Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar 9. nóvember 2024 08:02 Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og er mikið áhyggjuefni. Mikil gagnrýni hefur verið á þá aðstoð og þjónustu sem er í boði fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Mikið hefur verið lagt í úrræði sem þeim stendur til boða en því miður virðast þau ekki duga, enda vandamálin flókin og börn og unglingar þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það ástand sem blasir við okkur í dag. Áföll og erfið reynsla í æsku Börn á Íslandi, eins og annars staðar í heiminum, upplifa alls kyns ofbeldi, vanrækslu og aðra erfiða reynslu eins og skilnað foreldra, fólksflutninga, einelti, fordóma, útilokun og svo framvegis. Rannsóknir sýna fram á að áföll og erfið reynsla í æsku (svokölluð ACE-rannsókn - Adverse Childhood Experiences) geti haft margvísleg neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu á fullorðinsárum. Rannsóknir sýna einnig að slík reynsla eykur líkur á áhættu- og ofbeldishegðun á unglingsárunum. Á Íslandi sinnir Barnahús málefnum barna ef grunur er um ofbeldi. Hins vegar eru fjölmörg börn og unglingar á Íslandi sem hafa upplifað erfiða reynslu sem fara undir radarinn og eiga það til að týnast. Aðrir þættir Fyrir utan erfiða reynslu í æsku eru fjölmargir þættir sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Sum börn og unglingar sem glíma við námsörðugleika, málþroskaröskun, einhverfurófsröskun og svo framvegis bíða mjög lengi eftir því að fara í greiningu og fá þá sérhæfðu þjónustu sem þau þurfa á að halda. Þessi börn og fjölskyldur þeirra mæta mörgum hindrunum í félags- og skólakerfinu. Slæmur árangur í skóla getur haft áhrif á sjálfsmynd barna og traust á eigin getu til að ná árangri í framtíðinni. Auka þjónustu í þágu barna og ungmenna Ef við ráðumst að rót vandans getum við komið í veg fyrir þróun áhættu- og ofbeldishegðunar barna og unglinga með því að bjóða börnum nauðsynlega þjónustu snemma á lífsleiðinni. Það er ekki í lagi að einn sálfræðingur hjá sveitarfélagi skipti tíma sínum á milli fjögurra skóla og að sálfræðiþjónusta sé of dýr fyrir flestar fjölskyldur. Það er ekki sanngjarnt að börn og unglingar með geð- og þroskavanda þurfi að bíða í marga mánuði eftir að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna. Það er ekki í lagi að barn þurfi að bíða í tvö ár eftir því að fara til talmeinafræðings. Það er ekki eðlilegt að foreldrar sem eiga börn með hegðunarvanda fái ekki stuðning frá atferlisfræðingum eða uppeldisfræðingum áður en vandamálin verða of flókin. Börn og fjölskyldur ættu ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Þessi þjónusta á að vera öllum börnum til boða snemma á lífsleiðinni. Sameinumst um að laga þessi mál. Hinn raunverulegi kostnaður Ef við viljum koma í veg fyrir ofbeldi í samfélagi okkar og stuðla að lýðheilsu allra þurfum við að fjárfesta í geðheilsu barna. Áföll og erfið reynsla í æsku geta valdið gífurlegum kostnaði í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu í formi þjónustu við þessa einstaklinga síðar á fullorðinsárunum. Rannsóknir sýna fram að slík reynsla eykur líkur á líkamlegum sjúkdómum á fullorðinsaldri ekki síður en geðrænum. Ef við þurfum að líta á vandann út frá peningalegu sjónarmiði er staðreyndin einfaldlega þessi, að fjárfesting í börnum gefur bestu ávöxtunina til lengri tíma litið. Höfundur er doktor í sálfræði, skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Vinstri græn Börn og uppeldi Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi meðal barna og ungmenna hefur farið vaxandi í íslensku samfélagi og er mikið áhyggjuefni. Mikil gagnrýni hefur verið á þá aðstoð og þjónustu sem er í boði fyrir börn og unglinga með fjölþættan vanda og fjölskyldur þeirra. Mikið hefur verið lagt í úrræði sem þeim stendur til boða en því miður virðast þau ekki duga, enda vandamálin flókin og börn og unglingar þurfa á sérhæfðri þjónustu að halda. Margir hafa velt því fyrir sér hvort hægt hefði verið að koma í veg fyrir það ástand sem blasir við okkur í dag. Áföll og erfið reynsla í æsku Börn á Íslandi, eins og annars staðar í heiminum, upplifa alls kyns ofbeldi, vanrækslu og aðra erfiða reynslu eins og skilnað foreldra, fólksflutninga, einelti, fordóma, útilokun og svo framvegis. Rannsóknir sýna fram á að áföll og erfið reynsla í æsku (svokölluð ACE-rannsókn - Adverse Childhood Experiences) geti haft margvísleg neikvæð áhrif á líkamlega og andlega heilsu á fullorðinsárum. Rannsóknir sýna einnig að slík reynsla eykur líkur á áhættu- og ofbeldishegðun á unglingsárunum. Á Íslandi sinnir Barnahús málefnum barna ef grunur er um ofbeldi. Hins vegar eru fjölmörg börn og unglingar á Íslandi sem hafa upplifað erfiða reynslu sem fara undir radarinn og eiga það til að týnast. Aðrir þættir Fyrir utan erfiða reynslu í æsku eru fjölmargir þættir sem geta haft áhrif á líðan og hegðun barna og unglinga. Sum börn og unglingar sem glíma við námsörðugleika, málþroskaröskun, einhverfurófsröskun og svo framvegis bíða mjög lengi eftir því að fara í greiningu og fá þá sérhæfðu þjónustu sem þau þurfa á að halda. Þessi börn og fjölskyldur þeirra mæta mörgum hindrunum í félags- og skólakerfinu. Slæmur árangur í skóla getur haft áhrif á sjálfsmynd barna og traust á eigin getu til að ná árangri í framtíðinni. Auka þjónustu í þágu barna og ungmenna Ef við ráðumst að rót vandans getum við komið í veg fyrir þróun áhættu- og ofbeldishegðunar barna og unglinga með því að bjóða börnum nauðsynlega þjónustu snemma á lífsleiðinni. Það er ekki í lagi að einn sálfræðingur hjá sveitarfélagi skipti tíma sínum á milli fjögurra skóla og að sálfræðiþjónusta sé of dýr fyrir flestar fjölskyldur. Það er ekki sanngjarnt að börn og unglingar með geð- og þroskavanda þurfi að bíða í marga mánuði eftir að komast að hjá Geðheilsumiðstöð barna. Það er ekki í lagi að barn þurfi að bíða í tvö ár eftir því að fara til talmeinafræðings. Það er ekki eðlilegt að foreldrar sem eiga börn með hegðunarvanda fái ekki stuðning frá atferlisfræðingum eða uppeldisfræðingum áður en vandamálin verða of flókin. Börn og fjölskyldur ættu ekki að þurfa að bíða eftir nauðsynlegri þjónustu. Þessi þjónusta á að vera öllum börnum til boða snemma á lífsleiðinni. Sameinumst um að laga þessi mál. Hinn raunverulegi kostnaður Ef við viljum koma í veg fyrir ofbeldi í samfélagi okkar og stuðla að lýðheilsu allra þurfum við að fjárfesta í geðheilsu barna. Áföll og erfið reynsla í æsku geta valdið gífurlegum kostnaði í heilbrigðis-, félags- og menntakerfinu í formi þjónustu við þessa einstaklinga síðar á fullorðinsárunum. Rannsóknir sýna fram að slík reynsla eykur líkur á líkamlegum sjúkdómum á fullorðinsaldri ekki síður en geðrænum. Ef við þurfum að líta á vandann út frá peningalegu sjónarmiði er staðreyndin einfaldlega þessi, að fjárfesting í börnum gefur bestu ávöxtunina til lengri tíma litið. Höfundur er doktor í sálfræði, skipar 3. sæti á lista VG í Suðvesturkjördæmi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun