„Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 9. nóvember 2024 14:21 Jessica Henson frá Bandaríkjunum bjóst ekki við sigri Trump. Vísir/Einar Demókratar eru þegar farnir að undirbúa næstu lotu þingkosninga í Bandaríkjunum, eftir tvö ár, en útlit er fyrir að Repúblikanar verði í meirihluta í báðum þingdeildum þangað til. Repúblikanar hafa þegar tryggt sér minnst 52 af hundrað sætum í öldungadeildinni, en niðurstöður eru ekki enn ljósar í Nevada, Arizona og Pennsylvaníu, og mjótt á munum í öllum þremur ríkjum. Í fulltrúadeildinni er enn óljóst með 25 sæti, en Repúblikanar þurfa að tryggja sér sjö þeirra til að ná minnsta mögulega meirihluta, og eru í ágætis stöðu til þess. Mesta fagnaðarefni Repúblikana hlýtur þó að vera sigur Donalds Trump á demókratanum Kamölu Harris í forsetakosningunum. Hann snýr aftur í Hvíta húsið í janúar næstkomandi, en því fagna ekki allir. „Ég skil eiginlega ekki hvað gerðist. Var búist við þessum stóra sigri Trumps og Repúblikana? Ég bjóst alls ekki við þessu. Fjöldinn allur af ungu fólki hafði lagt sig fram og mikil stemmning var meðal kvenna fyrir því að taka stjórnina. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast,“ segir Jessica Henson, bandarískur ferðamaður. Með meirihluta í báðum þingdeildum sé útlit fyrir að Trump myndi geta komið sínum helstu stefnumálum til leiðar, án mikils aðhalds frá þingheimi vestra. Það er Jessicu áhyggjuefni. „Ég tel að fólk muni verða vart við þetta, t.d. í Texas þar sem réttindi mín eru veru lakari núna en þegar ég var 16 ára gömul. Það er fáránlegt,“ segir Jessica. Þar vísar Jessica sérstaklega til réttarins til þungunarrofs. Henni hrís hugur við að snúa aftur heim til Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvernig ég get stigið upp í flugvél á sunnudaginn til að takast á við veruleikann þar,“ segir Jessica. Bandarísk-íslensk kona sem hefur búið hér á landi frá aldamótum segir að þrátt fyrir að Repúblikanar yrðu í meirihluta í báðum þingdeildum, verði Trump veitt aðhald. Hún er skráð í demókrataflokkinn, sem sé þegar farinn að undirbúa næstu lotu þingkosninga, 2026. „Og ég er strax að fá pósta varðandi aðhaldsaðgerðir og hlutina sem við þurfum að setja fjármagn í. Við erum með fjölmiðla og annað, þetta er bara spurning um hversu langt hann komst,“ segir Nicole Leigh Mosty. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira
Repúblikanar hafa þegar tryggt sér minnst 52 af hundrað sætum í öldungadeildinni, en niðurstöður eru ekki enn ljósar í Nevada, Arizona og Pennsylvaníu, og mjótt á munum í öllum þremur ríkjum. Í fulltrúadeildinni er enn óljóst með 25 sæti, en Repúblikanar þurfa að tryggja sér sjö þeirra til að ná minnsta mögulega meirihluta, og eru í ágætis stöðu til þess. Mesta fagnaðarefni Repúblikana hlýtur þó að vera sigur Donalds Trump á demókratanum Kamölu Harris í forsetakosningunum. Hann snýr aftur í Hvíta húsið í janúar næstkomandi, en því fagna ekki allir. „Ég skil eiginlega ekki hvað gerðist. Var búist við þessum stóra sigri Trumps og Repúblikana? Ég bjóst alls ekki við þessu. Fjöldinn allur af ungu fólki hafði lagt sig fram og mikil stemmning var meðal kvenna fyrir því að taka stjórnina. Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast,“ segir Jessica Henson, bandarískur ferðamaður. Með meirihluta í báðum þingdeildum sé útlit fyrir að Trump myndi geta komið sínum helstu stefnumálum til leiðar, án mikils aðhalds frá þingheimi vestra. Það er Jessicu áhyggjuefni. „Ég tel að fólk muni verða vart við þetta, t.d. í Texas þar sem réttindi mín eru veru lakari núna en þegar ég var 16 ára gömul. Það er fáránlegt,“ segir Jessica. Þar vísar Jessica sérstaklega til réttarins til þungunarrofs. Henni hrís hugur við að snúa aftur heim til Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvernig ég get stigið upp í flugvél á sunnudaginn til að takast á við veruleikann þar,“ segir Jessica. Bandarísk-íslensk kona sem hefur búið hér á landi frá aldamótum segir að þrátt fyrir að Repúblikanar yrðu í meirihluta í báðum þingdeildum, verði Trump veitt aðhald. Hún er skráð í demókrataflokkinn, sem sé þegar farinn að undirbúa næstu lotu þingkosninga, 2026. „Og ég er strax að fá pósta varðandi aðhaldsaðgerðir og hlutina sem við þurfum að setja fjármagn í. Við erum með fjölmiðla og annað, þetta er bara spurning um hversu langt hann komst,“ segir Nicole Leigh Mosty.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Sjá meira