Eftir miklar umræður, fréttir og mótmæli síðustu daga hef ég verið hugsi Anna M. Hoffmann Guðgeirsdóttir skrifar 1. nóvember 2024 12:15 Ég vinn sem kennari og er í mastersnámi í menntunarfræðum til að ná mér í kennsluréttindi. Hef unnið sem aukakennari, umsjónarkennari, leikskólakennari og nú sem sérkennari. Er með tvær háskólagráður, félags-og fötlunarfræði ásamt því að vera með diplomu í áfengis-og vímuefnaráðgjöf, er að vinna í að klára þriðju háskóla gráðuna. Hef unnið með allskonar börnum með allskonar áskoranir. Hef unnið með börn með fötlun, hef unnið sem flokkstjóri í vinnuskóla, hef unnið í frístund og svo á ég 3 yndisleg börn og komið þeim þokkalega til manns. Með alla þessa menntun og reynslu ná útborguðu launin mín ekki 500 þús, til að ná laununum mínum upp tek ég að mér forföll og gæslu. Stundum tek ég að mér aukavinnu fyrir utan skólans til að geta leyft fjölskyldunni eitthvað meira. Ég hef gaman af vinnunni minni og vinn hana af heilindum. Kem yfirleitt til vinnu með bros á vör og tilbúin í daginn (fer eftir nætursvefni 😉 ). Velferð barnanna er alltaf að leiðarljósi í mínu starfi og langar svo að geta mætt þeim á þeim stað sem þau eru á. En það er krefjandi að vinna sem sérkennari í skóla með mikinn fjölbreytileika, elska það en það er krefjandi. Þau eru misjafnlega stödd í námi og tungumáli, oft þarf að setja sig í spor menningarmunar og ná að miðla því til þeirra og forráða manna þeirra á jákvæðan hátt, finna námsefni við hæfi, ná að tala við alla til að örva mál þeirra, útskýra lesdæmi í stærðfræði, útskýra leikreglur, kenna þeim íslensku sem annað tungumál, fá börn sem hafa aldrei verið í skóla og kenna þeim þann grunn og gera námsefnið sjónrænt. Allt krefjandi aðstæður sem ég hef gaman af og elska vinnuna mína en væri til í meiri undirbúning til að geta gert þetta allt. En ég er #baralaturkennari sem vantar undirbúning til að geta unnið vinnuna mína en orðræðan í samfélaginu að við erum með alltof mikinn tíma í undirbúining og reynum að eyða sem minnstum tíma með börnunum! Ég væri til í að vinna meira maður á mann með þeim börnum sem þurfa á því að halda en vegna stærðar á bekkjum og fjölda þeirra sem vantar aðstoðina er það ekki hægt. Samfélagið og stjórn sveitafélaga leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám en erfitt er að framkvæma það með yfir 18 börn í bekk. Vegna "Skóla án aðgreiningar" stefnunnar eru bekkirnir í dag oft með fjölþættan vanda og margþættar greiningar sem gera einstaklingsmiðaða kennslu erfiðari vegna þess að börnin sem eiga rétt á séraðstoð og sérkennslu eru stundum ekki að fá hana. Sum þessara barna eiga erfitt með að vera í stórum hópi, eru með skynúrvinnslu vanda, eiga erfitt með að tjá vanda sinn og þurfa mun sérhæfðari aðstæður til að geta blómstrað í námi. Er ekki að taka neinn skóla sérstaklega fyrir í þessum skrifum heldur er þetta vandi í öllum skólum og margir kennarar eru sammála um stöðu kennara og nemenda í námi og umhverfi þeirra. Er einnig að stikla á stóru í starfi kennara og það vantar svo mikið af litlu hlutunum sem við gerum og þar má nefna: foreldra samskipti, fylgjast með öllum börnum hvort við sjáum merki um ofbeldi, vanrækslu, námserfiðleika, samskiptaerfiðleika, hugga þegar þörf er á, vera öryggi staðurinn fyrir börn sem hafa hann ekki og svo lengi mætti telja. Einnig er skólinn kominn í uppeldisstarf en ekki bara kennslu. Ástæða þess að margir kennarar sjái sig ekki í kennarastarfi næstu 5 árin eru vegna þess að kröfurnar á kennara eru orðnar óraunhæfar, ekki nægur undurbúningstími, mygla á starfsstað, erfitt að samræma heimili og vinnu, ofbeldi nemenda gegn starfsfólki skóla eykst hratt, eigum að vinna hraðar og stækka bekkina. Stundum finnst mér eins og fólkið sem ákveður hvernig skólastarfið á að vera hafi aldrei unnið við það. Ég elska vinnuna mína og langar að geta unnið sem kennari þar til ég fer á eftirlaun en ef vinnuaðstæður kennara fara ekki að breytast í rétta átt veit ég ekki hversu lengi ég endist. Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun „Getur ferðaþjónustan og íslenska þrifist saman?“ Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Sameinuð gegn landamæraofbeldi Hópur meðlima No Borders Iceland og tónlistarfólks skrifar Skoðun Hágæðaflug til Ísafjarðar Gylfi Ólafsson,Sigríður Ó. Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ísland er ekki í tísku frekar en Mósambík Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Að berja hausnum við steininn Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Þegar (trans) kona fer í sund Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Þverpólitísk sjálftaka Ingólfur Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Ef ekki hervæðing… hvað þá? Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Að skapa rými fyrir vöxt Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga Gígju Baldursdóttir skrifar Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég vinn sem kennari og er í mastersnámi í menntunarfræðum til að ná mér í kennsluréttindi. Hef unnið sem aukakennari, umsjónarkennari, leikskólakennari og nú sem sérkennari. Er með tvær háskólagráður, félags-og fötlunarfræði ásamt því að vera með diplomu í áfengis-og vímuefnaráðgjöf, er að vinna í að klára þriðju háskóla gráðuna. Hef unnið með allskonar börnum með allskonar áskoranir. Hef unnið með börn með fötlun, hef unnið sem flokkstjóri í vinnuskóla, hef unnið í frístund og svo á ég 3 yndisleg börn og komið þeim þokkalega til manns. Með alla þessa menntun og reynslu ná útborguðu launin mín ekki 500 þús, til að ná laununum mínum upp tek ég að mér forföll og gæslu. Stundum tek ég að mér aukavinnu fyrir utan skólans til að geta leyft fjölskyldunni eitthvað meira. Ég hef gaman af vinnunni minni og vinn hana af heilindum. Kem yfirleitt til vinnu með bros á vör og tilbúin í daginn (fer eftir nætursvefni 😉 ). Velferð barnanna er alltaf að leiðarljósi í mínu starfi og langar svo að geta mætt þeim á þeim stað sem þau eru á. En það er krefjandi að vinna sem sérkennari í skóla með mikinn fjölbreytileika, elska það en það er krefjandi. Þau eru misjafnlega stödd í námi og tungumáli, oft þarf að setja sig í spor menningarmunar og ná að miðla því til þeirra og forráða manna þeirra á jákvæðan hátt, finna námsefni við hæfi, ná að tala við alla til að örva mál þeirra, útskýra lesdæmi í stærðfræði, útskýra leikreglur, kenna þeim íslensku sem annað tungumál, fá börn sem hafa aldrei verið í skóla og kenna þeim þann grunn og gera námsefnið sjónrænt. Allt krefjandi aðstæður sem ég hef gaman af og elska vinnuna mína en væri til í meiri undirbúning til að geta gert þetta allt. En ég er #baralaturkennari sem vantar undirbúning til að geta unnið vinnuna mína en orðræðan í samfélaginu að við erum með alltof mikinn tíma í undirbúining og reynum að eyða sem minnstum tíma með börnunum! Ég væri til í að vinna meira maður á mann með þeim börnum sem þurfa á því að halda en vegna stærðar á bekkjum og fjölda þeirra sem vantar aðstoðina er það ekki hægt. Samfélagið og stjórn sveitafélaga leggja áherslu á einstaklingsmiðað nám en erfitt er að framkvæma það með yfir 18 börn í bekk. Vegna "Skóla án aðgreiningar" stefnunnar eru bekkirnir í dag oft með fjölþættan vanda og margþættar greiningar sem gera einstaklingsmiðaða kennslu erfiðari vegna þess að börnin sem eiga rétt á séraðstoð og sérkennslu eru stundum ekki að fá hana. Sum þessara barna eiga erfitt með að vera í stórum hópi, eru með skynúrvinnslu vanda, eiga erfitt með að tjá vanda sinn og þurfa mun sérhæfðari aðstæður til að geta blómstrað í námi. Er ekki að taka neinn skóla sérstaklega fyrir í þessum skrifum heldur er þetta vandi í öllum skólum og margir kennarar eru sammála um stöðu kennara og nemenda í námi og umhverfi þeirra. Er einnig að stikla á stóru í starfi kennara og það vantar svo mikið af litlu hlutunum sem við gerum og þar má nefna: foreldra samskipti, fylgjast með öllum börnum hvort við sjáum merki um ofbeldi, vanrækslu, námserfiðleika, samskiptaerfiðleika, hugga þegar þörf er á, vera öryggi staðurinn fyrir börn sem hafa hann ekki og svo lengi mætti telja. Einnig er skólinn kominn í uppeldisstarf en ekki bara kennslu. Ástæða þess að margir kennarar sjái sig ekki í kennarastarfi næstu 5 árin eru vegna þess að kröfurnar á kennara eru orðnar óraunhæfar, ekki nægur undurbúningstími, mygla á starfsstað, erfitt að samræma heimili og vinnu, ofbeldi nemenda gegn starfsfólki skóla eykst hratt, eigum að vinna hraðar og stækka bekkina. Stundum finnst mér eins og fólkið sem ákveður hvernig skólastarfið á að vera hafi aldrei unnið við það. Ég elska vinnuna mína og langar að geta unnið sem kennari þar til ég fer á eftirlaun en ef vinnuaðstæður kennara fara ekki að breytast í rétta átt veit ég ekki hversu lengi ég endist. Höfundur er kennari.
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Skoðun Mikil tækifæri í Farsældartúni Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Þá er það komið á hreint að líf olnbogabarna í vanda er verðmetið á 100 milljónir hér á landi Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Ákvörðun stjórnvalda leiðir til þess að endurhæfing fyrir ungt fólk verður lögð af! Guðbjörg Pálsdóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Magnús Þór Jónsson,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun