Með aukinni farsæld hefur hlutverk fagmenntaðra sérkennara aldrei verið mikilvægara Sædís Ósk Harðardóttir og Helga Þórey Júlíudóttir skrifa 29. október 2024 13:00 Sérkennarar gegna lykilhlutverki í menntakerfinu þar sem hlutverk þeirra er að veita börnum og unglingum með ólíkar þarfir einstaklingsbundinn og markvissan stuðning með það að markmiði að tryggja farsæld og jafnrétti til náms. Hlutverk sérkennarans er ekki lengur aðeins bundið við sérkennslu heldur hefur það þróast til að styðja almennt skólastarf í gegnum samstarf við kennara, skólastjórnendur og aðra fagaðila í teymisvinnu. Í nýju farsældarlögunum er áhersla lögð á heildræna og einstaklingsmiðaða nálgun á velferð barna þar sem lögin beina sjónum að því að efla skólasamfélög til að mæta öllum börnum með virkum stuðningi. Þessi breytta nálgun samræmist einmitt markmiðum farsældarlaganna um heildrænt skólasamfélag og stuðlar að því að allir nemendur fái jöfn tækifæri til náms og þátttöku og fái tækifæri til að þroskast og læra í samfélagi við aðra. Sérkennarar hafa fagmenntað sig sérstaklega til þess að geta mætt fjölbreyttum þörfum nemenda og aðlagað námsumhverfið að einstaklingunum þannig að það skapist menning sem ýtir undir að styrkleikar allra fái að njóta sín. Mikil breyting hefur orðið á starfsumhverfinu þar sem sérkennarar vinna nú statt og stöðugt að því að styrkja námsumhverfið fyrir alla nemendur í gegnum teymisvinnu. Menntunin veitir þeim bæði djúpa þekkingu á námsörðugleikum og víðtæka færni í aðferðum sem auðvelda nemendum bæði nám og félagslega þátttöku. Með því að veita ráðgjöf og stuðning í teymum eru sérkennarar leiðandi stoð fyrir skólana og með því að mæta þörfum nemenda og kennara er tryggt að börn og ungmenni fái snemmtæka íhlutun sem þau þurfa á réttum tíma og á þeim vettvangi sem þeim hentar best. Fagþekking sérkennara þegar kemur að snemmtækum stuðningi er veigamikill þáttur í allri heildrænni nálgun á aðlögun á námsumhverfi. Snemmtækur stuðningur dregur úr þörf fyrir aðgreind úrræði og eykur líkur á farsælli skólagöngu fyrir fjölbreyttan hópa nemenda. Þar er hlutverk sérkennarans að grípa inn í og styðja þá nemendur sem sýna merki um náms- eða félagslega erfiðleika. Slíkt fyrirkomulag ýtir undir inngildingu, þar sem markmiðið er að veita stuðning um leið og hans er þörf. Sérkennarar þurfa að vera fjölhæfir, hafa til að bera útsjónarsemi, þekkja birtingarmyndir sértækra námsörðugleika án þess að sérhæfa sig um of á þröngum sviðum því innan fagþekkingu þeirra þurfa að rúmast auðlindir allra nemenda og heildrænt fjölbreytt námsmat. Nám til skilnings er kennsluháttur sem miðar að því að kennarar hafi skýra innsýn á markmiðum þess náms sem er til grundvallar og hvernig þeir meta skilning nemenda á náminu. Þessi aðferð er markviss og byggir á því að tryggja að nemendur öðlist eins djúpan skilning á námsefninu og frekast er unnt. Að framansögðu er ljóst að sérkennarar gegna lykilhlutverki við að byggja upp skólasamfélag sem tekur tillit til fjölbreyttra þarfa barna. Með nýju lögunum er ábyrgð þeirra aukin og hlutverk þeirra ennþá stærra en áður var þar sem teymisvinna og heildrænni nálgun er á farsæld allra nemenda í íslensku skólakerfi. Félag sérkennara á Íslandi sem hefur lagt mikið af mörkum til þróunar á faglegu skólastarfi fagnar 54 ára afmæli sínu í dag 29. október, félagið undirstrikar mikilvægi sérkennara sem lykilfagaðila í farsæld barna og unglinga. Samkennd, samlíðan og að skapa tengsl og skilning milli ólíkra hópa hefur orðið enn stærra verkefni en áður, eftir að stefna um skóla án aðgreiningar (inngildandi skólastarf) var innleidd (Eva Harðardóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2024) og því hærra hlutfall af starfi kennarans ósýnilegt en áður. Fyrir kennara eru nemendur svo sannarlega strákarnir, stelpurnar og stálpin okkar allra og ánægjan yfir hverjum nemenda sem blómstar í námi er sætur og gefandi sigur. Það væri óskandi að samfélagið sameinist um að menntun sé grunnstoð og standi með öllum kennurum sem búa yfir margbreytilegri sérfræðikunnáttu til að efla nemendur til árangurs. Stærsti sigurinn er fólginn í liðsheildinni sem felst í menntun fyrir alla með öflugum kennurum sem standa svo sannarlega með nemendum sínum og fylgja þeim alla leið að sigri mannsandans. Sædís Ósk Harðardóttir er formaður Félags sérkennara á Íslandi og Helga Þórey Júlíudóttir er stjórnarkona Félags sérkennara á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Svona hjúkrum við heilbrigðiskerfinu Helga Vala Helgadóttir Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Er sund hollara en líkamsrækt? Guðmundur Edgarsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sérkennarar gegna lykilhlutverki í menntakerfinu þar sem hlutverk þeirra er að veita börnum og unglingum með ólíkar þarfir einstaklingsbundinn og markvissan stuðning með það að markmiði að tryggja farsæld og jafnrétti til náms. Hlutverk sérkennarans er ekki lengur aðeins bundið við sérkennslu heldur hefur það þróast til að styðja almennt skólastarf í gegnum samstarf við kennara, skólastjórnendur og aðra fagaðila í teymisvinnu. Í nýju farsældarlögunum er áhersla lögð á heildræna og einstaklingsmiðaða nálgun á velferð barna þar sem lögin beina sjónum að því að efla skólasamfélög til að mæta öllum börnum með virkum stuðningi. Þessi breytta nálgun samræmist einmitt markmiðum farsældarlaganna um heildrænt skólasamfélag og stuðlar að því að allir nemendur fái jöfn tækifæri til náms og þátttöku og fái tækifæri til að þroskast og læra í samfélagi við aðra. Sérkennarar hafa fagmenntað sig sérstaklega til þess að geta mætt fjölbreyttum þörfum nemenda og aðlagað námsumhverfið að einstaklingunum þannig að það skapist menning sem ýtir undir að styrkleikar allra fái að njóta sín. Mikil breyting hefur orðið á starfsumhverfinu þar sem sérkennarar vinna nú statt og stöðugt að því að styrkja námsumhverfið fyrir alla nemendur í gegnum teymisvinnu. Menntunin veitir þeim bæði djúpa þekkingu á námsörðugleikum og víðtæka færni í aðferðum sem auðvelda nemendum bæði nám og félagslega þátttöku. Með því að veita ráðgjöf og stuðning í teymum eru sérkennarar leiðandi stoð fyrir skólana og með því að mæta þörfum nemenda og kennara er tryggt að börn og ungmenni fái snemmtæka íhlutun sem þau þurfa á réttum tíma og á þeim vettvangi sem þeim hentar best. Fagþekking sérkennara þegar kemur að snemmtækum stuðningi er veigamikill þáttur í allri heildrænni nálgun á aðlögun á námsumhverfi. Snemmtækur stuðningur dregur úr þörf fyrir aðgreind úrræði og eykur líkur á farsælli skólagöngu fyrir fjölbreyttan hópa nemenda. Þar er hlutverk sérkennarans að grípa inn í og styðja þá nemendur sem sýna merki um náms- eða félagslega erfiðleika. Slíkt fyrirkomulag ýtir undir inngildingu, þar sem markmiðið er að veita stuðning um leið og hans er þörf. Sérkennarar þurfa að vera fjölhæfir, hafa til að bera útsjónarsemi, þekkja birtingarmyndir sértækra námsörðugleika án þess að sérhæfa sig um of á þröngum sviðum því innan fagþekkingu þeirra þurfa að rúmast auðlindir allra nemenda og heildrænt fjölbreytt námsmat. Nám til skilnings er kennsluháttur sem miðar að því að kennarar hafi skýra innsýn á markmiðum þess náms sem er til grundvallar og hvernig þeir meta skilning nemenda á náminu. Þessi aðferð er markviss og byggir á því að tryggja að nemendur öðlist eins djúpan skilning á námsefninu og frekast er unnt. Að framansögðu er ljóst að sérkennarar gegna lykilhlutverki við að byggja upp skólasamfélag sem tekur tillit til fjölbreyttra þarfa barna. Með nýju lögunum er ábyrgð þeirra aukin og hlutverk þeirra ennþá stærra en áður var þar sem teymisvinna og heildrænni nálgun er á farsæld allra nemenda í íslensku skólakerfi. Félag sérkennara á Íslandi sem hefur lagt mikið af mörkum til þróunar á faglegu skólastarfi fagnar 54 ára afmæli sínu í dag 29. október, félagið undirstrikar mikilvægi sérkennara sem lykilfagaðila í farsæld barna og unglinga. Samkennd, samlíðan og að skapa tengsl og skilning milli ólíkra hópa hefur orðið enn stærra verkefni en áður, eftir að stefna um skóla án aðgreiningar (inngildandi skólastarf) var innleidd (Eva Harðardóttir og Berglind Rós Magnúsdóttir, 2024) og því hærra hlutfall af starfi kennarans ósýnilegt en áður. Fyrir kennara eru nemendur svo sannarlega strákarnir, stelpurnar og stálpin okkar allra og ánægjan yfir hverjum nemenda sem blómstar í námi er sætur og gefandi sigur. Það væri óskandi að samfélagið sameinist um að menntun sé grunnstoð og standi með öllum kennurum sem búa yfir margbreytilegri sérfræðikunnáttu til að efla nemendur til árangurs. Stærsti sigurinn er fólginn í liðsheildinni sem felst í menntun fyrir alla með öflugum kennurum sem standa svo sannarlega með nemendum sínum og fylgja þeim alla leið að sigri mannsandans. Sædís Ósk Harðardóttir er formaður Félags sérkennara á Íslandi og Helga Þórey Júlíudóttir er stjórnarkona Félags sérkennara á Íslandi.
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir Skoðun