Barningur smáframleiðenda Fjóla Einarsdóttir skrifar 27. október 2024 07:01 Samtalið á milli frumkvöðla í matargerð og smáframleiðenda á Íslandi skiptir svo miklu máli. Við gætum skrifað sögu hvers annars. Hver baráttan á fætur annarri, mætti stundum halda að við værum í Flugumýrabardaga í Skagafirði á Landnámsöld en ekki að framleiða matvæli. Fjármálaumhverfið á Íslandi er ekki að vinna með okkur en einhvern veginn höldum við áfram með hugsjónina að vopni. Við hjá Livefood, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, erum í samtökum smáframleiðenda matvæla á Íslandi og höfum átt virkilega góð samtöl við okkar fólk þar og skiljum hvað felst í því að framleiða vöru á Íslandi og koma henni á markað. Stórmarkaðir á Íslandi vilja fá vörurnar okkar í sínar búðir og bókstaflega vinna markvisst að því að gefa smáframleiðendum pláss Fyrir það erum við hjá Livefood persónulega afskaplega þakklát. Allt sem heitir velvilji og stuðningur er kærkominn þegar unnið er myrkranna á milli. Stóru fyrirtækin á Íslandi byrjuðu sem hugmynd. Við höfum átt samtöl við mörg þeirra og kynnst hvernig þeirra upphaf var. Barningur í upphafi í langflestum tilfellum, stór saga en mikilvægastu skilaboðin að halda áfram og gefast ekki upp þegar á móti blæs. Nú er komið að kosningum og ný ríkisstjórn mun taka til starfa ásamt nýjum þingmönnum eftir þær. Það verður í mörg horn að líta en vonir okkar standa til að nýsköpun í íslenskri matargerð fái að blómstra sem aldrei fyrr og stuðningur við smáframleiðendur aukist til muna. “Það mun blómstra sem ljósið skín á” eru orð sem hafa fylgt mér lengi en fyrir 17 árum tók ég viðtal sem ungur háskólanemi við Þorstein Inga heitinn sem þá var framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hann sagði þessi orð þegar hann var að útskýra mikilvægi þess að láta ljósið skína á nýsköpun á Íslandi. Ég vil leggja áherslu á þessi orð og vonir mínar standa til að ljósið muni skína á íslenska smáframleiðendur á Íslandi eftir næstu kosningar. Leyfa þeim að blómstra og þá munu þeir skila hagnaði sínum beint inn í íslenskt hagkerfi og sameiginlega sjóði landsins seinna meir. Við þurfum að stækka kökuna. Þeir sem tilheyra hópi smáfamleiðanda eru ólíkir einstaklingar sem hafa sínar persónulegu skoðanir á hvað ljósinu skal beint að en munum það að við höfum ekki bara eitt ljós og ef út í það er farið nákvæmlega 63 ljós á Alþingi. Ég er að minna komandi þingmenn á okkur smáframleiðendur og mikilvægi okkar í keðjunni með þessum skrifum. Fjárfestar þurfa einnig að skoða þennan málaflokk betur og leggja til sitt. Málaflokkarnir sem þurfa á ljósi að halda eru margir og ljósið þarf og verður að skína víða. Ég vona að ég fái hlustun og skilning á okkar málaflokk. Styðjum íslenska smáframleiðendur sem aldrei fyrr á komandi árum og verum bæði í orði og á borði í þeirra liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjóla Einarsdóttir Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Sjá meira
Samtalið á milli frumkvöðla í matargerð og smáframleiðenda á Íslandi skiptir svo miklu máli. Við gætum skrifað sögu hvers annars. Hver baráttan á fætur annarri, mætti stundum halda að við værum í Flugumýrabardaga í Skagafirði á Landnámsöld en ekki að framleiða matvæli. Fjármálaumhverfið á Íslandi er ekki að vinna með okkur en einhvern veginn höldum við áfram með hugsjónina að vopni. Við hjá Livefood, sem er fyrsta og eina grænkera ostagerðin á Íslandi, erum í samtökum smáframleiðenda matvæla á Íslandi og höfum átt virkilega góð samtöl við okkar fólk þar og skiljum hvað felst í því að framleiða vöru á Íslandi og koma henni á markað. Stórmarkaðir á Íslandi vilja fá vörurnar okkar í sínar búðir og bókstaflega vinna markvisst að því að gefa smáframleiðendum pláss Fyrir það erum við hjá Livefood persónulega afskaplega þakklát. Allt sem heitir velvilji og stuðningur er kærkominn þegar unnið er myrkranna á milli. Stóru fyrirtækin á Íslandi byrjuðu sem hugmynd. Við höfum átt samtöl við mörg þeirra og kynnst hvernig þeirra upphaf var. Barningur í upphafi í langflestum tilfellum, stór saga en mikilvægastu skilaboðin að halda áfram og gefast ekki upp þegar á móti blæs. Nú er komið að kosningum og ný ríkisstjórn mun taka til starfa ásamt nýjum þingmönnum eftir þær. Það verður í mörg horn að líta en vonir okkar standa til að nýsköpun í íslenskri matargerð fái að blómstra sem aldrei fyrr og stuðningur við smáframleiðendur aukist til muna. “Það mun blómstra sem ljósið skín á” eru orð sem hafa fylgt mér lengi en fyrir 17 árum tók ég viðtal sem ungur háskólanemi við Þorstein Inga heitinn sem þá var framkvæmdastjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands. Hann sagði þessi orð þegar hann var að útskýra mikilvægi þess að láta ljósið skína á nýsköpun á Íslandi. Ég vil leggja áherslu á þessi orð og vonir mínar standa til að ljósið muni skína á íslenska smáframleiðendur á Íslandi eftir næstu kosningar. Leyfa þeim að blómstra og þá munu þeir skila hagnaði sínum beint inn í íslenskt hagkerfi og sameiginlega sjóði landsins seinna meir. Við þurfum að stækka kökuna. Þeir sem tilheyra hópi smáfamleiðanda eru ólíkir einstaklingar sem hafa sínar persónulegu skoðanir á hvað ljósinu skal beint að en munum það að við höfum ekki bara eitt ljós og ef út í það er farið nákvæmlega 63 ljós á Alþingi. Ég er að minna komandi þingmenn á okkur smáframleiðendur og mikilvægi okkar í keðjunni með þessum skrifum. Fjárfestar þurfa einnig að skoða þennan málaflokk betur og leggja til sitt. Málaflokkarnir sem þurfa á ljósi að halda eru margir og ljósið þarf og verður að skína víða. Ég vona að ég fái hlustun og skilning á okkar málaflokk. Styðjum íslenska smáframleiðendur sem aldrei fyrr á komandi árum og verum bæði í orði og á borði í þeirra liði. Höfundur er framkvæmdastjóri Livefood
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar