Mælum með Hafþór Reynisson skrifar 30. október 2024 14:32 Næstu daga eru loka forvöð til að mæla með framboði stjórnmálasamtaka til Alþingiskosninga. Í kjölfar ákvörðunar sitjandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins voru minni framboðum sem hafa hug á að bjóða fram gefinn ansi knappur tími til að safna meðmælum, samræmast um kosningabaráttu og stilla upp á lista í kjördæmum. Þarna nýtir forsætisráðherra vald sitt til að setja línur, ekki bara fyrir því að slíta stjórnarsamstarfi heldur einnig til að setja kvaðir á alla þá einstaklinga, kjósendur sem mótframbjóðendur, varðandi val á næstu ríkisstjórn. Afleiðing þessa er sú að kjósendum er einnig gefinn ansi knappur tími til að gera upp hug sinn og svo að lýðræði virki er gífurlega mikilvægt að raddir sem flestra heyrist. Það eru ófáir íslendingar sem hafa gefist upp á lýðræðinu, og ég lái þeim það ekki. Skoðanir þess efnis að það skipti engu máli hvern við kjósum, þetta sé allt sama liðið sem stjórnar á endanum, eru ekki fáheyrðar í þjóðfélagsumræðunni. Það að hafa eitt atkvæði breyti engu. Kjörsókn í síðustu alþingiskosningum var 80,1%, sú næst versta frá stofnun lýðveldisins. Það jafngildir því að einn af hverjum fimm íslendingum hafi ekki nýtt sér kosningarétt sinn. Ef við setjum það í samhengi þá jafngildir það því að ímyndaður flokkur "fjarverandi fólks" væri með 19,9% fylgi í skoðanakönnunum. Það mætti því færa rök fyrir því að sú afstaða þeirra hóps kjósenda sé ákjósanleg fyrir aðila sem vilja sitja á valdi, þá sem setja reglur um kosningar þegar þeir sitja á stjórnarstóli og geta þannig haft áhrif á þáttöku framboða sem ekki hafa álíka sterkt bakland. Það er nefnilega ódýr leikur að taka lýðræðislegan rétt frá fólki sem trúir ekki lengur á tilvist hans. Til að þetta kerfi og leikreglur þjóni hagsmunum allrar þjóðarinnar þá er mikilvægt að sem flestir komist að. Annars er öruggt mál að valdið færist ávallt á sömu hendur, í sömu flokkum, með sömu áherslurnar og með sama baklandið. Því vil ég mæla með því, við þig lesandi góður, sama hvort þú sért óákveðinn eða harðákveðinn. Sama hver pólitísk afstaða þín eða and-pólitísk afstaða þín er, gefðu öðrum tækifæri, ef ekki nema bara til þess eins að gefa valdinu áskorun, valdinu sem skrifar reglurnar, túlkar þær og notfærir sér þær til eigins framdráttar, valdinu sem vantar aðhald. Persónulega get ég sagt að ég ákvað að gefa meðmæli mín til eins af smærri flokkunum, sem ekki hefur haft sæti á þingi, án þess þó að hafa þurft að kryfja stefnuna í þaula. Flokk sem ég trúi að geti haft áhrif á ójöfnuðinn, sem klárlega ríkir í okkar þjóðfélagi, ef hann fær rödd, óháð persónulegum skoðunum mínum á mögulegum einstaka frambjóðendum. Þetta gerði ég einfaldlega vegna þess að mér þykir að stuðningsmenn þessa minni flokka hafi rétt á að kjósa það sem þeir trúa á, að rödd sem flestra fái hljómgrunn og að þeirra fulltrúum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif. Það er lýðræði, seljum það ekki ódýrt. Höfundur er kosningabær einstaklingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Sjá meira
Næstu daga eru loka forvöð til að mæla með framboði stjórnmálasamtaka til Alþingiskosninga. Í kjölfar ákvörðunar sitjandi forsætisráðherra Sjálfstæðisflokksins voru minni framboðum sem hafa hug á að bjóða fram gefinn ansi knappur tími til að safna meðmælum, samræmast um kosningabaráttu og stilla upp á lista í kjördæmum. Þarna nýtir forsætisráðherra vald sitt til að setja línur, ekki bara fyrir því að slíta stjórnarsamstarfi heldur einnig til að setja kvaðir á alla þá einstaklinga, kjósendur sem mótframbjóðendur, varðandi val á næstu ríkisstjórn. Afleiðing þessa er sú að kjósendum er einnig gefinn ansi knappur tími til að gera upp hug sinn og svo að lýðræði virki er gífurlega mikilvægt að raddir sem flestra heyrist. Það eru ófáir íslendingar sem hafa gefist upp á lýðræðinu, og ég lái þeim það ekki. Skoðanir þess efnis að það skipti engu máli hvern við kjósum, þetta sé allt sama liðið sem stjórnar á endanum, eru ekki fáheyrðar í þjóðfélagsumræðunni. Það að hafa eitt atkvæði breyti engu. Kjörsókn í síðustu alþingiskosningum var 80,1%, sú næst versta frá stofnun lýðveldisins. Það jafngildir því að einn af hverjum fimm íslendingum hafi ekki nýtt sér kosningarétt sinn. Ef við setjum það í samhengi þá jafngildir það því að ímyndaður flokkur "fjarverandi fólks" væri með 19,9% fylgi í skoðanakönnunum. Það mætti því færa rök fyrir því að sú afstaða þeirra hóps kjósenda sé ákjósanleg fyrir aðila sem vilja sitja á valdi, þá sem setja reglur um kosningar þegar þeir sitja á stjórnarstóli og geta þannig haft áhrif á þáttöku framboða sem ekki hafa álíka sterkt bakland. Það er nefnilega ódýr leikur að taka lýðræðislegan rétt frá fólki sem trúir ekki lengur á tilvist hans. Til að þetta kerfi og leikreglur þjóni hagsmunum allrar þjóðarinnar þá er mikilvægt að sem flestir komist að. Annars er öruggt mál að valdið færist ávallt á sömu hendur, í sömu flokkum, með sömu áherslurnar og með sama baklandið. Því vil ég mæla með því, við þig lesandi góður, sama hvort þú sért óákveðinn eða harðákveðinn. Sama hver pólitísk afstaða þín eða and-pólitísk afstaða þín er, gefðu öðrum tækifæri, ef ekki nema bara til þess eins að gefa valdinu áskorun, valdinu sem skrifar reglurnar, túlkar þær og notfærir sér þær til eigins framdráttar, valdinu sem vantar aðhald. Persónulega get ég sagt að ég ákvað að gefa meðmæli mín til eins af smærri flokkunum, sem ekki hefur haft sæti á þingi, án þess þó að hafa þurft að kryfja stefnuna í þaula. Flokk sem ég trúi að geti haft áhrif á ójöfnuðinn, sem klárlega ríkir í okkar þjóðfélagi, ef hann fær rödd, óháð persónulegum skoðunum mínum á mögulegum einstaka frambjóðendum. Þetta gerði ég einfaldlega vegna þess að mér þykir að stuðningsmenn þessa minni flokka hafi rétt á að kjósa það sem þeir trúa á, að rödd sem flestra fái hljómgrunn og að þeirra fulltrúum sé gefið tækifæri til að hafa áhrif. Það er lýðræði, seljum það ekki ódýrt. Höfundur er kosningabær einstaklingur
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun