Nei eða já? Af eða á? Diljá Matthíasardóttir skrifar 29. október 2024 14:45 Nú er það svo að ferðaþjónusta hefur á tiltölulega fáum árum vaxið í að vera ein af meginundirstöðum íslensks hagkerfis. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu af verðmætasköpun landsins nærri 9% og útflutningstekjur samtals um 600 milljarðar, eða hvorki meira né minna en þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Viðhorf hinna ýmsu ráðamanna gagnvart breytingum á þeim sköttum og gjöldum, sem leggjast á þessa stærstu einstöku útflutningsgrein landsins, virðist hins vegar vera einstaklega laust í reipunum. Ferðaþjónustuaðilar hafa oft og tíðum þurft að sætta sig við hækkun á álögum með nær engum fyrirvara. Ráðuneytið ákveður hver borgar Nærtækt er að taka dæmi af gististöðum sem hafa nú ár eftir ár orðið fyrir barðinu á fyrirvaralausum hækkunum á gistináttaskatti. Birtist losaralegt viðhorf ráðamanna nú síðast hjá fjármála- og efnahagsráðherra í greinargerð við frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. þar sem fram kemur að það verði „almennt að játa stjórnvöldum víðtækt svigrúm til tekjuöflunar með skömmum fyrirvara“. Þá segir enn fremur að „gististaðir og skemmtiferðaskip innheimta skattinn hjá sínum viðskiptavinum. Það eru þeir sem raunverulega eiga að greiða skattinn, ekki gististaðurinn og skemmtiferðaskipið. Hækkun á gistináttaskatti ætti því ekki að hafa áhrif á rekstur þessara aðila nema þá ef samdráttur verður í eftirspurn eftir gistingu.“ Afnám gistináttaskatts fyrir bí Miklar vonir voru bundnar við þingsályktun ráðherra ferðamála um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi 21. júní 2024. Þar er meðal annars lagt til að gistináttaskattur verði tekinn til endurskoðunar með það að markmiði að efla samkeppnishæfni og kostir þess að afnema hann kannaðir frekar. Virðast þau áform hafa farið fyrir bí. Með því er lítið gert úr mikilvægi fyrirsjáanleika sem leikur lykilhlutverk í rekstri fyrirtækja, óháð atvinnugrein, enda er það svo í raunheimum að breytingar sem gerðar eru á skattkerfinu með litlum fyrirvara setja áætlanir fyrirtækja í uppnám. Fyrirframgreiðslur og pantanir langt fram í tímann eru venja fremur en undantekning þegar kemur að ferðalögum fólks. Slíkum samningum verður ekki breytt eftir á. Sé það ætlun ráðamanna að ferðamaðurinn sjálfur greiði álagða skatta og gjöld þarf fyrirsjáanleika og festu, ella sitja íslensk ferðaþjónustufyrirtæki uppi með reikninginn. Oft erfitt að finna svarið Það eru vonbrigði að fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki séð sér fært að vinna samkvæmt þingsályktun ráðherra ferðamála og bregðast við ítrekuðum ábendingum ferðaþjónustunnar. Þá er það einnig mikið umhugsunarefni hversu ítrekað er horft fram hjá eðlilegum fyrirvara þegar kemur að skattlagningu á greinina. Engin atvinnugrein ætti að þurfa að starfa við sí endurtekna óvissu um fyrirvaralausar breytingar á sköttum og gjöldum. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanleika sem er grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Í tilfelli ferðaþjónustunnar virðist hins vegar ekki aðeins oft erfitt að finna svarið, eins og segir í laginu, um hvaða hækkun á opinberum álögum kemur næst, heldur virðist það vera nær alltaf. Ferðaþjónustan lifir í voninni um að stjórnvöld taki á sig rögg og búi greininni eðlilegt og sjálfsagt rekstrarumhverfi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Nú er það svo að ferðaþjónusta hefur á tiltölulega fáum árum vaxið í að vera ein af meginundirstöðum íslensks hagkerfis. Árið 2023 var hlutur ferðaþjónustu af verðmætasköpun landsins nærri 9% og útflutningstekjur samtals um 600 milljarðar, eða hvorki meira né minna en þriðjungur af heildarútflutningi Íslands. Viðhorf hinna ýmsu ráðamanna gagnvart breytingum á þeim sköttum og gjöldum, sem leggjast á þessa stærstu einstöku útflutningsgrein landsins, virðist hins vegar vera einstaklega laust í reipunum. Ferðaþjónustuaðilar hafa oft og tíðum þurft að sætta sig við hækkun á álögum með nær engum fyrirvara. Ráðuneytið ákveður hver borgar Nærtækt er að taka dæmi af gististöðum sem hafa nú ár eftir ár orðið fyrir barðinu á fyrirvaralausum hækkunum á gistináttaskatti. Birtist losaralegt viðhorf ráðamanna nú síðast hjá fjármála- og efnahagsráðherra í greinargerð við frumvarp um breytingu á ýmsum lögum um skatta og gjöld o.fl. þar sem fram kemur að það verði „almennt að játa stjórnvöldum víðtækt svigrúm til tekjuöflunar með skömmum fyrirvara“. Þá segir enn fremur að „gististaðir og skemmtiferðaskip innheimta skattinn hjá sínum viðskiptavinum. Það eru þeir sem raunverulega eiga að greiða skattinn, ekki gististaðurinn og skemmtiferðaskipið. Hækkun á gistináttaskatti ætti því ekki að hafa áhrif á rekstur þessara aðila nema þá ef samdráttur verður í eftirspurn eftir gistingu.“ Afnám gistináttaskatts fyrir bí Miklar vonir voru bundnar við þingsályktun ráðherra ferðamála um ferðamálastefnu og aðgerðaráætlun til ársins 2030 sem var samþykkt á Alþingi 21. júní 2024. Þar er meðal annars lagt til að gistináttaskattur verði tekinn til endurskoðunar með það að markmiði að efla samkeppnishæfni og kostir þess að afnema hann kannaðir frekar. Virðast þau áform hafa farið fyrir bí. Með því er lítið gert úr mikilvægi fyrirsjáanleika sem leikur lykilhlutverk í rekstri fyrirtækja, óháð atvinnugrein, enda er það svo í raunheimum að breytingar sem gerðar eru á skattkerfinu með litlum fyrirvara setja áætlanir fyrirtækja í uppnám. Fyrirframgreiðslur og pantanir langt fram í tímann eru venja fremur en undantekning þegar kemur að ferðalögum fólks. Slíkum samningum verður ekki breytt eftir á. Sé það ætlun ráðamanna að ferðamaðurinn sjálfur greiði álagða skatta og gjöld þarf fyrirsjáanleika og festu, ella sitja íslensk ferðaþjónustufyrirtæki uppi með reikninginn. Oft erfitt að finna svarið Það eru vonbrigði að fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki séð sér fært að vinna samkvæmt þingsályktun ráðherra ferðamála og bregðast við ítrekuðum ábendingum ferðaþjónustunnar. Þá er það einnig mikið umhugsunarefni hversu ítrekað er horft fram hjá eðlilegum fyrirvara þegar kemur að skattlagningu á greinina. Engin atvinnugrein ætti að þurfa að starfa við sí endurtekna óvissu um fyrirvaralausar breytingar á sköttum og gjöldum. Það er eðlileg krafa fyrirtækja að óska eftir fyrirsjáanleika sem er grundvallarforsenda stöðugleika í rekstri. Í tilfelli ferðaþjónustunnar virðist hins vegar ekki aðeins oft erfitt að finna svarið, eins og segir í laginu, um hvaða hækkun á opinberum álögum kemur næst, heldur virðist það vera nær alltaf. Ferðaþjónustan lifir í voninni um að stjórnvöld taki á sig rögg og búi greininni eðlilegt og sjálfsagt rekstrarumhverfi. Höfundur er hagfræðingur Samtaka ferðaþjónustunnar.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun