Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ólafur Björn Sverrisson skrifar 6. nóvember 2024 22:29 Harris hélt ræðu fyrir framan stuðningsfólk sitt í kvöld. Hún hafði áður hringt í Trump og óskað honum til hamingju. getty Kamala Harris játaði ósigur í forsetakosningum Bandaríkjunum og þakkaði stuðningsfólki sínu í ávarpi í kvöld. Hún hringdi í Donald Trump næsta Bandaríkjaforseta og tjáði honum að hún muni sjá til þess að valdaskiptin verði friðsamleg. Kamala sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt þegar ljóst varð að hún yrði ekki næsti Bandaríkjaforseti, heldur mótframbjóðandi hennar Donald Trump. Síðan þá hefur staða Harris í kosningunum einungis versnað og nú er ljóst að hún mun ekki fá fleiri atkvæði en Trump, nokkuð sem Hillary Clinton tókst þrátt fyrir ósigur árið 2016. Mun aldrei gefa baráttuna upp á bátinn Harris hélt ræðu við Howard háskóla í Washington í kvöld. Þar stappaði hún stálinu í stuðningsmenn sína. „Á sama tíma og ég játa ósigur í þessum kosningum, þá mun ég aldrei játa ósigur í þeirri baráttu sem dreif þetta áfram,“ sagði Harris. „Baráttan fyrir frelsi, fyrir tækifærum, fyrir sanngirni og reisn allra. Baráttan fyrir þeirri hugsjón sem býr í hjarta okkar, hugsjón sem sýnir Bandaríkin í blóma. Það er barátta sem ég mun aldrei gefa upp á bátinn.“ „Baráttan fyrir frelsi verður verður erfiðisvinna. En eins og ég segi alltaf, okkur líkar við erfiðisvinnu. Erfiðisvinna er góð vinna, getur verið góð skemmtileg vinna. Baráttan fyrir landinu okkar er alltaf þess virði,“ sagði Harris einnig. Biður fyrir fólki í valdastöðum Hún beindi orðum sínum sérstaklega að ungu stuðningsfólki og ræddi réttinn til þungunarrofs. „Stundum tekur baráttan tíma, en það þýðir ekki að við munum ekki vinna. Það sem skiptir mestu máli er að gefast ekki upp í því að gera heiminn betri. Þið hafið völd og ekki hlusta á fólk þegar það segir að eitthvað sé ómögulegt því það hefur ekki verið gert hingað til.“ Fleiri stórir leikendur í bandarískum stjórnmálum hafa tjáð sig, til dæmis fyrrverandi samherji Trump og varaforseti Mike Pence á samfélagsmiðlinum X. Hann óskaði Trump til hamingju. The American people have spoken and Karen and I send our sincere congratulations to President-Elect Donald Trump and his family on his election as 47th President of the United States. We also send our congratulations to Vice President-Elect J.D. Vance and his family on his…— Mike Pence (@Mike_Pence) November 6, 2024 „Við munum áfram biðja fyrir þeim sem eru í valdastöðu og ég hvet hvern Bandaríkjamann til þess að fylgja okkur í því að biðja fyrir næsta forseta, varaforseta og kjörnum embættismönnum á hverju sviði. Guð blessi Bandaríkin,“ skrifaði Pence. „Jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála“ Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti óskaði Trump til hamingju með niðurstöðuna sem hann sagði vera vissulega ekki þá sem hann hann hafi óskað sér. „En það að búa við lýðræði snýst um að viðurkenna að okkar sjónarhorn verður ekki alltaf fyrir valinu, og að viðurkenna friðsamleg valdaskipti,“ skrifaði Obama. Here's our statement on the results of the 2024 presidential election: pic.twitter.com/lDkNVQDvMn— Barack Obama (@BarackObama) November 6, 2024 „Í landi sem er jafn stórt og fjölbreytilegt og okkar, munum við ekki alltaf sjá allt sömu augum. En til að framfarir eigi sér stað verðum við að geta boðið fram traust og góðvild - jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála. Þannig höfum við komist svona langt, og þannig munum við halda áfram að byggja land sem er sanngjarnara og réttlátara, með meira jafnrétti og meira frelsi.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Kamala sleppti því að ávarpa stuðningsmenn sína í nótt þegar ljóst varð að hún yrði ekki næsti Bandaríkjaforseti, heldur mótframbjóðandi hennar Donald Trump. Síðan þá hefur staða Harris í kosningunum einungis versnað og nú er ljóst að hún mun ekki fá fleiri atkvæði en Trump, nokkuð sem Hillary Clinton tókst þrátt fyrir ósigur árið 2016. Mun aldrei gefa baráttuna upp á bátinn Harris hélt ræðu við Howard háskóla í Washington í kvöld. Þar stappaði hún stálinu í stuðningsmenn sína. „Á sama tíma og ég játa ósigur í þessum kosningum, þá mun ég aldrei játa ósigur í þeirri baráttu sem dreif þetta áfram,“ sagði Harris. „Baráttan fyrir frelsi, fyrir tækifærum, fyrir sanngirni og reisn allra. Baráttan fyrir þeirri hugsjón sem býr í hjarta okkar, hugsjón sem sýnir Bandaríkin í blóma. Það er barátta sem ég mun aldrei gefa upp á bátinn.“ „Baráttan fyrir frelsi verður verður erfiðisvinna. En eins og ég segi alltaf, okkur líkar við erfiðisvinnu. Erfiðisvinna er góð vinna, getur verið góð skemmtileg vinna. Baráttan fyrir landinu okkar er alltaf þess virði,“ sagði Harris einnig. Biður fyrir fólki í valdastöðum Hún beindi orðum sínum sérstaklega að ungu stuðningsfólki og ræddi réttinn til þungunarrofs. „Stundum tekur baráttan tíma, en það þýðir ekki að við munum ekki vinna. Það sem skiptir mestu máli er að gefast ekki upp í því að gera heiminn betri. Þið hafið völd og ekki hlusta á fólk þegar það segir að eitthvað sé ómögulegt því það hefur ekki verið gert hingað til.“ Fleiri stórir leikendur í bandarískum stjórnmálum hafa tjáð sig, til dæmis fyrrverandi samherji Trump og varaforseti Mike Pence á samfélagsmiðlinum X. Hann óskaði Trump til hamingju. The American people have spoken and Karen and I send our sincere congratulations to President-Elect Donald Trump and his family on his election as 47th President of the United States. We also send our congratulations to Vice President-Elect J.D. Vance and his family on his…— Mike Pence (@Mike_Pence) November 6, 2024 „Við munum áfram biðja fyrir þeim sem eru í valdastöðu og ég hvet hvern Bandaríkjamann til þess að fylgja okkur í því að biðja fyrir næsta forseta, varaforseta og kjörnum embættismönnum á hverju sviði. Guð blessi Bandaríkin,“ skrifaði Pence. „Jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála“ Barack Obama fyrrverandi Bandaríkjaforseti óskaði Trump til hamingju með niðurstöðuna sem hann sagði vera vissulega ekki þá sem hann hann hafi óskað sér. „En það að búa við lýðræði snýst um að viðurkenna að okkar sjónarhorn verður ekki alltaf fyrir valinu, og að viðurkenna friðsamleg valdaskipti,“ skrifaði Obama. Here's our statement on the results of the 2024 presidential election: pic.twitter.com/lDkNVQDvMn— Barack Obama (@BarackObama) November 6, 2024 „Í landi sem er jafn stórt og fjölbreytilegt og okkar, munum við ekki alltaf sjá allt sömu augum. En til að framfarir eigi sér stað verðum við að geta boðið fram traust og góðvild - jafnvel til þeirra sem við erum mjög ósammála. Þannig höfum við komist svona langt, og þannig munum við halda áfram að byggja land sem er sanngjarnara og réttlátara, með meira jafnrétti og meira frelsi.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Kamala Harris Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Fleiri fréttir Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“