„Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Lovísa Arnardóttir skrifar 4. nóvember 2024 08:40 Guðrún segir nauðsynlegt að setja upp brottfararúrræði fyrir fólk sem á að vísa úr landi eftir að hafa fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd og aðra sem hér eru í ólögmætri dvöl. Vísir/Einar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir ómannúðlegt að vista hælisleitendur sem hafa fengið endanlega synjun um vernd hér á landi í fangelsi. Á þessu ári hafi 40 einstaklingar verið vistaðir í fangelsi í gæsluvarðhaldi á grundvelli útlendingalaga. „Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt,“ segir Guðrún í aðsendri grein á Vísi í dag. Sjá einnig: Mannúðlegri úrræði Þar segir hún jafnframt Ísland eina Schengen-ríkið sem ekki sé með slíkt brottfararúrræði og það geti dregið úr trúverðugleika Íslands innan EES að tryggja hælisleitendum ekki mannúðlegri meðferð en að vista þau í fangelsi á meðan þau bíða þess að fara af landi brott eftir synjun. „Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins,“ segir Guðrún. Mannúð lykilatriði Hún segir mannúð lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf.“ Guðrún bendir einnig á í grein sinni að á þessu ári hafi um 1.500 sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda. Þá hafi 1.165 farið af landi brott og þar af 205 í þvingaðri brottför. Þá séu um 220 sem bíði þess að vera vísað úr landi eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Þá hafi 40 verið vistaðir í gæsluvarðhaldi. „Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt,“ segir Guðrún. Greinin er í heild sinni hér. Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
„Þetta er gert af þeirri einu ástæðu að hér á landi er ekkert brottfararúrræði. Í sumum tilfellum hefur fjölskyldum verið tvístrað, foreldrar settir í gæsluvarðhald og börnin í fóstur áður en að brottför kemur. Þetta er óásættanlegt,“ segir Guðrún í aðsendri grein á Vísi í dag. Sjá einnig: Mannúðlegri úrræði Þar segir hún jafnframt Ísland eina Schengen-ríkið sem ekki sé með slíkt brottfararúrræði og það geti dregið úr trúverðugleika Íslands innan EES að tryggja hælisleitendum ekki mannúðlegri meðferð en að vista þau í fangelsi á meðan þau bíða þess að fara af landi brott eftir synjun. „Samkvæmt Schengen regluverkinu ber okkur ekki aðeins skylda til að veita umsækjendum um alþjóðlega vernd sanngjarna og réttláta málsmeðferð, heldur einnig að framfylgja réttmætum ákvörðunum stjórnvalda. Ef Ísland getur ekki uppfyllt þessa skyldu grefur það undan trúverðugleika okkar innan samstarfsins,“ segir Guðrún. Mannúð lykilatriði Hún segir mannúð lykilatriði þegar hugað er að breytingum í málefnum útlendinga. „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg, heldur hluti af réttlátri og ábyrgri útlendingalöggjöf.“ Guðrún bendir einnig á í grein sinni að á þessu ári hafi um 1.500 sótt um alþjóðlega vernd á Íslandi og Útlendingastofnun synjað sambærilegum fjölda. Þá hafi 1.165 farið af landi brott og þar af 205 í þvingaðri brottför. Þá séu um 220 sem bíði þess að vera vísað úr landi eftir að hafa fengið endanlega synjun um vernd. Þá hafi 40 verið vistaðir í gæsluvarðhaldi. „Það er óásættanlegt og hreinlega andstætt okkar skuldbindingum að einstaklingar sem eru hér í ólögmætri dvöl, en hafa ekki framið annan glæp, séu vistaðir í gæsluvarðhaldi í mesta öryggisfangelsi landsins ásamt föngum sem afplána refsivist. Það er ekki einungis rangt heldur ómannúðlegt,“ segir Guðrún. Greinin er í heild sinni hér.
Hælisleitendur Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Flóttafólk á Íslandi Lögreglumál Fangelsismál Tengdar fréttir Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22 Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Innlent Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Erlent Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Innlent Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið Innlent Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Innlent Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Innlent Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Erlent Fleiri fréttir Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Telja að eitt prósent þjóðarinnar sé haldið barnagirnd Maður dvaldi í Alþingishúsinu yfir nótt Vilja að Reykjavík lögsæki ríkið „Við viljum bara grípa þau fyrr“ Risaskuld, nýr flokkur og áheyrnarprufur hunda Hópslysaáætlun virkjuð á Snæfellsnesi Rúða brotin og flugeld kastað inn Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Sjá meira
Segir lífsgæði að veði ef landamærin eru ekki tryggð Landamærin, skipulögð brotastarfsemi, hælisleitendakerfið og öryggi í Evrópu var meðal þess sem var til umræðu á fundi forsætisráðherra Norðurlandanna í tengslum við Norðurlandaráðsþingið. Forsætisráðherra Íslands segir lífsgæðin sem búið er að byggja upp að veði. 29. október 2024 11:22
Ráðherrar tala út og suður um útlendingamál Dómsmálaráðherra boðar frumvarp í haust um breytingar á útlendingalögum sem meðal annars feli í sér lokað búsetuúrræði fyrir hælisleitendur við komuna til landsins og þá sem hafa fengið synjun um alþjóðlega vernd. Félagsmálaráðherra telur hins vegar enga þörf á þessum breytingum. 19. ágúst 2024 19:21