„Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. nóvember 2024 10:38 Elizabeth, Tracy, Pablo, Susan og Chris reyndust öll stuðningsmenn Kamölu Harris. Donald Trump er ákaflega óvinsæll meðal Bandaríkjamanna sem fréttastofa tók tali í miðborg Reykjavíkur í fyrradag. Einn sagðist frekar myndu stökkva fram af kletti en að kjósa hann. Flestir sögðust kvíða niðurstöðum kosninganna. Nóvember, hinn mikli kosningamánuður, er genginn í garð. Við Íslendingar kjósum til Alþingis þann 30. en augu heimsbyggðarinnar beinast kannski frekar að öðrum kosningum, forsetakosningum úti í Bandaríkjunum sem haldnar eru eftir aðeins þrjá daga. Skoðanakannanir eru enn hnífjafnar og frambjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump eru á þeytingi um sveifluríkin á lokametrum kosningabaráttunnar. Sextíu og sex milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utankjörfundar í forsetakosningunum, sem haldnar eru á þriðjudag. Aldrei hafa fleiri utankjörfundaratkvæði verið greidd. Metið frá því í kosningunum 2020, sem haldnar voru í miðjum heimsfaraldri, hefur þar með verið slegið. En hvað segja kjósendur? Fréttastofa fór á stúfana og tók nokkra bandaríska ferðamenn tali í miðborg Reykjavíkur. Tracy frá Maryland sagðist hikandi og hrædd í aðdraganda kosninganna. Hún kaus Kamölu Harris áður en hún fór með fjölskyldu sinni í frí til Íslands. Elizabeth Eleanor Olsen frá Colorado var einnig nokkuð kvíðin. „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump,“ sagði hún. Viðtöl við Tracy, Elizabeth og fleiri ferðamenn í fréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Reykjavík Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59 Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Sjá meira
Nóvember, hinn mikli kosningamánuður, er genginn í garð. Við Íslendingar kjósum til Alþingis þann 30. en augu heimsbyggðarinnar beinast kannski frekar að öðrum kosningum, forsetakosningum úti í Bandaríkjunum sem haldnar eru eftir aðeins þrjá daga. Skoðanakannanir eru enn hnífjafnar og frambjóðendurnir Kamala Harris og Donald Trump eru á þeytingi um sveifluríkin á lokametrum kosningabaráttunnar. Sextíu og sex milljónir Bandaríkjamanna hafa þegar greitt atkvæði utankjörfundar í forsetakosningunum, sem haldnar eru á þriðjudag. Aldrei hafa fleiri utankjörfundaratkvæði verið greidd. Metið frá því í kosningunum 2020, sem haldnar voru í miðjum heimsfaraldri, hefur þar með verið slegið. En hvað segja kjósendur? Fréttastofa fór á stúfana og tók nokkra bandaríska ferðamenn tali í miðborg Reykjavíkur. Tracy frá Maryland sagðist hikandi og hrædd í aðdraganda kosninganna. Hún kaus Kamölu Harris áður en hún fór með fjölskyldu sinni í frí til Íslands. Elizabeth Eleanor Olsen frá Colorado var einnig nokkuð kvíðin. „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump,“ sagði hún. Viðtöl við Tracy, Elizabeth og fleiri ferðamenn í fréttum Stöðvar 2 má horfa á í spilaranum hér fyrir neðan.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Reykjavík Donald Trump Kamala Harris Tengdar fréttir Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59 Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26 Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15 Mest lesið Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Innlent Skaut sig áður en bíllinn sprakk Erlent Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Innlent Þrír menn leiddir frá borði Play-flugvélar Innlent Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Erlent Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Erlent Kristrún leitar ekki langt yfir skammt að hægri hönd Innlent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Innlent „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Innlent Fleiri fréttir Maduro leggur fé til höfuðs keppinauti sínum Lögreglu tókst ekki að handtaka forsetann afsetta í Suður-Kóreu Skaut sig áður en bíllinn sprakk Talinn hafa staðið einn að verki Hringir Satúrnusar hverfa á þessu ári Birtu óskýra mynd á netinu og leystu eitt elsta mannshvarfsmál Bretlands Varnarmálaráðherrann sem Netanjahú rak hættir á þingi Rannsaka hvort Tesla-sprengingin hafi verið hryðjuverk Fjöldamorðinginn í Svartfjallalandi svipti sig lífi Flutningur á rússnesku gasi um Úkraínu til Evrópu stöðvast að fullu Ellefu særðir eftir skotárás við skemmtistað í New York Tala látinna hækkar í fimmtán Einn lést er Tesla sprakk fyrir utan Trump-hótel Tvö börn meðal látinna eftir skotárás á veitingastað Tvær heimagerðar sprengjur fundust á svæðinu Árásarmaðurinn skotinn til bana Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Sjá meira
Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Einn mannanna sem leiðir teymi Donalds Trump sem heldur utan um möguleg stjórnarskipti, sigri Trump kosningarnar, segir Robert F. Kennedy yngri hafa sannfært sig um að samsæriskenningar um bóluefni væru sannar. Kennedy hefur sagt að hann fái stjórn yfir stórum hlutum heilbrigðiskerfis Bandaríkjanna, verði Trump forseti. 1. nóvember 2024 10:59
Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Kamala Harris varaforseti Bandaríkjanna og forsetaefni Demókrata segir ummæli Donald Trump um að hann ætli að vernda konur „sama þótt þær vilji það eða ekki“ móðgun við alla. Harris segir þessi ummæli sýna að hann skilji ekki umboð kvenna, yfirráð þeirra eða rétt þeirra og getu til að taka ákvarðanir um sitt eigið líf, þar á meðal líkama sína. 1. nóvember 2024 07:26
Stórsigur beggja innan skekkjumarka Óáreiðanlegar kannanir og nafnlausir aðilar á veðmálamörkuðum eru sagðir hafa byggt upp væntingar Repúblikana um sigur í forsetakosningunum. Fari svo að Kamala Harris vinni, gæti Donald Trump, notað þessar væntingar kjósenda sinna til að grafa undan trúverðugleika niðurstaðanna. 31. október 2024 14:15