Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2024 07:01 „Bíddu, geta pólitíkusar bara sagt eitthvað til að verða kosnir og þurfa svo ekkert að standa við það?“ Þessi spurning fyrrum nemanda míns hefur verið mér ansi hugleikin undanfarna daga. Við vorum að vinna með stjórnmálakaflann í kennslubókinni og viðkomandi var ásamt samnemendum að skoða stefnuskrár flokka, nýlegar og eldri, og velta fyrir sér hvað hefði verið efnt. Þetta var á haustönn 2017, í kjölfar stjórnarslita, rúmu ári eftir að skrifað var undir samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda. Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðnum. Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma. Meðal þeirra sem skrifuðu undir téð samkomulag voru þáverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, og þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Núna 8 árum síðar hafa þeir haft sætaskipti (og reyndar mátað nokkra stóla í millitíðinni), Bjarni setið í ríkisstjórn allan þennan tíma og Sigurður Ingi nánast allan tímann ef frá er talin skammlíf ríkisstjórn Bjarna árið 2017. Að auki hafa þeirra flokkar skipst á að vera með ráðuneyti menntamála frá árinu 2013. Ekkert bólar þó á efndum stjórnvalda á samkomulaginu eða leiðréttum launamun sem átti að bæta opinberum starfsmönnum upp þessa skerðingu lífeyrisréttinda sem skrifað var undir. Það var því fremur súrt að hlusta á forsætisráðherra í kvöldfréttunum „óska eftir því að það sé sýndur skilningur á því að við getum ekki gengið á bak orða okkar gagnvart öðrum sem við höfum þegar samið við, við getum ekki farið í kjarasamninga sem að setja í uppnám þegar gerða samninga.“ Það er sem sagt ekki í lagi að ganga á bak orða sinna nema þegar það hentar. Opinberir starfsmenn tóku strax á sig skerðinguna en biðin eftir leiðréttingu á launamun hefur nú kostað yfirstandandi og yfirvofandi verkföll kennara af öllum skólastigum innan Kennarasambands Íslands (KÍ). Stútfullt Háskólabíó síðasta miðvikudag sýndi skýrt þá sögulegu samstöðu sem ríkir innan KÍ, kennarar fjölmenntu til að sýna stuðning við forystufólk félagsins og hvert annað. Krafan var og er skýr: Stjórnvöld standi við gefin loforð! Á fremsta bekk voru frátekin sæti fyrir valdhafa landsins, það kemur kannski ekki á óvart að flest voru þau tóm meðan á fundinum stóð. Einn ráðherra sá sér fært að mæta, mennta- og barnamálaráðherra, og vonandi fór hann með sterk skilaboð af fundinum (þó kvöldfréttirnar gefi annað til kynna). Þessa dagana keppist stjórnmálafólk við að fara um landið og segja alls konar eitthvað til að fá fólk til að kjósa sig. Það færi þó betur á því að sýna viljann í verki og standa við gömul loforð áður en farið er að dæla út nýjum. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
„Bíddu, geta pólitíkusar bara sagt eitthvað til að verða kosnir og þurfa svo ekkert að standa við það?“ Þessi spurning fyrrum nemanda míns hefur verið mér ansi hugleikin undanfarna daga. Við vorum að vinna með stjórnmálakaflann í kennslubókinni og viðkomandi var ásamt samnemendum að skoða stefnuskrár flokka, nýlegar og eldri, og velta fyrir sér hvað hefði verið efnt. Þetta var á haustönn 2017, í kjölfar stjórnarslita, rúmu ári eftir að skrifað var undir samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda. Í samkomulaginu er kveðið á um að unnið verði að því að jafna laun á opinbera og almenna markaðnum. Á grundvelli kjarasamninga skuldbinda ríki og sveitarfélög sig til að leggja fram fjármuni svo sett markmið náist innan tilskilins tíma. Meðal þeirra sem skrifuðu undir téð samkomulag voru þáverandi forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, og þáverandi fjármálaráðherra, Bjarni Benediktsson. Núna 8 árum síðar hafa þeir haft sætaskipti (og reyndar mátað nokkra stóla í millitíðinni), Bjarni setið í ríkisstjórn allan þennan tíma og Sigurður Ingi nánast allan tímann ef frá er talin skammlíf ríkisstjórn Bjarna árið 2017. Að auki hafa þeirra flokkar skipst á að vera með ráðuneyti menntamála frá árinu 2013. Ekkert bólar þó á efndum stjórnvalda á samkomulaginu eða leiðréttum launamun sem átti að bæta opinberum starfsmönnum upp þessa skerðingu lífeyrisréttinda sem skrifað var undir. Það var því fremur súrt að hlusta á forsætisráðherra í kvöldfréttunum „óska eftir því að það sé sýndur skilningur á því að við getum ekki gengið á bak orða okkar gagnvart öðrum sem við höfum þegar samið við, við getum ekki farið í kjarasamninga sem að setja í uppnám þegar gerða samninga.“ Það er sem sagt ekki í lagi að ganga á bak orða sinna nema þegar það hentar. Opinberir starfsmenn tóku strax á sig skerðinguna en biðin eftir leiðréttingu á launamun hefur nú kostað yfirstandandi og yfirvofandi verkföll kennara af öllum skólastigum innan Kennarasambands Íslands (KÍ). Stútfullt Háskólabíó síðasta miðvikudag sýndi skýrt þá sögulegu samstöðu sem ríkir innan KÍ, kennarar fjölmenntu til að sýna stuðning við forystufólk félagsins og hvert annað. Krafan var og er skýr: Stjórnvöld standi við gefin loforð! Á fremsta bekk voru frátekin sæti fyrir valdhafa landsins, það kemur kannski ekki á óvart að flest voru þau tóm meðan á fundinum stóð. Einn ráðherra sá sér fært að mæta, mennta- og barnamálaráðherra, og vonandi fór hann með sterk skilaboð af fundinum (þó kvöldfréttirnar gefi annað til kynna). Þessa dagana keppist stjórnmálafólk við að fara um landið og segja alls konar eitthvað til að fá fólk til að kjósa sig. Það færi þó betur á því að sýna viljann í verki og standa við gömul loforð áður en farið er að dæla út nýjum. Höfundur er kennari.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar