Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar 30. október 2024 07:30 „Þið eigið svo marga orlofsdaga“ fæ ég oft að heyra – sérstaklega þegar kjarabarátta kennara er í umræðunni. Já, 30 dagar eru aðeins meira en hjá mörgum og lögbundna lágmarkið en ég þekki fullt af fólki á almennum markaði sem hefur samið um jafn marga daga. Og það eru ekki einungis kennarar sem hafa 30 orlofsdaga í kjarasamningi, það er algengt á opinberum markaði. „En á sumrin?“ Já, ég á 30 orlofsdaga. Allt árið, líka á sumrin. En ég fæ ekki að ráða hvenær ég tek þá. Ég verð að taka þá alla á sumrin. „En hvað með vetrarfrí og jólafrí og páskafrí?“ Já, þá erum við yfirleitt í fríi frá kennslu enda held ég að fáir myndu vilja að við kenndum á Þorláksmessu, á aðfangadag (fyrir kl. 13) eða á milli jóla og nýárs. Og vetrarfríin sem tíðkast var bætt við skóladagatalið því svo margir foreldrar tóku börnin sín úr skóla á skólatíma fyrir utanlandsferðir og slíkt en reynt var að koma í veg fyrir röskun á námi og skólastarfi eins og unnt er með þessu móti. Þessi „frí“ eru auk þess ekki orlofsdagar heldur koma til af uppsöfnuðu vinnuframlagi umfram venjulega vinnuviku á skólaárinu. Venjuleg vinnuvika nemur 40 klukkustundum en kennarar vinna tæplega 43 klukkustundir á viku. Þessir aukatímar leysa ekki út yfirvinnugreiðslur heldur verðum við á móti að taka þessi frí á fyrirfram ákveðnum tíma. Almennt þegar starfsmaður veikist í orlofi á hann rétt á að taka út orlofið seinna, í samráði við vinnuveitanda. Fyrir kennara er þetta tvenns konar. Annars vegar eru „fríin“ á skólaárinu ekki orlof þannig að kennarinn nýtur þá ekki neinna slíkra réttinda, það væri bara synd að verða veikur. Hins vegar eru það orlofsdagar á sumrin. Kennari sem veikist þá þarf að taka út uppsöfnuðu orlofsdagana á endurmenntunartímabilinu sem fer fram í byrjun ágúst. Það er síðan ekki fyrr en allir endurmenntunartímar klárast sem hann á rétt til að taka út orlofið á öðrum tíma í samráði við vinnuveitanda. Og hér er ekki farið út í það hvernig kennarar raunverulega nýta „fríin“ sem er yfirleitt í undirbúning kennslu, yfirferð verkefna og námsmat, eða jafnvel í endurmenntun! Höfundur er kennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Halldór 04.01.2025 Halldór Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
„Þið eigið svo marga orlofsdaga“ fæ ég oft að heyra – sérstaklega þegar kjarabarátta kennara er í umræðunni. Já, 30 dagar eru aðeins meira en hjá mörgum og lögbundna lágmarkið en ég þekki fullt af fólki á almennum markaði sem hefur samið um jafn marga daga. Og það eru ekki einungis kennarar sem hafa 30 orlofsdaga í kjarasamningi, það er algengt á opinberum markaði. „En á sumrin?“ Já, ég á 30 orlofsdaga. Allt árið, líka á sumrin. En ég fæ ekki að ráða hvenær ég tek þá. Ég verð að taka þá alla á sumrin. „En hvað með vetrarfrí og jólafrí og páskafrí?“ Já, þá erum við yfirleitt í fríi frá kennslu enda held ég að fáir myndu vilja að við kenndum á Þorláksmessu, á aðfangadag (fyrir kl. 13) eða á milli jóla og nýárs. Og vetrarfríin sem tíðkast var bætt við skóladagatalið því svo margir foreldrar tóku börnin sín úr skóla á skólatíma fyrir utanlandsferðir og slíkt en reynt var að koma í veg fyrir röskun á námi og skólastarfi eins og unnt er með þessu móti. Þessi „frí“ eru auk þess ekki orlofsdagar heldur koma til af uppsöfnuðu vinnuframlagi umfram venjulega vinnuviku á skólaárinu. Venjuleg vinnuvika nemur 40 klukkustundum en kennarar vinna tæplega 43 klukkustundir á viku. Þessir aukatímar leysa ekki út yfirvinnugreiðslur heldur verðum við á móti að taka þessi frí á fyrirfram ákveðnum tíma. Almennt þegar starfsmaður veikist í orlofi á hann rétt á að taka út orlofið seinna, í samráði við vinnuveitanda. Fyrir kennara er þetta tvenns konar. Annars vegar eru „fríin“ á skólaárinu ekki orlof þannig að kennarinn nýtur þá ekki neinna slíkra réttinda, það væri bara synd að verða veikur. Hins vegar eru það orlofsdagar á sumrin. Kennari sem veikist þá þarf að taka út uppsöfnuðu orlofsdagana á endurmenntunartímabilinu sem fer fram í byrjun ágúst. Það er síðan ekki fyrr en allir endurmenntunartímar klárast sem hann á rétt til að taka út orlofið á öðrum tíma í samráði við vinnuveitanda. Og hér er ekki farið út í það hvernig kennarar raunverulega nýta „fríin“ sem er yfirleitt í undirbúning kennslu, yfirferð verkefna og námsmat, eða jafnvel í endurmenntun! Höfundur er kennari.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun