Löggilding iðngreina stuðlar að auknum gæðum og öryggi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar 6. nóvember 2024 11:30 Á undanförnum árum hafa ýmsir stjórnmálaflokkar sótt hart að réttindum launafólks á fjölmörgum sviðum. Svo virðist sem staða launafólks megi ekki vera sterk eða réttindi góð. Eitt þeirra mála eru starfsréttindi þar sem kröfur eru gerðar til menntunar og færni til að sinna ákveðnum störfum svo sem störf iðnaðarmanna. Til þess að starfa sem húsasmiður þá þarft þú að hafa lokið sveinsprófi sem slíkur, þú þarft að vera rafvirki til að vinna verkefni rafvirkja, matreiðslumaður til að elda matinn á vinnustöðum og stýra rekstri mötuneyta. Þessar kröfur eru ekki tilkomnar að ástæðulausu. Það þarf að tryggja fagmennsku og þekkingu í þessum störfum. Allar þær kröfur sem gerðar eru til starfanna eru tilkomnar ýmist vegna gæða, þjónustu eða öryggismála. Við sem samfélag gerum kröfur til þess að húsin okkar séu vel byggð þannig að ekki stafi hætta af þeim, þannig að síður komi fram gallar á húsnæðinu og að öryggi starfsfólks sé tryggt á meðan á byggingu stendur. Með aukinni þekkingu á verklagi er hægt að tryggja öryggi á vinnustöðum þannig að fólk fari heilt heim úr vinnu á hverjum degi. Þegar slakað er á kröfum eykst hættan á „frávikum“ verulega og getur öryggi og heilsu fólks verið ógnað. Það er þess vegna sem gríðarlega mikilvægt er að vanda til verka, gera ríkar kröfur til fyrirtækja sem taka að sér hin ýmsu verkefni í samfélaginu. Við sem samfélag verðum að gera ríkar kröfur til allra til þess að tryggja öryggi á vinnustöðum. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við dauðsföll á vinnustöðum. Í byggingariðnaði, þar sem flest vinnuslys hafa orðið á undanförnum misserum, þurfum við sérstaklega að taka höndum saman til þess að tryggja öryggi fólks og koma í veg fyrir öll slys. Það er þess vegna sem nauðsynlegt er að standa vörð um löggiltar iðngreinar og þar þurfum við frekar að sækja fram um að bæta lagaumgjörð um þær í stað þess að brjóta þær niður. Ég mun beita mér fyrir bættu starfsumhverfi iðnaðarmanna þar sem réttindi verða varin. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Byggingariðnaður Samfylkingin Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa ýmsir stjórnmálaflokkar sótt hart að réttindum launafólks á fjölmörgum sviðum. Svo virðist sem staða launafólks megi ekki vera sterk eða réttindi góð. Eitt þeirra mála eru starfsréttindi þar sem kröfur eru gerðar til menntunar og færni til að sinna ákveðnum störfum svo sem störf iðnaðarmanna. Til þess að starfa sem húsasmiður þá þarft þú að hafa lokið sveinsprófi sem slíkur, þú þarft að vera rafvirki til að vinna verkefni rafvirkja, matreiðslumaður til að elda matinn á vinnustöðum og stýra rekstri mötuneyta. Þessar kröfur eru ekki tilkomnar að ástæðulausu. Það þarf að tryggja fagmennsku og þekkingu í þessum störfum. Allar þær kröfur sem gerðar eru til starfanna eru tilkomnar ýmist vegna gæða, þjónustu eða öryggismála. Við sem samfélag gerum kröfur til þess að húsin okkar séu vel byggð þannig að ekki stafi hætta af þeim, þannig að síður komi fram gallar á húsnæðinu og að öryggi starfsfólks sé tryggt á meðan á byggingu stendur. Með aukinni þekkingu á verklagi er hægt að tryggja öryggi á vinnustöðum þannig að fólk fari heilt heim úr vinnu á hverjum degi. Þegar slakað er á kröfum eykst hættan á „frávikum“ verulega og getur öryggi og heilsu fólks verið ógnað. Það er þess vegna sem gríðarlega mikilvægt er að vanda til verka, gera ríkar kröfur til fyrirtækja sem taka að sér hin ýmsu verkefni í samfélaginu. Við sem samfélag verðum að gera ríkar kröfur til allra til þess að tryggja öryggi á vinnustöðum. Við getum ekki og eigum ekki að sætta okkur við dauðsföll á vinnustöðum. Í byggingariðnaði, þar sem flest vinnuslys hafa orðið á undanförnum misserum, þurfum við sérstaklega að taka höndum saman til þess að tryggja öryggi fólks og koma í veg fyrir öll slys. Það er þess vegna sem nauðsynlegt er að standa vörð um löggiltar iðngreinar og þar þurfum við frekar að sækja fram um að bæta lagaumgjörð um þær í stað þess að brjóta þær niður. Ég mun beita mér fyrir bættu starfsumhverfi iðnaðarmanna þar sem réttindi verða varin. Höfundur er iðnaðarmaður og frambjóðandi Samfylkingarinnar í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar