Stjörnuna í Bestu deild kvenna en hætti þar störfum á miðju síðasta tímabili. Matthías var þjálfari Gróttu í 1. deildinni sem rétt missti af sæti á meðal þeirra bestu síðasta sumar. Matthías er uppalinn Valsari og var um tveggja ára skeið í þjálfarateymi liðsins undir stjórn Péturs Péturssonar sem hætti á dögunum. Kristján snýr aftur á Hlíðarenda tólf árum eftir að hafa stýrt karlaliði félagsins. Aðspurður hvort aðstæður séu mikið breyttar segir Kristján: „Það hefur merkilega lítið breyst. Húsakynnin eru ennþá eins og skrifstofurnar. Það var sami texti í samningnum og fyrir tólf árum síðan, þannig að það hefur nánast ekkert breyst.“ „Man ég var langbestur“ Þegar Kristján stýrði Valsliðinu árin 2010 til 2012 fékk hann Matthías, sem var þá leikmaður, til félagsins. „Hann var mjög ljúfur og mjög auðvelt að segja honum til. Ég held við höfum sótt hann í FH á sínum tíma aftur í Val. Það var eitt af því sem við lögðum mikla áherslu á, að fá hann til baka, til að spila framherja. Það var mjög gaman,“ segir Kristján um samþjálfara sinn. Matthías þekkir Kristján því sem þjálfara og hafði það mikið að segja upp á samstarfið sem fram undan er. „Alveg klárt mál. Ég man mér líkaði ofboðslega vel undir stjórn Kristjáns. Hann var eiginlega fyrstur með einhverjar nýjar pælingar, sem hreif mig vel. Maður var kominn á smá aldur þarna, en ég man ég var samt langbestur,“ segir Matthías og uppsker hlátur Kristjáns. Kristján (t.v.) fékk Matthías sem leikmann til Vals og sá síðarnefndi lék undir hans stjórn frá 2010 til 2012.Vísir/Samsett Báðir verða titlaðir aðalþjálfarar félagsins, en hvernig gengur það fyrir sig? „Við lítum á þetta bara sem teymisvinnu, eins og fótbolti er orðinn. Við þurfum að rökræða um hitt og þetta og komast að niðurstöðu. Þetta verður flott, segir Matthías. Þeir séu þá að leggja línur hvað verkaskiptingu varðar. „Við erum byrjaðir á þeirri vinnu. Verkaskiptingin verður alveg skýr, hver verður með hvað og hver tekur ákvörðun á hvaða stað. Því verður haldið innanbúða hjá okkur. Við gefum það ekkert út sérstaklega,“ segir Kristján. Fleira kemur fram í viðtalinu við þá Kristján og Matthías sem má sjá í heild sinni að neðan. Valur Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira
Þeir Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við sem þjálfarar Vals á dögunum. Kristján þjálfaði síðast Stjörnuna í Bestu deild kvenna en hætti þar störfum á miðju síðasta tímabili. Matthías var þjálfari Gróttu í 1. deildinni sem rétt missti af sæti á meðal þeirra bestu síðasta sumar. Matthías er uppalinn Valsari og var um tveggja ára skeið í þjálfarateymi liðsins undir stjórn Péturs Péturssonar sem hætti á dögunum. Kristján snýr aftur á Hlíðarenda tólf árum eftir að hafa stýrt karlaliði félagsins. Aðspurður hvort aðstæður séu mikið breyttar segir Kristján: „Það hefur merkilega lítið breyst. Húsakynnin eru ennþá eins og skrifstofurnar. Það var sami texti í samningnum og fyrir tólf árum síðan, þannig að það hefur nánast ekkert breyst.“ „Man ég var langbestur“ Þegar Kristján stýrði Valsliðinu árin 2010 til 2012 fékk hann Matthías, sem var þá leikmaður, til félagsins. „Hann var mjög ljúfur og mjög auðvelt að segja honum til. Ég held við höfum sótt hann í FH á sínum tíma aftur í Val. Það var eitt af því sem við lögðum mikla áherslu á, að fá hann til baka, til að spila framherja. Það var mjög gaman,“ segir Kristján um samþjálfara sinn. Matthías þekkir Kristján því sem þjálfara og hafði það mikið að segja upp á samstarfið sem fram undan er. „Alveg klárt mál. Ég man mér líkaði ofboðslega vel undir stjórn Kristjáns. Hann var eiginlega fyrstur með einhverjar nýjar pælingar, sem hreif mig vel. Maður var kominn á smá aldur þarna, en ég man ég var samt langbestur,“ segir Matthías og uppsker hlátur Kristjáns. Kristján (t.v.) fékk Matthías sem leikmann til Vals og sá síðarnefndi lék undir hans stjórn frá 2010 til 2012.Vísir/Samsett Báðir verða titlaðir aðalþjálfarar félagsins, en hvernig gengur það fyrir sig? „Við lítum á þetta bara sem teymisvinnu, eins og fótbolti er orðinn. Við þurfum að rökræða um hitt og þetta og komast að niðurstöðu. Þetta verður flott, segir Matthías. Þeir séu þá að leggja línur hvað verkaskiptingu varðar. „Við erum byrjaðir á þeirri vinnu. Verkaskiptingin verður alveg skýr, hver verður með hvað og hver tekur ákvörðun á hvaða stað. Því verður haldið innanbúða hjá okkur. Við gefum það ekkert út sérstaklega,“ segir Kristján. Fleira kemur fram í viðtalinu við þá Kristján og Matthías sem má sjá í heild sinni að neðan.
Valur Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Heiðdís aftur í Kópavoginn Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Sjá meira