Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Lovísa Arnardóttir skrifar 7. nóvember 2024 21:03 Bannið myndi ekki ná til þeirra sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Vísir/Getty Stjórnvöld í Ástralíu ætla að kynna lagasetningu sem miðar að því að banna börnum undir 16 ára aldri að nota samfélagsmiðla. Á vef BBC segir að lagasetningin eigi að vera leiðandi fyrir allan heiminn. Haft er eftir forsætisráðherra Ástralíu, Anthony Albanese, að leggja eigi frumvarpið fram á þinginu í næstu viku. Markmið laganna sé að draga úr og koma í veg fyrir þann skaða sem samfélagsmiðlar hafa á börn í Ástralíu. „Þetta er fyrir mömmurnar og pabbana… Þau, eins og ég, hafa miklar áhyggjur af öryggi barna sinna á netinu. Ég vil að ástralskar fjölskyldur viti að stjórnvöld standa með ykkur,“ sagði Albanese um málið. Í frétt BBC segir að bannið myndi ekki ná til þeirra barna sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Þá kemur einnig fram að engar undantekningar verða á aldurstakmarkinu fyrir börn sem hafi þó samþykki foreldra sinna. Þá segja stjórnvöld að það verði á ábyrgð samfélagsmiðlanna sjálfra að sýna að þeir séu að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að börnin hafi aðgang að þeim. Albanese segir að það verði ekki sektir lagðar á notendur og að það verði á ábyrgð Netöryggisnefndar Ástralíu að tryggja innleiðingu laganna. Lögin myndu taka gildi tólf mánuðum eftir að þau verða samþykkt. Í umfjöllun BBC segir að skiptar skoðanir séu á slíku banni. Einhverjir telji skilvirkara að kenna börnum að nota slíka miðla betur. Fyrri tilraunir, Evrópusambandsins til dæmis, til að hindra aðgang að samfélagsmiðlum hafa mistekist eða verið gagnrýndar af fyrirtækjunum sjálfum. Þá séu alltaf spurningar um hvernig eigi að innleiða leiðir sem komi í veg fyrir að börn finni sér leiðir til að komast inn án þess að vera með aldur. Réttindasamtök barna í Ástralíu hafa gagnrýnt bannið og segja að betra væri að stjórnvöld myndu einbeita sér að því að innleiða öryggisstaðla á samfélagsmiðlum. Þá bentu samtökin á að samkvæmt leiðbeiningum Sameinuðu þjóðanna eigi stefnur þjóða sem miði að því að regluvæða netið að miða að því að gefa börnum tækifæri til þess að græða á því að nota það og tryggja öryggi þeirra. Önnur samtök í Ástralíu hafa á sama tíma bent á að börn hafi ekki þroska til að nota samfélagsmiðla fyrr en þau eru í fyrsta lagi 16 ára. Albanese gefur ekki mikið fyrir ábendingar um að fræða börn betur. Það gerir ráð fyrir því að allir séu með sömu völd á netinu. „Ég veit ekki með ykkur en ég fæ reglulega eitthvað í mitt kerfi sem ég vil ekki sjá. Hvað þá einhver 14 ára táningur í viðkvæmri stöðu,“ er haft eftir honum um það á vef BBC. Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Markmið laganna sé að draga úr og koma í veg fyrir þann skaða sem samfélagsmiðlar hafa á börn í Ástralíu. „Þetta er fyrir mömmurnar og pabbana… Þau, eins og ég, hafa miklar áhyggjur af öryggi barna sinna á netinu. Ég vil að ástralskar fjölskyldur viti að stjórnvöld standa með ykkur,“ sagði Albanese um málið. Í frétt BBC segir að bannið myndi ekki ná til þeirra barna sem þegar eru á samfélagsmiðlum. Þá kemur einnig fram að engar undantekningar verða á aldurstakmarkinu fyrir börn sem hafi þó samþykki foreldra sinna. Þá segja stjórnvöld að það verði á ábyrgð samfélagsmiðlanna sjálfra að sýna að þeir séu að gera ráðstafanir til að koma í veg fyrir að börnin hafi aðgang að þeim. Albanese segir að það verði ekki sektir lagðar á notendur og að það verði á ábyrgð Netöryggisnefndar Ástralíu að tryggja innleiðingu laganna. Lögin myndu taka gildi tólf mánuðum eftir að þau verða samþykkt. Í umfjöllun BBC segir að skiptar skoðanir séu á slíku banni. Einhverjir telji skilvirkara að kenna börnum að nota slíka miðla betur. Fyrri tilraunir, Evrópusambandsins til dæmis, til að hindra aðgang að samfélagsmiðlum hafa mistekist eða verið gagnrýndar af fyrirtækjunum sjálfum. Þá séu alltaf spurningar um hvernig eigi að innleiða leiðir sem komi í veg fyrir að börn finni sér leiðir til að komast inn án þess að vera með aldur. Réttindasamtök barna í Ástralíu hafa gagnrýnt bannið og segja að betra væri að stjórnvöld myndu einbeita sér að því að innleiða öryggisstaðla á samfélagsmiðlum. Þá bentu samtökin á að samkvæmt leiðbeiningum Sameinuðu þjóðanna eigi stefnur þjóða sem miði að því að regluvæða netið að miða að því að gefa börnum tækifæri til þess að græða á því að nota það og tryggja öryggi þeirra. Önnur samtök í Ástralíu hafa á sama tíma bent á að börn hafi ekki þroska til að nota samfélagsmiðla fyrr en þau eru í fyrsta lagi 16 ára. Albanese gefur ekki mikið fyrir ábendingar um að fræða börn betur. Það gerir ráð fyrir því að allir séu með sömu völd á netinu. „Ég veit ekki með ykkur en ég fæ reglulega eitthvað í mitt kerfi sem ég vil ekki sjá. Hvað þá einhver 14 ára táningur í viðkvæmri stöðu,“ er haft eftir honum um það á vef BBC.
Samfélagsmiðlar Ástralía Börn og uppeldi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira