Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar 5. nóvember 2024 07:01 Nú er kosningabarátta. Það sést best á allskyns greinum og mis skondnum myndböndum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er að reyna að hræða kjósendur til að kjósa sig. Um kunnuglega taktík er að ræða. Tveimur dögum fyrir síðustu kosningar skrifaði formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, til dæmis tvær greinar í fjölmiðla. Önnur birtist í Fréttablaðinu sáluga með fyrirsögninni„Tveir kostir“. Hin birtist í Morgunblaðinu og kallaðist „Stöðugleiki eða óvissuferð“. Báðar áttu það sameiginlegt að þar reyndi Bjarni að telja kjósendum trú um að einungis Sjálfstæðisflokkurinn gæti fært þjóðinni stöðugleika. Framfarir. Festu. Í fyrri greininni skrifaði Bjarni að „tugþúsundir Íslendinga njóta þess að afborganir af lánum hafa lækkað eftir endurfjármögnun. Þetta var hægt vegna þess að vextir eru lágir. Það er ekki tilviljun. [...] Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Fólk fær meira fyrir launin sín, skattarnir hafa lækkað og verðbólgan verið hófleg. [...] Þetta getur allt breyst hratt ef ný ríkisstjórn setur verðbólguna af stað aftur. Reikningurinn fyrir loforðalistana birtist okkur öllum í hærra vöruverði.“ Í síðari greininni skrifaði Bjarni að „íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Skattarnir hafa lækkað, verðbólgan er lág. [...] Fólk fær meira fyrir launin sín. Þetta mun breytast ef ný ríkisstjórn setur verðbólguna af stað aftur. Við borgum fyrir loforðalistana með hærra vöruverði. Tugþúsundir Íslendinga eru nú með lægri afborganir af lánum eftir endurfjármögnun vegna þess að vextir eru lágir. Útgjaldalistinn mun hækka vextina og verðbólguna aftur. Afborganirnar hækka með.“ Óvissuferð Bjarna og félaga Tíu mánuðum eftir að Bjarni skrifaði greinarnar var verðbólga komin upp í nánast tíu prósent. Ríkisstjórnin hans hafði sett verðbólguna af stað og matarkarfan hefur hækkað gríðarlega. Til að stemma stigu við þeirri þróun réðst Seðlabanki Íslands í skarpa vaxtahækkun sem skilaði því að stýrivextir fóru úr því að vera 1,25 prósent þegar kosið var seint í september 2021 í að vera 9,25 prósent innan við tveimur árum síðar. Þeir vel rúmlega sjöfölduðust. Afleiðingin var sú að afborganir tugþúsunda Íslendinga af húsnæðislánum þeirra hefur hækkað mjög, mjög, mjög mikið. Það sem heimilin borga í vexti á ári var 40 milljörðum krónum meira í fyrra en tveimur árum áður. Þetta þurfa heimilin að takast á við á sama tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra, það sem situr eftir í veskinu eftir að skattar og gjöld hafa verið greidd, hafi dregist saman það sem af er ári og að tugir þúsunda heimila eigi nú þegar erfitt með að ná endum saman um mánaðamót. Samt var Bjarni bara að auka útgjöld og reka ríkissjóð í halla, nánar tiltekið í 620 milljarða króna halla frá byrjun árs 2020 og út næsta ár. Samhliða því jukust skuldir ríkissjóðs umtalsvert og það mikið að hann greiðir nú 114 milljarða króna í vexti á ári. Samkvæmt áætlun á ríkið að afla minni tekna en það eyðir í alls níu ár í röð. Þetta var gert til að fjármagna skattalækkanir á breiðu bökin, til þess að hlífa stórfyrirtækjum við að borga sanngjarnt auðlindagjald samhliða því að velferðarkerfin voru fjársvelt. Samanlögð áhrif skattalækkana og -hækkana frá árinu 2018 og út árið 2022 skilaði ríkissjóði rúmlega 54 milljarða króna tekjutapisamkvæmt útreikningum BSRB. Þetta er tekjutap án áhrifa skattalækkana vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, sem voru líka verulegar. Ofan á þetta hafa bæst stórtækar tilfærslur á tugum milljarða króna af fé úr ríkissjóði í húsnæðisstuðning sem eykur eftirspurn og gagnast aðallega efstu tekjuhópum landsins, þeim sem þurfa minnst á honum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn féll á prófinu Sami Bjarni skrifaði fyrir rúmu ári á samfélagsmiðil að hinn „endanlegi mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál á Íslandi eru kjör fólksins í landinu.“ Þegar ofangreint er skoðað má ljóst vera að hinn endanlegi mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál Sjálfstæðisflokksins er falleinkunn. Vaxtakostnaður hefur lagst sem ofurskattur á þá sem skulda, og sérstaklega á barnafjölskyldur. Verðbólgan hefur verið þrálát. Skattalækkanirnar ófjármagnaðar. Skuldastaðan óviðunandi. Hallareksturinn viðvarandi. Það liggur enda fyrir, samkvæmt könnunum, að kjósendur treysta ekki flokknum lengur fyrir efnahagsmálum. Fyrir endurheimt stöðugleikans. Langflestirtreysta nú Samfylkingunni fyrir þeim verkefnum. Þess vegna er Bjarni hættur að skrifa greinar um stöðugleika. Þess í stað er hann farinn að skera út grasker og vara við skattahækkunum annarra. Þess vegna er megininntak kosningabaráttu flokks hans að reyna að hræða kjósendur frá því að kjósa breytingar. Engin skattahækkun á venjulegt vinnandi fólk Það er kominn tími á breytingar. Samfylkingin er með skýrt plan um þær breytingar sem þjóðin kallar eftir og flokkurinn verður óhræddur við að framfylgja því. Við ætlum að endurheimta efnahagslegan stöðugleika með ábyrgri hagstjórn, tiltekt í ríkisrekstrinum og öflun nýrra tekna fyrir ríkissjóð. Nýju tekjurnar koma í gegnum sjálfbæran hagvöxt annars vegar og skattlagningu á breiðustu bökin hins vegar. Með álagningu eðlilegra auðlindagjalda á sjávarútveg, orkuvinnslu, fiskeldi og ferðaþjónustu. Með því að hækka fjármagnstekjuskatt úr 22 í 25 prósent með eðlilegri tilfærslu frítekjumarka svo sú hækkun lendi fyrst og síðast á þeim tíu prósentum sem þéna 70 prósent allra fjármagnstekna í landinu. Með því að loka skattaglufum svo sumir komist ekki lengur hjá því að greiða sinn skerf til samneyslunnar. Og það skal sagt skýrt: Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á venjulegt vinnandi fólk. Með þessum skrefum munu vextir lækka og ofurskatturinn sem núverandi ríkisstjórn lagði á heimilin í landinu verður aflagður. Það er stærsta kjarabót sem venjulegt fólk getur fengið. Með þessum skrefum verða velferðarkerfin líka endurreist. Með þeim verður hægt að ráðast í stórátak í atvinnu- og samgöngumálum. Með þessu verður hægt að ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum til skemmri tíma og taka ábyrgð á því að þau þróist með réttum hætti til lengri tíma. Með þessu verður hægt að gera allt það sem Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn lofuðu fyrir síðustu kosningar en stóðu ekki við, og mikið meira. Verum ekki hrædd við breytingar. Hlökkum frekar til þeirra og lítum framhjá innantómum áróðrinum. Kjósum Samfylkinguna og uppfærum Ísland til hins betra. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórður Snær Júlíusson Samfylkingin Alþingiskosningar 2024 Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Efnahagsmál Mest lesið 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú er kosningabarátta. Það sést best á allskyns greinum og mis skondnum myndböndum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er að reyna að hræða kjósendur til að kjósa sig. Um kunnuglega taktík er að ræða. Tveimur dögum fyrir síðustu kosningar skrifaði formaður flokksins, Bjarni Benediktsson, til dæmis tvær greinar í fjölmiðla. Önnur birtist í Fréttablaðinu sáluga með fyrirsögninni„Tveir kostir“. Hin birtist í Morgunblaðinu og kallaðist „Stöðugleiki eða óvissuferð“. Báðar áttu það sameiginlegt að þar reyndi Bjarni að telja kjósendum trú um að einungis Sjálfstæðisflokkurinn gæti fært þjóðinni stöðugleika. Framfarir. Festu. Í fyrri greininni skrifaði Bjarni að „tugþúsundir Íslendinga njóta þess að afborganir af lánum hafa lækkað eftir endurfjármögnun. Þetta var hægt vegna þess að vextir eru lágir. Það er ekki tilviljun. [...] Íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Það er auðveldara að láta mánaðamótin ganga upp. Fólk fær meira fyrir launin sín, skattarnir hafa lækkað og verðbólgan verið hófleg. [...] Þetta getur allt breyst hratt ef ný ríkisstjórn setur verðbólguna af stað aftur. Reikningurinn fyrir loforðalistana birtist okkur öllum í hærra vöruverði.“ Í síðari greininni skrifaði Bjarni að „íslensk heimili finna að við erum á réttri leið. Skattarnir hafa lækkað, verðbólgan er lág. [...] Fólk fær meira fyrir launin sín. Þetta mun breytast ef ný ríkisstjórn setur verðbólguna af stað aftur. Við borgum fyrir loforðalistana með hærra vöruverði. Tugþúsundir Íslendinga eru nú með lægri afborganir af lánum eftir endurfjármögnun vegna þess að vextir eru lágir. Útgjaldalistinn mun hækka vextina og verðbólguna aftur. Afborganirnar hækka með.“ Óvissuferð Bjarna og félaga Tíu mánuðum eftir að Bjarni skrifaði greinarnar var verðbólga komin upp í nánast tíu prósent. Ríkisstjórnin hans hafði sett verðbólguna af stað og matarkarfan hefur hækkað gríðarlega. Til að stemma stigu við þeirri þróun réðst Seðlabanki Íslands í skarpa vaxtahækkun sem skilaði því að stýrivextir fóru úr því að vera 1,25 prósent þegar kosið var seint í september 2021 í að vera 9,25 prósent innan við tveimur árum síðar. Þeir vel rúmlega sjöfölduðust. Afleiðingin var sú að afborganir tugþúsunda Íslendinga af húsnæðislánum þeirra hefur hækkað mjög, mjög, mjög mikið. Það sem heimilin borga í vexti á ári var 40 milljörðum krónum meira í fyrra en tveimur árum áður. Þetta þurfa heimilin að takast á við á sama tíma og kaupmáttur ráðstöfunartekna þeirra, það sem situr eftir í veskinu eftir að skattar og gjöld hafa verið greidd, hafi dregist saman það sem af er ári og að tugir þúsunda heimila eigi nú þegar erfitt með að ná endum saman um mánaðamót. Samt var Bjarni bara að auka útgjöld og reka ríkissjóð í halla, nánar tiltekið í 620 milljarða króna halla frá byrjun árs 2020 og út næsta ár. Samhliða því jukust skuldir ríkissjóðs umtalsvert og það mikið að hann greiðir nú 114 milljarða króna í vexti á ári. Samkvæmt áætlun á ríkið að afla minni tekna en það eyðir í alls níu ár í röð. Þetta var gert til að fjármagna skattalækkanir á breiðu bökin, til þess að hlífa stórfyrirtækjum við að borga sanngjarnt auðlindagjald samhliða því að velferðarkerfin voru fjársvelt. Samanlögð áhrif skattalækkana og -hækkana frá árinu 2018 og út árið 2022 skilaði ríkissjóði rúmlega 54 milljarða króna tekjutapisamkvæmt útreikningum BSRB. Þetta er tekjutap án áhrifa skattalækkana vegna heimsfaraldurs kórónuveiru, sem voru líka verulegar. Ofan á þetta hafa bæst stórtækar tilfærslur á tugum milljarða króna af fé úr ríkissjóði í húsnæðisstuðning sem eykur eftirspurn og gagnast aðallega efstu tekjuhópum landsins, þeim sem þurfa minnst á honum að halda. Sjálfstæðisflokkurinn féll á prófinu Sami Bjarni skrifaði fyrir rúmu ári á samfélagsmiðil að hinn „endanlegi mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál á Íslandi eru kjör fólksins í landinu.“ Þegar ofangreint er skoðað má ljóst vera að hinn endanlegi mælikvarði á hagstjórn og efnahagsmál Sjálfstæðisflokksins er falleinkunn. Vaxtakostnaður hefur lagst sem ofurskattur á þá sem skulda, og sérstaklega á barnafjölskyldur. Verðbólgan hefur verið þrálát. Skattalækkanirnar ófjármagnaðar. Skuldastaðan óviðunandi. Hallareksturinn viðvarandi. Það liggur enda fyrir, samkvæmt könnunum, að kjósendur treysta ekki flokknum lengur fyrir efnahagsmálum. Fyrir endurheimt stöðugleikans. Langflestirtreysta nú Samfylkingunni fyrir þeim verkefnum. Þess vegna er Bjarni hættur að skrifa greinar um stöðugleika. Þess í stað er hann farinn að skera út grasker og vara við skattahækkunum annarra. Þess vegna er megininntak kosningabaráttu flokks hans að reyna að hræða kjósendur frá því að kjósa breytingar. Engin skattahækkun á venjulegt vinnandi fólk Það er kominn tími á breytingar. Samfylkingin er með skýrt plan um þær breytingar sem þjóðin kallar eftir og flokkurinn verður óhræddur við að framfylgja því. Við ætlum að endurheimta efnahagslegan stöðugleika með ábyrgri hagstjórn, tiltekt í ríkisrekstrinum og öflun nýrra tekna fyrir ríkissjóð. Nýju tekjurnar koma í gegnum sjálfbæran hagvöxt annars vegar og skattlagningu á breiðustu bökin hins vegar. Með álagningu eðlilegra auðlindagjalda á sjávarútveg, orkuvinnslu, fiskeldi og ferðaþjónustu. Með því að hækka fjármagnstekjuskatt úr 22 í 25 prósent með eðlilegri tilfærslu frítekjumarka svo sú hækkun lendi fyrst og síðast á þeim tíu prósentum sem þéna 70 prósent allra fjármagnstekna í landinu. Með því að loka skattaglufum svo sumir komist ekki lengur hjá því að greiða sinn skerf til samneyslunnar. Og það skal sagt skýrt: Samfylkingin ætlar ekki að hækka skatta á venjulegt vinnandi fólk. Með þessum skrefum munu vextir lækka og ofurskatturinn sem núverandi ríkisstjórn lagði á heimilin í landinu verður aflagður. Það er stærsta kjarabót sem venjulegt fólk getur fengið. Með þessum skrefum verða velferðarkerfin líka endurreist. Með þeim verður hægt að ráðast í stórátak í atvinnu- og samgöngumálum. Með þessu verður hægt að ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum til skemmri tíma og taka ábyrgð á því að þau þróist með réttum hætti til lengri tíma. Með þessu verður hægt að gera allt það sem Bjarni Benediktsson og Sjálfstæðisflokkurinn lofuðu fyrir síðustu kosningar en stóðu ekki við, og mikið meira. Verum ekki hrædd við breytingar. Hlökkum frekar til þeirra og lítum framhjá innantómum áróðrinum. Kjósum Samfylkinguna og uppfærum Ísland til hins betra. Höfundur situr í þriðja sæti á lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar