Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar 4. nóvember 2024 12:45 Sjáðu barnið þitt. Sjáðu að barnið þitt vill aðeins tengjast þér, hanga í þér. Barnið þitt þarf að þú eyðir með því tíma. Sjáðu að barnið þitt þarf að vita hvar mörkin liggja, þú þarft að segja sögurnar, sögur úr fortíðinni, sögur frá því að þú varst barn. Barnið þitt á ekki að erfa sársaukan þinn. Þú átt að vinna úr þínum eigin sársauka sjálf/ur áður en þú segir frá honum. Komdu úr skjánum og segðu barninu þínu frá hverri einustu frumu og mætti hverrar einustu hugsunar. Taktu við barninu þínu þegar það hefur velst um í samfélaginu og veittu því aðgang að taugakerfinu þínu. Taugakerfi þitt verður að vera stöðugt næstum því alltaf. Sjáðu þegar þú ert ekki stöðug/ur og eignaðu þér það og sýndu barninu þínu að þú sjáir eigin vankanta, sýndu barninu þínu að þú sért fullkomlega ófullkomin. Segðu barninu þínu frá vanmætti þínum og að það sé til guð, alviturt og skapandi alheimsafl. Hjálpaðu barninu þínu í gegnum kerfið og kenndu því að efast jafnt sem að trúa. Kenndu barninu þínu að spyrja réttu spurningana. Ekki gefa því öll svörin, svaraðu spurningum með með annari og leiddu það að sannleikanum. Kenndu barninu þínu að leiðast, kenndu barninu þínu að vinna, kenndu barninu þínu að slaka á. Kenndu barninu þínu að anda og slaka á hverjum vöðva. Sýndu barninu þínu hvar þú ert á daginn, láttu barnið þitt vita að allan daginn hefur það aðgang að þér. Ekki gera daginn þinn að svartholi sem barnið þitt fyllir af djöflum. Vittu að barnið þitt elur sig ekki upp sjálft, þú berð ábyrgð, samfélagið aðeins ef það er hæft til þess og það er þitt að sjá hvort að svo sé eða ekki. Fórnaðu þér fyrir barnið þitt finndu þig í þessu tímabundna hlutverki sem þú tókst að þér. Kenndu barninu þínu að gangast við mistökum og iðrast og vaxa. Komdu úr þessari stöðugu sjálfshyggju og axlaðu ábyrgð, ekki fokka þessu upp. Höfundur starfar sem sem verslunarstjóri Handverkshússins, umboðsmaður og þáttarstjórnandi halaðvarps Þvottahússins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Dan Wiium Mest lesið Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Halldór 17.01.2026 Halldór Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Sjá meira
Sjáðu barnið þitt. Sjáðu að barnið þitt vill aðeins tengjast þér, hanga í þér. Barnið þitt þarf að þú eyðir með því tíma. Sjáðu að barnið þitt þarf að vita hvar mörkin liggja, þú þarft að segja sögurnar, sögur úr fortíðinni, sögur frá því að þú varst barn. Barnið þitt á ekki að erfa sársaukan þinn. Þú átt að vinna úr þínum eigin sársauka sjálf/ur áður en þú segir frá honum. Komdu úr skjánum og segðu barninu þínu frá hverri einustu frumu og mætti hverrar einustu hugsunar. Taktu við barninu þínu þegar það hefur velst um í samfélaginu og veittu því aðgang að taugakerfinu þínu. Taugakerfi þitt verður að vera stöðugt næstum því alltaf. Sjáðu þegar þú ert ekki stöðug/ur og eignaðu þér það og sýndu barninu þínu að þú sjáir eigin vankanta, sýndu barninu þínu að þú sért fullkomlega ófullkomin. Segðu barninu þínu frá vanmætti þínum og að það sé til guð, alviturt og skapandi alheimsafl. Hjálpaðu barninu þínu í gegnum kerfið og kenndu því að efast jafnt sem að trúa. Kenndu barninu þínu að spyrja réttu spurningana. Ekki gefa því öll svörin, svaraðu spurningum með með annari og leiddu það að sannleikanum. Kenndu barninu þínu að leiðast, kenndu barninu þínu að vinna, kenndu barninu þínu að slaka á. Kenndu barninu þínu að anda og slaka á hverjum vöðva. Sýndu barninu þínu hvar þú ert á daginn, láttu barnið þitt vita að allan daginn hefur það aðgang að þér. Ekki gera daginn þinn að svartholi sem barnið þitt fyllir af djöflum. Vittu að barnið þitt elur sig ekki upp sjálft, þú berð ábyrgð, samfélagið aðeins ef það er hæft til þess og það er þitt að sjá hvort að svo sé eða ekki. Fórnaðu þér fyrir barnið þitt finndu þig í þessu tímabundna hlutverki sem þú tókst að þér. Kenndu barninu þínu að gangast við mistökum og iðrast og vaxa. Komdu úr þessari stöðugu sjálfshyggju og axlaðu ábyrgð, ekki fokka þessu upp. Höfundur starfar sem sem verslunarstjóri Handverkshússins, umboðsmaður og þáttarstjórnandi halaðvarps Þvottahússins.
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar