Árás á fátækasta fólkið í borginni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar 1. nóvember 2024 10:17 Félagsbústaðir vilja hækka leigu um 6,5% umfram vísitölu neysluverðs. Félagið leigir út húsnæði til fólks undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum. Flokkur fólksins í borginni hefur mótmælt þessu harðlega strax á umsagnarferli. Ekkert lát er á árásum á fátækasta fólkið í borginni. Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarráði styður ekki að leiga verði hækkuð og það án nokkurra mótvægisaðgerða. Ef þarf að hækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum til að halda fyrirtækinu á floti má ætla að viðskiptamódel Félagsbústaða gangi ekki upp miðað við núverandi forsendur. Leigumarkaðurinn er alvarlega sjúkur og hafa stjórnvöld gert lítið til að koma böndum á hann. Flokkur fólksins vill koma varanlegri skikkan á hinn almenna leigumarkað og setja takmarkanir varðandi hækkanir á leiguverði. Leita þarf annarra leiða en að hækka leigu hjá þeim verst settu. Efla þarf réttarvernd leigjenda og verja leigjendur Félagsbústaða fyrir hækkunum með sérstökum aðgerðum s.s. að hækka sérstakan húsnæðisstuðning sem nemur hækkunum Félagsbústaða. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sífellt að stjórnvöld hugsi um hvað sé íþyngjandi fyrir leigusala en sjaldnar er hugað að leigukaupa. Þetta er ekkert annað er árásir á okkar minnstu bræður og systur. Koma verður böndum á stjórnlausan leigumarkað og standa vörð á sama tíma um þá sem minna mega sín í samfélagi okkar þar sem fátækt og ójöfnuður hefur aukist. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi. Hún skipar einnig 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Flokkur fólksins Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Félagsbústaðir vilja hækka leigu um 6,5% umfram vísitölu neysluverðs. Félagið leigir út húsnæði til fólks undir ákveðnum tekju- og eignarmörkum. Flokkur fólksins í borginni hefur mótmælt þessu harðlega strax á umsagnarferli. Ekkert lát er á árásum á fátækasta fólkið í borginni. Fulltrúi Flokks fólksins í velferðarráði styður ekki að leiga verði hækkuð og það án nokkurra mótvægisaðgerða. Ef þarf að hækka húsaleigu hjá Félagsbústöðum til að halda fyrirtækinu á floti má ætla að viðskiptamódel Félagsbústaða gangi ekki upp miðað við núverandi forsendur. Leigumarkaðurinn er alvarlega sjúkur og hafa stjórnvöld gert lítið til að koma böndum á hann. Flokkur fólksins vill koma varanlegri skikkan á hinn almenna leigumarkað og setja takmarkanir varðandi hækkanir á leiguverði. Leita þarf annarra leiða en að hækka leigu hjá þeim verst settu. Efla þarf réttarvernd leigjenda og verja leigjendur Félagsbústaða fyrir hækkunum með sérstökum aðgerðum s.s. að hækka sérstakan húsnæðisstuðning sem nemur hækkunum Félagsbústaða. Fulltrúa Flokks fólksins finnst sífellt að stjórnvöld hugsi um hvað sé íþyngjandi fyrir leigusala en sjaldnar er hugað að leigukaupa. Þetta er ekkert annað er árásir á okkar minnstu bræður og systur. Koma verður böndum á stjórnlausan leigumarkað og standa vörð á sama tíma um þá sem minna mega sín í samfélagi okkar þar sem fátækt og ójöfnuður hefur aukist. Höfundur er sálfræðingur og borgarfulltrúi. Hún skipar einnig 2. sæti á lista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi suður í komandi alþingiskosningum.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar