Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Tómas Arnar Þorláksson skrifar 4. nóvember 2024 23:01 Unnar Steinn Sigurðsson, leiklistarnemi í New York mætti á kosningafund Donald Trump í Madison Square Garden. Skjáskot/EPA Unnar Steinn Sigurðsson, leiklistarnemi í New York, skellti sér á umtalaðan kosningafund Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna og forsetaframbjóðanda, í Madison Square Garden á dögunum. Unnar segir upplifunina hafa verið óraunverulega. Það vakti til að mynda töluverða úlfúð meðal margra þegar að grínistinn Tony Hinchcliffe tók til máls áður en Trump kom fram og sagði eyjuna Púertó Ríkó vera fljótandi ruslaeyju. Stuðningsmenn Trump fylltu athugasemdakerfið Unnar tekur það sérstaklega fram að hann sé ekki stuðningsmaður Trump og segist hafa farið á kosningafundinn þann 27. október til að upplifa umstangið í kringum hann og til að búa til efni fyrir TikTok-síðuna sína. „Ég hélt að ég myndi fá fullt af gagnrýni fyrir að mæta á þetta en ef þú skoðar athugasemdirnar við myndbandið þá er þetta öfugt. Þetta eru allt íslenskir Trump-stuðningsmenn í þessu athugasemdakerfi. Það eru allir að styðja Trump í athugasemdunum sem kom mér á óvart.“ Furðuleg stemmning í borginni Unnar mætti tímanlega fyrir utan Madison Square Garden og þurfti að bíða í rúmlega tvær klukkustundir áður en hann komst inn. Mikil aðsókn hafi verið á viðburðinn en hann segir mikið öngþveiti hafa verið fyrir utan. Fólk hafi verið æst að fá að sjá Trump. „Stemmningin í borginni var mjög furðuleg. Ólíkt öllu öðru sem ég hef séð hérna það var panikk ástand og lestarnar voru lokaðar. Ég var að sjá fólk sem ég hef aldrei séð áður. Það hefur ekki farið mikið fyrir kosningunum í borginni,“ segir Unnar en New York-ríki er mikið vígi Demókrataflokksins. @unnarsteinn_ Steiktasti dagur ævi minnar🤯 ♬ original sound - Unnar Steinn Þegar Unnar var kominn inn á kosningafundinn segir hann lætin hafa haldið áfram. Hann segist sjaldan hafa upplifað aðra eins einstaklingsdýrkun. „Þau greinilega dýrka þennan mann og elska hann. Þetta var alveg ótrúlegt. Þegar ég sat þarna með sjálfum mér inni í sal hugsaði ég bara: Hvar er ég eiginlega? Þegar ég var kominn inn þá var enn þá meira öngþveiti, allir voru hlaupandi og allir vildu sjá hann. Í stuttu máli var þetta bara mjög óraunverulegt.“ Stjörnufans á viðburðinum og Musk óþægilegur Töluverður stjörnufans var á kosningafundinum en Unnar sá meðal annarra Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York, Elon Musk, eiganda X, DR. Phil sjónvarpspersónu, og Hulk Hogan, fyrrverandi glímukappa, stíga á svið sem hituðu upp fyrir Trump. „Markmiðið var bara að sleikja upp Trump og allir í salnum voru bara óðir. Það mætti þarna fullt af alls konar fólki. Glímukappinn Hulk Hogan mætti og reif upp stemmninguna. Elon er flottur strákur en hann var eitthvað svo óþægilegur. Maður sá svo mikið í gegnum þetta, hann var að reyna vera eitthvað voða bandarískur. Maður fékk léttan kjánahroll en fólkið náttúrulega elskaði hann eins og aðra þarna.“ Bandaríkin Donald Trump Íslendingar erlendis Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira
Það vakti til að mynda töluverða úlfúð meðal margra þegar að grínistinn Tony Hinchcliffe tók til máls áður en Trump kom fram og sagði eyjuna Púertó Ríkó vera fljótandi ruslaeyju. Stuðningsmenn Trump fylltu athugasemdakerfið Unnar tekur það sérstaklega fram að hann sé ekki stuðningsmaður Trump og segist hafa farið á kosningafundinn þann 27. október til að upplifa umstangið í kringum hann og til að búa til efni fyrir TikTok-síðuna sína. „Ég hélt að ég myndi fá fullt af gagnrýni fyrir að mæta á þetta en ef þú skoðar athugasemdirnar við myndbandið þá er þetta öfugt. Þetta eru allt íslenskir Trump-stuðningsmenn í þessu athugasemdakerfi. Það eru allir að styðja Trump í athugasemdunum sem kom mér á óvart.“ Furðuleg stemmning í borginni Unnar mætti tímanlega fyrir utan Madison Square Garden og þurfti að bíða í rúmlega tvær klukkustundir áður en hann komst inn. Mikil aðsókn hafi verið á viðburðinn en hann segir mikið öngþveiti hafa verið fyrir utan. Fólk hafi verið æst að fá að sjá Trump. „Stemmningin í borginni var mjög furðuleg. Ólíkt öllu öðru sem ég hef séð hérna það var panikk ástand og lestarnar voru lokaðar. Ég var að sjá fólk sem ég hef aldrei séð áður. Það hefur ekki farið mikið fyrir kosningunum í borginni,“ segir Unnar en New York-ríki er mikið vígi Demókrataflokksins. @unnarsteinn_ Steiktasti dagur ævi minnar🤯 ♬ original sound - Unnar Steinn Þegar Unnar var kominn inn á kosningafundinn segir hann lætin hafa haldið áfram. Hann segist sjaldan hafa upplifað aðra eins einstaklingsdýrkun. „Þau greinilega dýrka þennan mann og elska hann. Þetta var alveg ótrúlegt. Þegar ég sat þarna með sjálfum mér inni í sal hugsaði ég bara: Hvar er ég eiginlega? Þegar ég var kominn inn þá var enn þá meira öngþveiti, allir voru hlaupandi og allir vildu sjá hann. Í stuttu máli var þetta bara mjög óraunverulegt.“ Stjörnufans á viðburðinum og Musk óþægilegur Töluverður stjörnufans var á kosningafundinum en Unnar sá meðal annarra Rudy Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York, Elon Musk, eiganda X, DR. Phil sjónvarpspersónu, og Hulk Hogan, fyrrverandi glímukappa, stíga á svið sem hituðu upp fyrir Trump. „Markmiðið var bara að sleikja upp Trump og allir í salnum voru bara óðir. Það mætti þarna fullt af alls konar fólki. Glímukappinn Hulk Hogan mætti og reif upp stemmninguna. Elon er flottur strákur en hann var eitthvað svo óþægilegur. Maður sá svo mikið í gegnum þetta, hann var að reyna vera eitthvað voða bandarískur. Maður fékk léttan kjánahroll en fólkið náttúrulega elskaði hann eins og aðra þarna.“
Bandaríkin Donald Trump Íslendingar erlendis Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Lífið Segist aldrei myndu deita Depp Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Fleiri fréttir Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í Skrekk Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Segist aldrei myndu deita Depp Tjáði sig óvænt um sína fyrrverandi Sunneva nefndi son Jóhönnu Tanja Ýr og Ryan fengu að vita kynið á sjöttu viku Meirihluti er haldinn loddaralíðan Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Tapaði miklum peningum í vínbransanum Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Quincy Jones er látinn Dawson's Creek leikari með krabbamein Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Margot Robbie orðin mamma Syndir sex kílómetra með kayak í eftirdragi Mennirnir sem allir eru að tala um: Hverjir eru Costco-gæjarnir og Rizzlerinn? Krakkatían: Vatnsmelónur, fótbolti og grænn froskur Myndaveisla: Snjórinn féll á bjórþyrsta borgara Afmæliskaka hinnar sönnu raunveruleikastjörnu? Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Hlutir sem skapa notalega stemningu á heimilinu Stefnir að því að gera mömmu sína að stjörnu Dó í 33 mínútur og 3 sekúndur Fréttatía vikunnar: Kosningasvik, náttúruhamfarir og sorg Bjarni Ben orðinn tvöfaldur afi Hollywood stjarna til liðs við Laufeyju Þurft að horfa ítrekað á myndbönd Jennifer Lopez Brady í áfalli yfir barneignum Bündchen Sjá meira