Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Valur Páll Eiríksson skrifar 15. nóvember 2024 09:33 Kristján og Matthías Guðmundssyni verða samþjálfarar hjá kvennaliði Vals í fótbolta næsta sumar. Vísir/Stöð 2 Nýir þjálfarar kvennaliðs Vals í fótbolta eru spenntir fyrir komandi samstarfi. Þeir endurnýja kynnin en voru síðast saman á Hlíðarenda fyrir rúmum áratug. Þeir Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við sem þjálfarar Vals á dögunum. Kristján þjálfaði síðast Stjörnuna í Bestu deild kvenna en hætti þar störfum á miðju síðasta tímabili. Matthías var þjálfari Gróttu í 1. deildinni sem rétt missti af sæti á meðal þeirra bestu síðasta sumar. Matthías er uppalinn Valsari og var um tveggja ára skeið í þjálfarateymi liðsins undir stjórn Péturs Péturssonar sem hætti á dögunum. Kristján snýr aftur á Hlíðarenda tólf árum eftir að hafa stýrt karlaliði félagsins. Aðspurður hvort aðstæður séu mikið breyttar segir Kristján: „Það hefur merkilega lítið breyst. Húsakynnin eru ennþá eins og skrifstofurnar. Það var sami texti í samningnum og fyrir tólf árum síðan, þannig að það hefur nánast ekkert breyst.“ „Man ég var langbestur“ Þegar Kristján stýrði Valsliðinu árin 2010 til 2012 fékk hann Matthías, sem var þá leikmaður, til félagsins. „Hann var mjög ljúfur og mjög auðvelt að segja honum til. Ég held við höfum sótt hann í FH á sínum tíma aftur í Val. Það var eitt af því sem við lögðum mikla áherslu á, að fá hann til baka, til að spila framherja. Það var mjög gaman,“ segir Kristján um samþjálfara sinn. Matthías þekkir Kristján því sem þjálfara og hafði það mikið að segja upp á samstarfið sem fram undan er. „Alveg klárt mál. Ég man mér líkaði ofboðslega vel undir stjórn Kristjáns. Hann var eiginlega fyrstur með einhverjar nýjar pælingar, sem hreif mig vel. Maður var kominn á smá aldur þarna, en ég man ég var samt langbestur,“ segir Matthías og uppsker hlátur Kristjáns. Kristján (t.v.) fékk Matthías sem leikmann til Vals og sá síðarnefndi lék undir hans stjórn frá 2010 til 2012.Vísir/Samsett Báðir verða titlaðir aðalþjálfarar félagsins, en hvernig gengur það fyrir sig? „Við lítum á þetta bara sem teymisvinnu, eins og fótbolti er orðinn. Við þurfum að rökræða um hitt og þetta og komast að niðurstöðu. Þetta verður flott, segir Matthías. Þeir séu þá að leggja línur hvað verkaskiptingu varðar. „Við erum byrjaðir á þeirri vinnu. Verkaskiptingin verður alveg skýr, hver verður með hvað og hver tekur ákvörðun á hvaða stað. Því verður haldið innanbúða hjá okkur. Við gefum það ekkert út sérstaklega,“ segir Kristján. Fleira kemur fram í viðtalinu við þá Kristján og Matthías sem má sjá í heild sinni að neðan. Valur Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Þeir Kristján Guðmundsson og Matthías Guðmundsson tóku við sem þjálfarar Vals á dögunum. Kristján þjálfaði síðast Stjörnuna í Bestu deild kvenna en hætti þar störfum á miðju síðasta tímabili. Matthías var þjálfari Gróttu í 1. deildinni sem rétt missti af sæti á meðal þeirra bestu síðasta sumar. Matthías er uppalinn Valsari og var um tveggja ára skeið í þjálfarateymi liðsins undir stjórn Péturs Péturssonar sem hætti á dögunum. Kristján snýr aftur á Hlíðarenda tólf árum eftir að hafa stýrt karlaliði félagsins. Aðspurður hvort aðstæður séu mikið breyttar segir Kristján: „Það hefur merkilega lítið breyst. Húsakynnin eru ennþá eins og skrifstofurnar. Það var sami texti í samningnum og fyrir tólf árum síðan, þannig að það hefur nánast ekkert breyst.“ „Man ég var langbestur“ Þegar Kristján stýrði Valsliðinu árin 2010 til 2012 fékk hann Matthías, sem var þá leikmaður, til félagsins. „Hann var mjög ljúfur og mjög auðvelt að segja honum til. Ég held við höfum sótt hann í FH á sínum tíma aftur í Val. Það var eitt af því sem við lögðum mikla áherslu á, að fá hann til baka, til að spila framherja. Það var mjög gaman,“ segir Kristján um samþjálfara sinn. Matthías þekkir Kristján því sem þjálfara og hafði það mikið að segja upp á samstarfið sem fram undan er. „Alveg klárt mál. Ég man mér líkaði ofboðslega vel undir stjórn Kristjáns. Hann var eiginlega fyrstur með einhverjar nýjar pælingar, sem hreif mig vel. Maður var kominn á smá aldur þarna, en ég man ég var samt langbestur,“ segir Matthías og uppsker hlátur Kristjáns. Kristján (t.v.) fékk Matthías sem leikmann til Vals og sá síðarnefndi lék undir hans stjórn frá 2010 til 2012.Vísir/Samsett Báðir verða titlaðir aðalþjálfarar félagsins, en hvernig gengur það fyrir sig? „Við lítum á þetta bara sem teymisvinnu, eins og fótbolti er orðinn. Við þurfum að rökræða um hitt og þetta og komast að niðurstöðu. Þetta verður flott, segir Matthías. Þeir séu þá að leggja línur hvað verkaskiptingu varðar. „Við erum byrjaðir á þeirri vinnu. Verkaskiptingin verður alveg skýr, hver verður með hvað og hver tekur ákvörðun á hvaða stað. Því verður haldið innanbúða hjá okkur. Við gefum það ekkert út sérstaklega,“ segir Kristján. Fleira kemur fram í viðtalinu við þá Kristján og Matthías sem má sjá í heild sinni að neðan.
Valur Besta deild kvenna Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Tindastóll | Stólarnir geta tryggt sér titilinn Körfubolti Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Glæsimark Rice gulltryggði Arsenal Meistaradeildarsæti Enski boltinn Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Handbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - KR | Skemmtikraftarnir mæta í Mosfellsbæinn Gabríel Aron skoraði þrennu í fyrri hálfleik Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Sjáðu glæsimark Úlfu, stórsigur Stólanna, sjóðheita Þróttara og Þór/KA þrennuna Uppgjörið: Þróttur - FH 4-1 | Sjóðheitir Þróttarar völtuðu yfir FH Uppgjörið: Fram - Þór/KA 1-3 | Tvö mörk frá Söndru Maríu í sigri Þór/KA Gleymdu búningum svo bæði liðin eru merkt Stjörnunni Sjáðu mörkin: Berglind í hefndarhug með fleiri en allt Valsliðið í sumar Sætur sigur HK og Vilhelm bjargaði stigi fyrir ÍR „Þurfa allar og við þjálfararnir að líta í eigin barm“ Uppgjörið: Breiðablik - Valur 4-0 | Berglind refsaði gamla liðinu í stórsigri Selirnir verða heiðursgestir á fyrsta heimaleik KR Þróttur mætir bikarmeisturunum Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Bikarævintýri Fram heldur áfram Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Sjá meira
Þeir bestu (25.-21. sæti): Kolbeinn kafteinn, raðsigurvegarinn í markinu, Blikahetjur og þrumuskot suður með sjó
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast