Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar 4. nóvember 2024 16:01 Við þekkjum öll fulla afann og fyndnu frænkuna með skakka brosið sem ber harm sinn í hljóði því hún missti öll börnin sín í gamla daga en það nennir enginn að tala um það meir. Barnið sem missti hundinn sinn og vinkonuna sem á aldrei pening því pabbi hennar var ekki Sjálfstæðismaður og ömmuna sem er alltaf í útlöndum því hún nennir ekki að passa barnabörnin því hún er löngu búin að passa sín eigin börn fyrir lífstíð. Stelpuna sem missti pabba sinn þegar hún var í háskóla og strákinn sem missti mömmu sína þegar hann var bara þriggja en það skiptir ekki máli því hann man ekkert eftir henni hvort eð er eða hvað? Eða börnin sem eiga pabbann sem hvarf því hann borðaði bara eiturlyf og fannst það betra en serjós í morgunmat og hádegismat og lamdi mömmu einu sinni sem var einu sinni of mikið því svoleiðis gleymir maður aldrei. Og stelpuna sem missti bróður sinn en hún var svo lítil og á engar minningar nema bara af mynd af strák sem var einu sinni til en mamma og pabbi hættu að vera skemmtileg og voru bara leiðinleg því sorgin át þau upp til agna. Eða fólkið sem eignaðist svo mörg börn og gat bara ekki hamið sig og átti allt í einu ekki fyrir mjólk heldur bara einn bláan seðil til að flytja á nýjan stað þar sem enginn vissi að þau áttu ekki neitt. Eða konuna sem missti allt hárið en brosti samt og ældi bara þegar hún var ein af allt of stórum lyfjaskammti sem hún varð að taka til að lifa af. Á meðan fóru börnin í bíó með afa og ömmu og borðuðu bara popp og grjónagraut því það kostar minna þegar maður þarf að kaupa krabbameinslyf í matinn. Svo eiga sumir pabba sem átti bara mömmu sem kunni ekki að faðma sem átti kannski mömmu sem kunni það ekki heldur. Og sumir búa bara hjá mömmu og mega bara hitta pabba aðra hvora helgi og stundum á jólum og það verður allt svo... þegar ekkert er lengur eins. Við þekkjum öll svona fólk sem kemur stundum fyrir eins og það sé eitthvað skrýtið með allt of mikið ADHD og læti. Með allt of sterkar skoðanir eða engar. Kemur engu í verk eða allt of miklu. Borðar of mikið eða lítið, drekkur of mikið eða er með allt of mörg tattú og kaupir svo marga hluti sem enginn þarf svo það skammast sín þegar dyrabjallan hringir og hleypir engum inn. Þannig fólk eignast dánarbú sem fer ekki í endurvinnslu heldur bara beint í urðun því eins manns drasl er annars rusl. Við þekkjum öll fólk sem er bara eitthvað skrýtið eða pirrað og á fáa vini eða enga sem hringja oft á dag og bara aldrei. Sem veit allt best því þegar það var lítið var því sagt að það vissi ekki neitt. Spurðirðu einhverntímann hvað hefði komið fyrir? Og hlustaðirðu nógu vel? Spurðu aftur og hlustaðu aðeins betur. Því við þekkjum öll svona fólk og svona fólk á alltaf sögu sem er svo ljót og vond og erfið að eina leiðin til að lifa af er að haga sér eins og fífl. Þannig verða fíflin til - því það kom eitthvað fyrir en það er svo langt síðan að það nennir enginn að tala um það meir. Við þekkjum öll svona fólk. Spyrjum aftur og hlustum betur. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Anna Gunndís Guðmundsdóttir Mest lesið Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Sjá meira
Við þekkjum öll fulla afann og fyndnu frænkuna með skakka brosið sem ber harm sinn í hljóði því hún missti öll börnin sín í gamla daga en það nennir enginn að tala um það meir. Barnið sem missti hundinn sinn og vinkonuna sem á aldrei pening því pabbi hennar var ekki Sjálfstæðismaður og ömmuna sem er alltaf í útlöndum því hún nennir ekki að passa barnabörnin því hún er löngu búin að passa sín eigin börn fyrir lífstíð. Stelpuna sem missti pabba sinn þegar hún var í háskóla og strákinn sem missti mömmu sína þegar hann var bara þriggja en það skiptir ekki máli því hann man ekkert eftir henni hvort eð er eða hvað? Eða börnin sem eiga pabbann sem hvarf því hann borðaði bara eiturlyf og fannst það betra en serjós í morgunmat og hádegismat og lamdi mömmu einu sinni sem var einu sinni of mikið því svoleiðis gleymir maður aldrei. Og stelpuna sem missti bróður sinn en hún var svo lítil og á engar minningar nema bara af mynd af strák sem var einu sinni til en mamma og pabbi hættu að vera skemmtileg og voru bara leiðinleg því sorgin át þau upp til agna. Eða fólkið sem eignaðist svo mörg börn og gat bara ekki hamið sig og átti allt í einu ekki fyrir mjólk heldur bara einn bláan seðil til að flytja á nýjan stað þar sem enginn vissi að þau áttu ekki neitt. Eða konuna sem missti allt hárið en brosti samt og ældi bara þegar hún var ein af allt of stórum lyfjaskammti sem hún varð að taka til að lifa af. Á meðan fóru börnin í bíó með afa og ömmu og borðuðu bara popp og grjónagraut því það kostar minna þegar maður þarf að kaupa krabbameinslyf í matinn. Svo eiga sumir pabba sem átti bara mömmu sem kunni ekki að faðma sem átti kannski mömmu sem kunni það ekki heldur. Og sumir búa bara hjá mömmu og mega bara hitta pabba aðra hvora helgi og stundum á jólum og það verður allt svo... þegar ekkert er lengur eins. Við þekkjum öll svona fólk sem kemur stundum fyrir eins og það sé eitthvað skrýtið með allt of mikið ADHD og læti. Með allt of sterkar skoðanir eða engar. Kemur engu í verk eða allt of miklu. Borðar of mikið eða lítið, drekkur of mikið eða er með allt of mörg tattú og kaupir svo marga hluti sem enginn þarf svo það skammast sín þegar dyrabjallan hringir og hleypir engum inn. Þannig fólk eignast dánarbú sem fer ekki í endurvinnslu heldur bara beint í urðun því eins manns drasl er annars rusl. Við þekkjum öll fólk sem er bara eitthvað skrýtið eða pirrað og á fáa vini eða enga sem hringja oft á dag og bara aldrei. Sem veit allt best því þegar það var lítið var því sagt að það vissi ekki neitt. Spurðirðu einhverntímann hvað hefði komið fyrir? Og hlustaðirðu nógu vel? Spurðu aftur og hlustaðu aðeins betur. Því við þekkjum öll svona fólk og svona fólk á alltaf sögu sem er svo ljót og vond og erfið að eina leiðin til að lifa af er að haga sér eins og fífl. Þannig verða fíflin til - því það kom eitthvað fyrir en það er svo langt síðan að það nennir enginn að tala um það meir. Við þekkjum öll svona fólk. Spyrjum aftur og hlustum betur. Höfundur er leikkona, handritshöfundur og leikstjóri.
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun