Umræða á villigötum Diljá Matthíasardóttir skrifar 6. nóvember 2024 12:30 Það er mikið umhugsunarefni nú í aðdraganda kosninga hvernig umræðan um útflutningsgreinar landsins hefur þróast. Því miður virðist hugmyndaflug frambjóðenda, þegar kemur að þessum mikilvægu greinum, einskorðast við tillögur að nýjum álögum og hækkanir á þeim sköttum og gjöldum sem fyrir eru. Í ljósi þess að skattahækkanir verða ekki í tómarúmi þá hefur skort umræðu um hvaða afleiðingar slíkar hækkanir geta haft í för með sér. Raunar virðast sumir frambjóðendur standa í þeirri trú að auknar álögur á atvinnugreinar hafi nær engar neikvæðar afleiðingar. Í raunheimum er það hins vegar ekki þannig. Það liggur fyrir að hærri skattar og gjöld hafa almennt neikvæð áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni og framtakssemi fyrirtækja. Áhrif þeirra á mögulegar framtíðartekjur ríkissjóðs af þeim atvinnugreinum sem fyrir barðinu á þeim verða eru síðan óvissar, í besta falli. Skattheimta hér á landi er nú þegar með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Þrátt fyrir það erum við á þeim stað að lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi miðað við það sem þekkist annars staðar. Sú lífskjarasókn grundvallaðist alfarið á burðarstólpum íslensks útflutnings. Aukin verðmætasköpun ekki sjálfsögð Ferðaþjónusta og sjávarútvegur sköpuðu samanlagt meira en helming útflutningsverðmæta landsins árið 2023, eða sem nemur um eitt þúsund milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Sú verðmætasköpun er langt í frá sjálfsögð. Gleymum því ekki að Ísland er og verður alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni um komur erlendra ferðamanna sem og við sölu á afurðum íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum. Aukin opinber álagning er ekki til þess fallin að greiða leið þeirra fyrirtækja. Þvert á móti. Hafi fyrirtæki minna svigrúm til áframhaldandi fjárfestinga í framþróun og aukinni verðmætasköpun en ella munu hvorki ferðaþjónusta né sjávarútvegur hafa sama bolmagn til þess að leggja jafn ríkulega til bættra lífskjara og áður. Það væri mjög til bóta ef umræðan snerist um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér að auka veg útflutningsgreinanna til að hægt sé að skapa aukin verðmæti í framtíðinni. Sömuleiðis væri fróðlegt að vita hvaða leiðir frambjóðendur telja færar svo greiða megi leið fyrirtækja til að framleiða meiri verðmæti fyrir minna. Það er óboðlegt að umræðan um grundvallaratvinnugreinar hagkerfisins einskorðist við hækkun skatta og gjalda. Styrkjum stoðir íslenskra útflutningsgreina til frambúðar. Það liggur fyrir að skatttekjur eru ekki ótæmandi uppspretta. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Agnar Már Másson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Sjá meira
Það er mikið umhugsunarefni nú í aðdraganda kosninga hvernig umræðan um útflutningsgreinar landsins hefur þróast. Því miður virðist hugmyndaflug frambjóðenda, þegar kemur að þessum mikilvægu greinum, einskorðast við tillögur að nýjum álögum og hækkanir á þeim sköttum og gjöldum sem fyrir eru. Í ljósi þess að skattahækkanir verða ekki í tómarúmi þá hefur skort umræðu um hvaða afleiðingar slíkar hækkanir geta haft í för með sér. Raunar virðast sumir frambjóðendur standa í þeirri trú að auknar álögur á atvinnugreinar hafi nær engar neikvæðar afleiðingar. Í raunheimum er það hins vegar ekki þannig. Það liggur fyrir að hærri skattar og gjöld hafa almennt neikvæð áhrif á alþjóðlega samkeppnishæfni og framtakssemi fyrirtækja. Áhrif þeirra á mögulegar framtíðartekjur ríkissjóðs af þeim atvinnugreinum sem fyrir barðinu á þeim verða eru síðan óvissar, í besta falli. Skattheimta hér á landi er nú þegar með því hæsta sem þekkist á byggðu bóli. Þrátt fyrir það erum við á þeim stað að lífskjör á Íslandi eru framúrskarandi miðað við það sem þekkist annars staðar. Sú lífskjarasókn grundvallaðist alfarið á burðarstólpum íslensks útflutnings. Aukin verðmætasköpun ekki sjálfsögð Ferðaþjónusta og sjávarútvegur sköpuðu samanlagt meira en helming útflutningsverðmæta landsins árið 2023, eða sem nemur um eitt þúsund milljörðum króna í gjaldeyristekjur. Sú verðmætasköpun er langt í frá sjálfsögð. Gleymum því ekki að Ísland er og verður alltaf í harðri alþjóðlegri samkeppni um komur erlendra ferðamanna sem og við sölu á afurðum íslensks sjávarútvegs á erlendum mörkuðum. Aukin opinber álagning er ekki til þess fallin að greiða leið þeirra fyrirtækja. Þvert á móti. Hafi fyrirtæki minna svigrúm til áframhaldandi fjárfestinga í framþróun og aukinni verðmætasköpun en ella munu hvorki ferðaþjónusta né sjávarútvegur hafa sama bolmagn til þess að leggja jafn ríkulega til bættra lífskjara og áður. Það væri mjög til bóta ef umræðan snerist um hvernig frambjóðendur sjá fyrir sér að auka veg útflutningsgreinanna til að hægt sé að skapa aukin verðmæti í framtíðinni. Sömuleiðis væri fróðlegt að vita hvaða leiðir frambjóðendur telja færar svo greiða megi leið fyrirtækja til að framleiða meiri verðmæti fyrir minna. Það er óboðlegt að umræðan um grundvallaratvinnugreinar hagkerfisins einskorðist við hækkun skatta og gjalda. Styrkjum stoðir íslenskra útflutningsgreina til frambúðar. Það liggur fyrir að skatttekjur eru ekki ótæmandi uppspretta. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun