Erlent

Bar­áttan um Banda­ríkin: Donald Trump verður for­seti, og hvað svo?

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna á kosningafundi í Norður-Karólínu.
Donald Trump verðandi forseti Bandaríkjanna á kosningafundi í Norður-Karólínu. Vísir/getty

Donald Trump verður næsti forseti Bandaríkjanna eftir kosninganótt sem reyndist alls ekki jafnspennandi og reiknað var með. Við förum yfir stöðuna í Baráttunni um Bandaríkin á Vísi í beinni útsendingu klukkan 11 og spáum í komandi forsetatíð Trumps, sem gæti orðið enn stormasamari en sú síðasta.

Kristín Ólafsdóttir og Samúel Karl Ólason fréttamenn á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni fara með umsjón þáttarins. Við rýnum í niðurstöður kosninganna eins og þær liggja fyrir um klukkan 11 að íslenskum tíma. Bandaríkjamenn kusu sér ekki aðeins forseta heldur einnig um fjölmörg þingsæti - og þar ríkir enn mikil spenna. 

Hvernig tókst Donald Trump að tryggja sér sigur? Hvað klikkaði hjá Kamölu Harris? Hvernig breytist utanríkisstefna Bandaríkjanna með Trump í embætti? Verður Elon Musk innsti koppur í búri? 

Við veltum upp þessum spurningum og mörgum fleirum í Baráttunni um Bandaríkin í beinni útsendingu klukkan 11 á Vísi. Spilari með þættinum mun birtast hér fyrir neðan þegar nær dregur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×