Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar 14. nóvember 2024 11:16 Margir halda að þeir sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsskóla eigi engan séns á að mennta sig í framtíðinni. Það er mikill misskilningur. Það eiga allir möguleika og það eru til margar leiðir. Ein leiðin er í gegnum símenntunarmiðstöðvar. Í árslok 2002 var Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stofnuð og hefur tilvera hennar skotið föstum rótum undir starf símenntunarmiðstöðva, með því m.a. að semja og fjármagna námsskrár sem eru formlega vottaðar og veita fólki námseiningar og einnig starfsréttindi á nokkrum sviðum. Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi var stofnað árið 1999. Það hefur undanfarin 25 ár gefið fjölmörgum Sunnlendingum séns á að láta drauma sína rætast. Hvernig má það vera? Jú, með margvíslegu námsframboði, raunfærnimati og ráðgjöf. Margir hafa komið hikandi í viðtal við náms- og starfsráðgjafa og dregið eigin getu í efa, m.a. vegna slæmra minninga um skólagöngu sína. Eftir faglega ráðgjöf og hvatningu hefur viðkomandi skráð sig í nám og komið sjálfum sér á óvart. Um leið og fólk hefur sett sér markmið í námi er oftast hægt að finna leiðir til að ná þeim. Sumir fara í nám hjá Fræðslunetinu og halda síðan áfram í námi annarsstaðar. Aðrir ljúka sínu námi hjá Fræðslunetinu, fá sín starfsréttindi og öðlast í kjölfarið meiri starfsánægju og hærri laun. Fræðslunetið býður ekki aðeins uppá formlegt nám. Það sér um nám fyrir fullorðið fatlað fólk, annast námskeið fyrir fólk í endurhæfingu og sér um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Einnig þjónustar Fræðslunetið fyrirtæki á Suðurlandi með ráðgjöf og námskeiðshaldi. Á hverju ári koma um 1.500 manns í nám af einhverju tagi hjá Fræðslunetinu og eru íbúar af erlendum uppruna stór hluti þessa hóps. Kennarar og leiðbeinendur sem koma nú að kennslunni á afmælisárinu eru yfir 60 en hafa verið allt að 100 á ári. Fræðslunetið fagnaði tímamótunum með því að bjóða upp á ókeypis fræðsluerindi með Ásdísi Hjálmsdóttur, þreföldum Ólympíufara og leiðbeinanda í hugrænni frammistöðu. Hún fjallaði um ferilinn sinn, hvernig við getum sett okkur markmið og hvernig er best að ná þeim. Erindið náði svo sannarlega til alls þess breiða hóps sem kom og heiðraði Fræðslunetið með nærveru sinni og höfðaði skemmtilega til starfs Fræðslunetsins í gegnum tíðina sem er einmitt að hjálpa fólki til að ná markmiðum sínum. Að erindi loknu var boðið uppá afmæliskaffi og nutu gamlir félagar og námsmenn þess að hittast og spjalla saman. Fræðslunetinu voru einnig færðir fallegir blómvendir í tilefni tímamótanna. Sunnlendingar geta verið stoltir af framlagi Fræðslunetsins til mannauðsmála og menntunar í 25 ár. Höfundur er verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, símenntunar á Suðurlandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Margir halda að þeir sem ekki hafa lokið grunn- eða framhaldsskóla eigi engan séns á að mennta sig í framtíðinni. Það er mikill misskilningur. Það eiga allir möguleika og það eru til margar leiðir. Ein leiðin er í gegnum símenntunarmiðstöðvar. Í árslok 2002 var Fræðslumiðstöð atvinnulífsins stofnuð og hefur tilvera hennar skotið föstum rótum undir starf símenntunarmiðstöðva, með því m.a. að semja og fjármagna námsskrár sem eru formlega vottaðar og veita fólki námseiningar og einnig starfsréttindi á nokkrum sviðum. Fræðslunetið símenntun á Suðurlandi var stofnað árið 1999. Það hefur undanfarin 25 ár gefið fjölmörgum Sunnlendingum séns á að láta drauma sína rætast. Hvernig má það vera? Jú, með margvíslegu námsframboði, raunfærnimati og ráðgjöf. Margir hafa komið hikandi í viðtal við náms- og starfsráðgjafa og dregið eigin getu í efa, m.a. vegna slæmra minninga um skólagöngu sína. Eftir faglega ráðgjöf og hvatningu hefur viðkomandi skráð sig í nám og komið sjálfum sér á óvart. Um leið og fólk hefur sett sér markmið í námi er oftast hægt að finna leiðir til að ná þeim. Sumir fara í nám hjá Fræðslunetinu og halda síðan áfram í námi annarsstaðar. Aðrir ljúka sínu námi hjá Fræðslunetinu, fá sín starfsréttindi og öðlast í kjölfarið meiri starfsánægju og hærri laun. Fræðslunetið býður ekki aðeins uppá formlegt nám. Það sér um nám fyrir fullorðið fatlað fólk, annast námskeið fyrir fólk í endurhæfingu og sér um íslenskukennslu fyrir útlendinga. Einnig þjónustar Fræðslunetið fyrirtæki á Suðurlandi með ráðgjöf og námskeiðshaldi. Á hverju ári koma um 1.500 manns í nám af einhverju tagi hjá Fræðslunetinu og eru íbúar af erlendum uppruna stór hluti þessa hóps. Kennarar og leiðbeinendur sem koma nú að kennslunni á afmælisárinu eru yfir 60 en hafa verið allt að 100 á ári. Fræðslunetið fagnaði tímamótunum með því að bjóða upp á ókeypis fræðsluerindi með Ásdísi Hjálmsdóttur, þreföldum Ólympíufara og leiðbeinanda í hugrænni frammistöðu. Hún fjallaði um ferilinn sinn, hvernig við getum sett okkur markmið og hvernig er best að ná þeim. Erindið náði svo sannarlega til alls þess breiða hóps sem kom og heiðraði Fræðslunetið með nærveru sinni og höfðaði skemmtilega til starfs Fræðslunetsins í gegnum tíðina sem er einmitt að hjálpa fólki til að ná markmiðum sínum. Að erindi loknu var boðið uppá afmæliskaffi og nutu gamlir félagar og námsmenn þess að hittast og spjalla saman. Fræðslunetinu voru einnig færðir fallegir blómvendir í tilefni tímamótanna. Sunnlendingar geta verið stoltir af framlagi Fræðslunetsins til mannauðsmála og menntunar í 25 ár. Höfundur er verkefnastjóri hjá Fræðslunetinu, símenntunar á Suðurlandi.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun