Eru kennaralausir skólar framtíðin? Elsa Nore skrifar 10. nóvember 2024 18:01 Ábyrgð mín sem kennari er mikill. Ég veit það. Og foreldrar vita það. Ekki bara þegar kemur að öryggi og vellíðan barnanna í skólanum. Heldur líka þegar kemur að þroska þeirra og framtíð. Ég er stanslaust að spá í hvað ég get gert hverju sinni til að hvert barn á deildinni hjá mér fái sem mest út úr leikskólagöngu sinni. Ég þarf að aðstoða börn með miklar tilfinningar til að ná stjórn á þeim svo þær hamli ekki lífi barnsins. Ég ber ábyrgð á að kenna þeim uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna og setja sín eigin mörk og að virða mörk annara. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna sína styrkleika og hvernig það getur nýtt þessa styrkleika í lífinu. Ég vil vera viss um að þegar börnin fara yfir á næsta skólastig og víðar út í lífið, að það hafi öðlast lífsgleði og verkfæri til að takast á við allt sem lífið á eftir að bjóða upp á. Til þess þarf ég að lesa í aðstæður hverju sinni út frá hverjum einstaklingi fyrir sig. Hvað þarf ég að gera og segja til að hvert barn læri og þroskist sem mest? Hvaða nesti get ég gefið barninu sem nýtist út ævina? Þetta er þekking og færni sem kemur ekki af sjálfu sér. Þú mætir ekki til starfa í leikskóla og kannt þetta allt á fyrsta degi. Margt fólk sem hefur störf í leikskóla vill gera vel en kann ekki á starfið. Þá er það hlutverk fagfólks að þjálfa og kenna hvernig á að takast á við allt sem gerist í leikskólanum. Sá tími sem fer í þjálfun er tími sem er ekki fullnýttur í börnin. Þegar starfsfólk stoppar stutt og nýtt kemur í staðinn þarf að byrja þjálfunarferlið upp á nýtt. Mikil starfsmannavelta hefur auðvitað slæm áhrif á líðan og heilsu barnanna. En það hefur líka slæm áhrif á kennara sem upplifa að þeir geti ekki sinnt starfi sínu með börnunum vegna aukins álags. Það er kannski ekki skrítið að margir kennarar fari í langtímaveikindi vegna álagstengds heilsubrests (kulnunar). Ekki bætir það starfsánægjuna að fá kaldar kveðjur frá stjórnmálamönnum og öðrum um að kennarar virðast ekki nenna að vinna með börnunum, þegar við erum flest að sinna vinnutengdum verkefnum í frítíma okkar, eða að kennaralaunin séu alls ekki svo lág þegar flest okkar treysta á aukavinnu eða maka til að geta borgað alla reikninga, eða að það sé ábyrgðarleysi gagnvart börnunum að fara í verkfall þegar verkfallið er einmitt vegna þess að við berum hag barnanna fyrir brjósti. Ég hef kynnst mikið af fólki sem hefði orðið frábærir kennarar. En flest þeirra, þó svo þeim hafi fundist starfið gefandi og skemmtilegt, hafa leitað annað. Það er einfaldlega ekki góð fjárfesting fyrir einstakling að fara í kennaranám. Það er gefandi en krefjandi að vinna með börnum. En það getur verið fátæktragildra ef þú hefur ekki bakland eða orku í aukastarf. Það er mín einlæga von að deilan leysist sem fyrst og að niðurstaðan verði að kennarastarfið verði eftirsóknarvert. Ef fleiri sækjast í námið verður hlutfall fagfólks hærra, sem minnkar líkur á starfsmannaveltu og kulnun og eykur stöðugleika og gæði náms barnanna okkar. Launin þurfa að vera samkeppnishæf, svo við missum ekki fleiri kennara til annara starfa. Svo er það kannski tímabært að láta lögmálið um ”framboð og eftirspurn” einnig ná til sérfræðinga í kennslufræði. Eftirspurnin er gríðarleg en framboðið lítið sem ekkert, sem á flestum öðrum mörkuðum mundi hækka verðið. Mér þykir ósköp vænt um hvert og eitt barn á deildinni hjá mér. Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að þau eigi farsælt og gott líf og verði virkir einstaklingar í fjölbreyttu samfélagi og sem láta sig réttlæti og velferð annarra varða. Mig langar virkilega að halda áfram, en stundum velti ég alveg fyrir mér hvort ég hafi efni á þessu mikið lengur, fjárhagslega og andlega. Höfundur er 46 ára leikskólakennari sem hefur farið tvisvar í gegnum kulnun. Sjá einnig Mýtan um launin Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ábyrgð mín sem kennari er mikill. Ég veit það. Og foreldrar vita það. Ekki bara þegar kemur að öryggi og vellíðan barnanna í skólanum. Heldur líka þegar kemur að þroska þeirra og framtíð. Ég er stanslaust að spá í hvað ég get gert hverju sinni til að hvert barn á deildinni hjá mér fái sem mest út úr leikskólagöngu sinni. Ég þarf að aðstoða börn með miklar tilfinningar til að ná stjórn á þeim svo þær hamli ekki lífi barnsins. Ég ber ábyrgð á að kenna þeim uppbyggileg og lausnamiðuð samskipti. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna og setja sín eigin mörk og að virða mörk annara. Ég ber ábyrgð á að hjálpa hverju barni að finna sína styrkleika og hvernig það getur nýtt þessa styrkleika í lífinu. Ég vil vera viss um að þegar börnin fara yfir á næsta skólastig og víðar út í lífið, að það hafi öðlast lífsgleði og verkfæri til að takast á við allt sem lífið á eftir að bjóða upp á. Til þess þarf ég að lesa í aðstæður hverju sinni út frá hverjum einstaklingi fyrir sig. Hvað þarf ég að gera og segja til að hvert barn læri og þroskist sem mest? Hvaða nesti get ég gefið barninu sem nýtist út ævina? Þetta er þekking og færni sem kemur ekki af sjálfu sér. Þú mætir ekki til starfa í leikskóla og kannt þetta allt á fyrsta degi. Margt fólk sem hefur störf í leikskóla vill gera vel en kann ekki á starfið. Þá er það hlutverk fagfólks að þjálfa og kenna hvernig á að takast á við allt sem gerist í leikskólanum. Sá tími sem fer í þjálfun er tími sem er ekki fullnýttur í börnin. Þegar starfsfólk stoppar stutt og nýtt kemur í staðinn þarf að byrja þjálfunarferlið upp á nýtt. Mikil starfsmannavelta hefur auðvitað slæm áhrif á líðan og heilsu barnanna. En það hefur líka slæm áhrif á kennara sem upplifa að þeir geti ekki sinnt starfi sínu með börnunum vegna aukins álags. Það er kannski ekki skrítið að margir kennarar fari í langtímaveikindi vegna álagstengds heilsubrests (kulnunar). Ekki bætir það starfsánægjuna að fá kaldar kveðjur frá stjórnmálamönnum og öðrum um að kennarar virðast ekki nenna að vinna með börnunum, þegar við erum flest að sinna vinnutengdum verkefnum í frítíma okkar, eða að kennaralaunin séu alls ekki svo lág þegar flest okkar treysta á aukavinnu eða maka til að geta borgað alla reikninga, eða að það sé ábyrgðarleysi gagnvart börnunum að fara í verkfall þegar verkfallið er einmitt vegna þess að við berum hag barnanna fyrir brjósti. Ég hef kynnst mikið af fólki sem hefði orðið frábærir kennarar. En flest þeirra, þó svo þeim hafi fundist starfið gefandi og skemmtilegt, hafa leitað annað. Það er einfaldlega ekki góð fjárfesting fyrir einstakling að fara í kennaranám. Það er gefandi en krefjandi að vinna með börnum. En það getur verið fátæktragildra ef þú hefur ekki bakland eða orku í aukastarf. Það er mín einlæga von að deilan leysist sem fyrst og að niðurstaðan verði að kennarastarfið verði eftirsóknarvert. Ef fleiri sækjast í námið verður hlutfall fagfólks hærra, sem minnkar líkur á starfsmannaveltu og kulnun og eykur stöðugleika og gæði náms barnanna okkar. Launin þurfa að vera samkeppnishæf, svo við missum ekki fleiri kennara til annara starfa. Svo er það kannski tímabært að láta lögmálið um ”framboð og eftirspurn” einnig ná til sérfræðinga í kennslufræði. Eftirspurnin er gríðarleg en framboðið lítið sem ekkert, sem á flestum öðrum mörkuðum mundi hækka verðið. Mér þykir ósköp vænt um hvert og eitt barn á deildinni hjá mér. Ég vil gera allt sem í mínu valdi stendur til að þau eigi farsælt og gott líf og verði virkir einstaklingar í fjölbreyttu samfélagi og sem láta sig réttlæti og velferð annarra varða. Mig langar virkilega að halda áfram, en stundum velti ég alveg fyrir mér hvort ég hafi efni á þessu mikið lengur, fjárhagslega og andlega. Höfundur er 46 ára leikskólakennari sem hefur farið tvisvar í gegnum kulnun. Sjá einnig Mýtan um launin
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun