Viltu lækka í launum? Jónella Sigurjónsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 15:01 Ég hef unnið við kennslu að mestu leyti frá því að ég útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 1997. Árið 2008 gerði ég hlé á kennsluferlinum, hóf störf sem skjalastjóri og kláraði meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði. Starf skjalastjórans krafðist mikillar fagþekkingar, það gat verið krefjandi, skemmtilegt og var að mörgu leyti þægilegt. Haustið 2013 voru aðstæður mínar þannig að ég var einstæð móðir sem keyrði 100 km í og úr vinnu alla virka daga. Mér fannst ég vera of mikið fjarverandi frá heimilinu. Ég tók þá ákvörðun að ráða mig sem kennara í heimabyggð og græða þannig tvo klukkutíma daglega sem ég gat varið með dóttur minni. Þessi lífsgæði keypti ég dýrum dómum og lækkaði um 100.000 kr. í launum á mánuði. Miðað við launin mín á þessum tíma var þetta um 20% launalækkun og myndi sambærileg lækkun nema um 180.000 kr. í dag. Sem betur fer hafði ég komið mér upp dálitlum sparnaði áður en ég byrjaði aftur að kenna því fyrsta skólaárið þurfti ég að ganga verulega á hann. Síðan þá hef ég alltaf unnið eitt til tvö störf meðfram kennslunni til að framfleyta mér og mínum. Eitthvað sem kennarar kannast mjög vel við. Að vera kennari er alveg ótrúlega skemmtilegt starf, á sama tíma og það getur líka verið alveg ótrúlega krefjandi og slítandi til lengdar. Þið, sem hafið einhvern tímann haldið barnaafmæli, kannist kannski við þreytuna sem fylgir því að hugsa um stóran hóp af fjörugum börnum! Lengst af starfaði ég sem umsjónarkennari og gaf því starfi alla mína krafta og vann það eins vel og ég gat. Tvisvar hafði ég vit fyrir sjálfri mér og hætti umsjónarkennslu áður en ég keyrði mig alveg út. Í fyrra skiptið þegar ég gerðist skjalastjóri en í seinna skiptið ákvað ég að prófa að vinna sem skólasafnskennari. Þetta haustið er ég að hefja fimmta skólaárið sem skólasafnskennari í fullu starfi. Að vera kennari í dag er ekki sama starfið og það var fyrir um 60 árum, þegar foreldrar mínir og jafnaldrar þeirra gengu í skóla og það er ekki heldur sama starfið og það var fyrir um 35 árum þegar ég og jafnaldrar mínir vorum í grunnskóla. Það er ekki einu sinni sama starfið og það var þegar ég sjálf byrjaði að kenna eða þegar börnin mín hófu sína grunnskólagöngu. Kennsluhættir og námskrá hafa sem betur fer breyst, skóladagurinn hefur lengst, skólaárið hefur sömuleiðis lengst í báða enda og um leið og samfélagið okkar hefur breyst hefur nemendahópurinn okkar að sjálfsögðu gert það líka. Í gegnum öll þessi ár hef ég heyrt ýmislegt um starfið mitt. Á meðan sumum finnast kennarar alltaf vera í fríum og vera almennt latir og reyna að komast hjá því að vinna vinnuna sína eru aðrir sem segja einfaldlega: “Ég gæti aldrei unnið sem kennari.” Og það er satt, það geta ekki allir unnið sem kennarar því fyrir utan fagþekkinguna þarf ákveðinn eldmóð til að vinna okkar flókna starf við oft eldfimar og erfiðar aðstæður. Kennarar þurfa að hafa metnað fyrir hönd nemenda sinna og tilfinningin að ná að hjálpa þeim að vinna stóra sigra er ólýsanleg. En kennarar þurfa líka að sætta sig við að gera mistök í dagsins önn og þurfa því miður oft að upplifa það að hafa ekki gert nóg fyrir nemendur sína. Eitt sem ég hef aldrei heyrt fólk segja er: “Ég öfunda þig af laununum.” En í öll þessi ár sem ég hef unnið við kennslu hef ég aldrei orðið vitni að annarri eins ófrægingarherferð og hefur dunið á kennurum undanfarna mánuði í ýmsum fjölmiðlum. Alveg frá því að samningarnir okkar losnuðu í vor hafa verið stanslaus, neikvæð og villandi greinaskrif, pistlar, blogg og viðtöl, allt frá stjórnmálafólki til Samtaka atvinnulífsins, frá Viðskiptaráði til borgarstjóra. Ég vona að fólk falli ekki fyrir þessari herferð og að hún hafi ekki tilætluð áhrif; að kýla kennara niður þannig að þeir treysti sér ekki til að sækja þær kjaraleiðréttingar sem þeim voru lofaðar fyrir 8 árum. Því það á ekki að vera sjálfsagt að kennari sætti sig við að lækka um 20% í launum til að geta unnið við kennslu. Höfundur er grunnskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Lokun Janusar er svikið kosningaloforð um geðheilbrigði Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Misskilningur frú Sæland Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar Skoðun Alþjóðlegi hamingjudagurinn – hvað er hamingja? Lilja Björk Ketilsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar - afvegaleidd umræða Magnús Jónsson skrifar Skoðun Öll börn eiga rétt á öryggi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stóráfangi í réttindabaráttu fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Neikvæð áhrif innviðagjalds mikil á Norðurlandi Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Lokaviðvörun til ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar Skoðun Færeysk fjárhagsaðstoð til Gæslunnar Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði í örstuttu máli varðandi bókun 35 Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tannheilsa skiptir höfuð máli Valdís Marselía Þórðardóttir skrifar Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun 125 hjúkrunarrými til reiðu Aríel Pétursson skrifar Skoðun Ræktum framtíðina: Ungt fólk og matvælaframleiðsla Þórarinn Ingi Pétursson skrifar Skoðun Værum öruggari utan Schengen Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gerum góðverk á Alþjóðlega hamingjudeginum Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Úlfurinn gerður að fjárhirði Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Byggð á Geldinganesi? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að toga í sömu átt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Samfélagsleg ábyrgð Heinemann og Isavia Ólafur Stephensen skrifar Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Sjá meira
Ég hef unnið við kennslu að mestu leyti frá því að ég útskrifaðist sem grunnskólakennari árið 1997. Árið 2008 gerði ég hlé á kennsluferlinum, hóf störf sem skjalastjóri og kláraði meistaranám í bókasafns- og upplýsingafræði. Starf skjalastjórans krafðist mikillar fagþekkingar, það gat verið krefjandi, skemmtilegt og var að mörgu leyti þægilegt. Haustið 2013 voru aðstæður mínar þannig að ég var einstæð móðir sem keyrði 100 km í og úr vinnu alla virka daga. Mér fannst ég vera of mikið fjarverandi frá heimilinu. Ég tók þá ákvörðun að ráða mig sem kennara í heimabyggð og græða þannig tvo klukkutíma daglega sem ég gat varið með dóttur minni. Þessi lífsgæði keypti ég dýrum dómum og lækkaði um 100.000 kr. í launum á mánuði. Miðað við launin mín á þessum tíma var þetta um 20% launalækkun og myndi sambærileg lækkun nema um 180.000 kr. í dag. Sem betur fer hafði ég komið mér upp dálitlum sparnaði áður en ég byrjaði aftur að kenna því fyrsta skólaárið þurfti ég að ganga verulega á hann. Síðan þá hef ég alltaf unnið eitt til tvö störf meðfram kennslunni til að framfleyta mér og mínum. Eitthvað sem kennarar kannast mjög vel við. Að vera kennari er alveg ótrúlega skemmtilegt starf, á sama tíma og það getur líka verið alveg ótrúlega krefjandi og slítandi til lengdar. Þið, sem hafið einhvern tímann haldið barnaafmæli, kannist kannski við þreytuna sem fylgir því að hugsa um stóran hóp af fjörugum börnum! Lengst af starfaði ég sem umsjónarkennari og gaf því starfi alla mína krafta og vann það eins vel og ég gat. Tvisvar hafði ég vit fyrir sjálfri mér og hætti umsjónarkennslu áður en ég keyrði mig alveg út. Í fyrra skiptið þegar ég gerðist skjalastjóri en í seinna skiptið ákvað ég að prófa að vinna sem skólasafnskennari. Þetta haustið er ég að hefja fimmta skólaárið sem skólasafnskennari í fullu starfi. Að vera kennari í dag er ekki sama starfið og það var fyrir um 60 árum, þegar foreldrar mínir og jafnaldrar þeirra gengu í skóla og það er ekki heldur sama starfið og það var fyrir um 35 árum þegar ég og jafnaldrar mínir vorum í grunnskóla. Það er ekki einu sinni sama starfið og það var þegar ég sjálf byrjaði að kenna eða þegar börnin mín hófu sína grunnskólagöngu. Kennsluhættir og námskrá hafa sem betur fer breyst, skóladagurinn hefur lengst, skólaárið hefur sömuleiðis lengst í báða enda og um leið og samfélagið okkar hefur breyst hefur nemendahópurinn okkar að sjálfsögðu gert það líka. Í gegnum öll þessi ár hef ég heyrt ýmislegt um starfið mitt. Á meðan sumum finnast kennarar alltaf vera í fríum og vera almennt latir og reyna að komast hjá því að vinna vinnuna sína eru aðrir sem segja einfaldlega: “Ég gæti aldrei unnið sem kennari.” Og það er satt, það geta ekki allir unnið sem kennarar því fyrir utan fagþekkinguna þarf ákveðinn eldmóð til að vinna okkar flókna starf við oft eldfimar og erfiðar aðstæður. Kennarar þurfa að hafa metnað fyrir hönd nemenda sinna og tilfinningin að ná að hjálpa þeim að vinna stóra sigra er ólýsanleg. En kennarar þurfa líka að sætta sig við að gera mistök í dagsins önn og þurfa því miður oft að upplifa það að hafa ekki gert nóg fyrir nemendur sína. Eitt sem ég hef aldrei heyrt fólk segja er: “Ég öfunda þig af laununum.” En í öll þessi ár sem ég hef unnið við kennslu hef ég aldrei orðið vitni að annarri eins ófrægingarherferð og hefur dunið á kennurum undanfarna mánuði í ýmsum fjölmiðlum. Alveg frá því að samningarnir okkar losnuðu í vor hafa verið stanslaus, neikvæð og villandi greinaskrif, pistlar, blogg og viðtöl, allt frá stjórnmálafólki til Samtaka atvinnulífsins, frá Viðskiptaráði til borgarstjóra. Ég vona að fólk falli ekki fyrir þessari herferð og að hún hafi ekki tilætluð áhrif; að kýla kennara niður þannig að þeir treysti sér ekki til að sækja þær kjaraleiðréttingar sem þeim voru lofaðar fyrir 8 árum. Því það á ekki að vera sjálfsagt að kennari sætti sig við að lækka um 20% í launum til að geta unnið við kennslu. Höfundur er grunnskólakennari.
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Málumhverfi íslenskra barna og áhrif þess á námárangur þeirra Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Húrra fyrir félags- og húsnæðismálaráðherra! Anna Lára Steindal,Unnur Helga Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger skrifar
Skoðun Hvatvís grein um stöðu (að hluta) íslensku sem annars máls Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Félagslegir töfrar sem forsenda hamingju – í tilefni Hamingjudagsins Viðar Halldórsson skrifar
Skoðun Jöklar á hverfanda hveli - Ákall um aðgerðir til þess að takmarka hlýnun Guðfinna Aðalgeirsdóttir,Hrafnhildur Hannesdóttir,Tinna Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Fjármagnar þú þjóðarmorð þegar þú borgar skólagjöldin? Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger Skoðun
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun