Barningur smáframleiðenda Fjóla Einarsdóttir skrifar 27. október 2024 07:01 Samtalið á milli frumkvöðla í matargerð og smáframleiðenda á Íslandi skiptir svo miklu máli. Við gætum skrifað sögu hvers annars. Hver baráttan á fætur annarri, mætti stundum halda að við værum í Flugumýrabardaga í Skagafirði á Landnámsöld en ekki að framleiða matvæli. Fjármálaumhverfið á Íslandi er ekki að vinna með okkur en einhvern veginn höldum við áfram með hugsjónina að vopni. Við hjá Livefood, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, erum í samtökum smáframleiðenda matvæla á Íslandi og höfum átt virkilega góð samtöl við okkar fólk þar og skiljum hvað felst í því að framleiða vöru á Íslandi og koma henni á markað. Stórmarkaðir á Íslandi vilja fá vörurnar okkar í sínar búðir og bókstaflega vinna markvisst að því að gefa smáframleiðendum pláss Fyrir það erum við hjá Livefood persónulega afskaplega þakklát. Allt sem heitir velvilji og stuðningur er kærkominn þegar unnið er myrkranna á milli. Stóru fyrirtækin á Íslandi byrjuðu sem hugmynd. Við höfum átt samtöl við mörg þeirra og kynnst hvernig þeirra upphaf var. Barningur í upphafi í langflestum tilfellum, stór saga en mikilvægastu skilaboðin að halda áfram og gefast ekki upp þegar á móti blæs. Nú er komið að kosningum og ný ríkisstjórn mun taka til starfa ásamt nýjum þingmönnum eftir þær. Það verður í mörg horn að líta en vonir okkar standa til að nýsköpun í íslenskri matargerð fái að blómstra sem aldrei fyrr og stuðningur við smáframleiðendur aukist til muna. “Það mun blómstra sem ljósið skín á” eru orð sem hafa fylgt mér lengi en fyrir 17 árum tók ég viðtal sem ungur háskólanemi við Þorstein Inga heitinn sem þá var framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hann sagði þessi orð þegar hann var að útskýra mikilvægi þess að láta ljósið skína á nýsköpun á Íslandi. Ég vil leggja áherslu á þessi orð og vonir mínar standa til að ljósið muni skína á íslenska smáframleiðendur á Íslandi eftir næstu kosningar. Leyfa þeim að blómstra og þá munu þeir skila hagnaði sínum beint inn í íslenskt hagkerfi og sameiginlega sjóði landsins seinna meir. Við þurfum að stækka kökuna. Þeir sem tilheyra hópi smáfamleiðanda eru ólíkir einstaklingar sem hafa sínar persónulegu skoðanir á hvað ljósinu skal beint að en munum það að við höfum ekki bara eitt ljós og ef út í það er farið nákvæmlega 63 ljós á Alþingi. Ég er að minna komandi þingmenn á okkur smáframleiðendur og mikilvægi okkar í keðjunni með þessum skrifum. Fjárfestar þurfa einnig að skoða þennan málaflokk betur og leggja til sitt. Málaflokkarnir sem þurfa á ljósi að halda eru margir og ljósið þarf og verður að skína víða. Ég vona að ég fái hlustun og skilning á okkar málaflokk. Styðjum íslenska smáframleiðendur sem aldrei fyrr á komandi árum og verum bæði í orði og á borði í þeirra liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Samtalið á milli frumkvöðla í matargerð og smáframleiðenda á Íslandi skiptir svo miklu máli. Við gætum skrifað sögu hvers annars. Hver baráttan á fætur annarri, mætti stundum halda að við værum í Flugumýrabardaga í Skagafirði á Landnámsöld en ekki að framleiða matvæli. Fjármálaumhverfið á Íslandi er ekki að vinna með okkur en einhvern veginn höldum við áfram með hugsjónina að vopni. Við hjá Livefood, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, erum í samtökum smáframleiðenda matvæla á Íslandi og höfum átt virkilega góð samtöl við okkar fólk þar og skiljum hvað felst í því að framleiða vöru á Íslandi og koma henni á markað. Stórmarkaðir á Íslandi vilja fá vörurnar okkar í sínar búðir og bókstaflega vinna markvisst að því að gefa smáframleiðendum pláss Fyrir það erum við hjá Livefood persónulega afskaplega þakklát. Allt sem heitir velvilji og stuðningur er kærkominn þegar unnið er myrkranna á milli. Stóru fyrirtækin á Íslandi byrjuðu sem hugmynd. Við höfum átt samtöl við mörg þeirra og kynnst hvernig þeirra upphaf var. Barningur í upphafi í langflestum tilfellum, stór saga en mikilvægastu skilaboðin að halda áfram og gefast ekki upp þegar á móti blæs. Nú er komið að kosningum og ný ríkisstjórn mun taka til starfa ásamt nýjum þingmönnum eftir þær. Það verður í mörg horn að líta en vonir okkar standa til að nýsköpun í íslenskri matargerð fái að blómstra sem aldrei fyrr og stuðningur við smáframleiðendur aukist til muna. “Það mun blómstra sem ljósið skín á” eru orð sem hafa fylgt mér lengi en fyrir 17 árum tók ég viðtal sem ungur háskólanemi við Þorstein Inga heitinn sem þá var framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hann sagði þessi orð þegar hann var að útskýra mikilvægi þess að láta ljósið skína á nýsköpun á Íslandi. Ég vil leggja áherslu á þessi orð og vonir mínar standa til að ljósið muni skína á íslenska smáframleiðendur á Íslandi eftir næstu kosningar. Leyfa þeim að blómstra og þá munu þeir skila hagnaði sínum beint inn í íslenskt hagkerfi og sameiginlega sjóði landsins seinna meir. Við þurfum að stækka kökuna. Þeir sem tilheyra hópi smáfamleiðanda eru ólíkir einstaklingar sem hafa sínar persónulegu skoðanir á hvað ljósinu skal beint að en munum það að við höfum ekki bara eitt ljós og ef út í það er farið nákvæmlega 63 ljós á Alþingi. Ég er að minna komandi þingmenn á okkur smáframleiðendur og mikilvægi okkar í keðjunni með þessum skrifum. Fjárfestar þurfa einnig að skoða þennan málaflokk betur og leggja til sitt. Málaflokkarnir sem þurfa á ljósi að halda eru margir og ljósið þarf og verður að skína víða. Ég vona að ég fái hlustun og skilning á okkar málaflokk. Styðjum íslenska smáframleiðendur sem aldrei fyrr á komandi árum og verum bæði í orði og á borði í þeirra liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar