Píratar hafa metnaðarfyllstu umhverfis- og loftslagsstefnuna Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2024 14:15 Náttúruvernd er loftslagsvernd er eitt að slagorðum Landverndar – sem ég tek að láni. Heilbrigð náttúra er undirstaða velsældar alls mannkynsins. Án heilbrigðar náttúru er ekkert líf á Jörðinni okkar, hvorki menn né dýr - því heilbrigð vistkerfi eru lungu Jarðarinnar, binda kolefni og framleiða það súrefni sem við öndum að okkur. Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um að draga úr útblæstri og vernda líffræðilega fjölbreytni. Það hefur gengið mjög á líffjölbreytileika heimsins síðastliðin 10.000 ár en þegar ísöld lauk var t.d. lífmassi villtra dýra 99% og maðurinn 1%. Nú eru húsdýr 60%, maðurinn 36% og villt dýr einungis 4%. Líffjölbreytileikinn hefur því hnignað ótrúlega mikið. Vistkerfin binda kolefni í plöntum og jarðvegi – þess vegna er verndun óspilltrar náttúru og auðgun hnignandi náttúru lífsnauðsynleg fyrir nútíðina og framtíðina. Lang mesta losunin á Íslandi er frá hnignuðu landi, þar sem skógur hefur verið hogginn og jarðvegur tapast auk votlendis sem hefur verið þurrkað upp. Mælt hefur verið með því að 30% lands og 30% hafsvæða verði vernduð til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á Íslandi erum við að komast upp í 30 prósentin á landi en vantar verulega upp á verndun hafsvæða. Píratar hafa lagt fram mikilvæg þingmál til náttúruverndar. Þar á meðal er tillaga um að gera vistmorð refsivert, en það er eitt stærsta skref sem myndi vernda stór vistkerfi með einni lagasetningu. Nú þegar hefur þetta verið samþykkt í Evrópuþinginu og öll ESB löndin verða að innleiða lögin innan tveggja ára. Píratar hafa tvisvar lagt fram frumvarp um bann á hvalveiðum því bæði eru dýrin drepin á ómannúðlegan máta, en einnig eru hvalir verkfræðingar hafanna. Þeir fara niður á meira en kílómetra dýpi til að ná sér í fæðu, koma síðan upp á yfirborðið til að anda, og skilja eftir sinn úrgang (saur og þvag) sem inniheldur mikilvæg næringarefni eins og járn og köfnunarefni fyrir jurtasvif. Svif er neðst í fæðukeðjunni í höfunum, og því má segja að því fleirri hvalir, því meira af svifi og því meira af fiskum í sjónum - frá sílum og síld upp í nytjastofnana okkar. Píratar eru miklir náttúruverndarsinnar og vilja takast á við loftslagsvandann og hnignun líffjölbreytileika á skilmerkan hátt með markmiðum sem farið er eftir. Stefna Pírata í umhverfis og loftslagsmálum er metnaðarfyllst af stefnu allra flokka í þessum málaflokkum. Þess til marks fengu Píratar hæstu einkun fyrir síðustu kosningar frá mati sem Ungir umhverfissinnar kalla Sólina. Munum einnig að hagsæld er 100% háð náttúrunni – samkvæmt hinni svo kölluðu yfir 600 bls skýrslu hagfræðingis Partha Dasgupta við Cambridgeháskóla. Þannig að náttúruvernd er undirstaða hagsældar. Vinnum því með náttúrunni sem við erum hluti af. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. #kjóstuöðruvísi Höfundur er prófessor emerita, í stjórn Landverndar og Hringrásarseturs, meðlimur í Aldin – samtökum eldri borgara gegn loftslagsvánni, og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Píratar Umhverfismál Mest lesið Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Skoðun Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Náttúruvernd er loftslagsvernd er eitt að slagorðum Landverndar – sem ég tek að láni. Heilbrigð náttúra er undirstaða velsældar alls mannkynsins. Án heilbrigðar náttúru er ekkert líf á Jörðinni okkar, hvorki menn né dýr - því heilbrigð vistkerfi eru lungu Jarðarinnar, binda kolefni og framleiða það súrefni sem við öndum að okkur. Ísland er aðili að alþjóðlegum samningum um að draga úr útblæstri og vernda líffræðilega fjölbreytni. Það hefur gengið mjög á líffjölbreytileika heimsins síðastliðin 10.000 ár en þegar ísöld lauk var t.d. lífmassi villtra dýra 99% og maðurinn 1%. Nú eru húsdýr 60%, maðurinn 36% og villt dýr einungis 4%. Líffjölbreytileikinn hefur því hnignað ótrúlega mikið. Vistkerfin binda kolefni í plöntum og jarðvegi – þess vegna er verndun óspilltrar náttúru og auðgun hnignandi náttúru lífsnauðsynleg fyrir nútíðina og framtíðina. Lang mesta losunin á Íslandi er frá hnignuðu landi, þar sem skógur hefur verið hogginn og jarðvegur tapast auk votlendis sem hefur verið þurrkað upp. Mælt hefur verið með því að 30% lands og 30% hafsvæða verði vernduð til að draga verulega úr losun gróðurhúsalofttegunda. Á Íslandi erum við að komast upp í 30 prósentin á landi en vantar verulega upp á verndun hafsvæða. Píratar hafa lagt fram mikilvæg þingmál til náttúruverndar. Þar á meðal er tillaga um að gera vistmorð refsivert, en það er eitt stærsta skref sem myndi vernda stór vistkerfi með einni lagasetningu. Nú þegar hefur þetta verið samþykkt í Evrópuþinginu og öll ESB löndin verða að innleiða lögin innan tveggja ára. Píratar hafa tvisvar lagt fram frumvarp um bann á hvalveiðum því bæði eru dýrin drepin á ómannúðlegan máta, en einnig eru hvalir verkfræðingar hafanna. Þeir fara niður á meira en kílómetra dýpi til að ná sér í fæðu, koma síðan upp á yfirborðið til að anda, og skilja eftir sinn úrgang (saur og þvag) sem inniheldur mikilvæg næringarefni eins og járn og köfnunarefni fyrir jurtasvif. Svif er neðst í fæðukeðjunni í höfunum, og því má segja að því fleirri hvalir, því meira af svifi og því meira af fiskum í sjónum - frá sílum og síld upp í nytjastofnana okkar. Píratar eru miklir náttúruverndarsinnar og vilja takast á við loftslagsvandann og hnignun líffjölbreytileika á skilmerkan hátt með markmiðum sem farið er eftir. Stefna Pírata í umhverfis og loftslagsmálum er metnaðarfyllst af stefnu allra flokka í þessum málaflokkum. Þess til marks fengu Píratar hæstu einkun fyrir síðustu kosningar frá mati sem Ungir umhverfissinnar kalla Sólina. Munum einnig að hagsæld er 100% háð náttúrunni – samkvæmt hinni svo kölluðu yfir 600 bls skýrslu hagfræðingis Partha Dasgupta við Cambridgeháskóla. Þannig að náttúruvernd er undirstaða hagsældar. Vinnum því með náttúrunni sem við erum hluti af. Kjósum öðruvísi, kjósum Pírata. #kjóstuöðruvísi Höfundur er prófessor emerita, í stjórn Landverndar og Hringrásarseturs, meðlimur í Aldin – samtökum eldri borgara gegn loftslagsvánni, og í framboði fyrir Pírata í Reykjavík norður.
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson Skoðun
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun