Ísrael gerir loftárás á Íran Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 00:01 Mynd úr safni. AP/Hassan Ammar Ísraelski herinn hefur hafið loftárásir á Íran. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ísraelsher en þeir segjast nú framkvæma hnitmiðaðar árásir á hernaðarleg skotmörk í Íran. Fréttastofa BBC greinir frá. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelsher segir árásina vera svar við „mörgum mánuðum af árásum frá Íran gegn Ísrael“. Hagari bætir við að ríki Ísraels eigi fullan rétt á því að verja sig gegn linnulausum árásum Íran. „Við munum gera allt sem við þurfum til að verja Ísrael og fólkið í ríkinu.“ In response to months of continuous attacks from the regime in Iran against the State of Israel—right now the Israel Defense Forces is conducting precise strikes on military targets in Iran. The regime in Iran and its proxies in the region have been relentlessly attacking… pic.twitter.com/OcHUy7nQvN— Israel Defense Forces (@IDF) October 25, 2024 Umfang árásar Ísraels er óljóst að svo stöddu en samkvæmt írönskum miðlum er enn eðlileg starfsemi á báðum flugvöllum við höfuðborg landsins. Íranska fréttastofan Fars greinir frá því að herstöðvar sunnan og vestan við höfuðborgina hafi orðið fyrir skotflaugum. Sýrlenskir miðlar herma að loftvarnir Sýrlands hafi skotið niður nokkrar skotflaugar frá Ísrael. Jafnframt kemur fram að þó nokkrar skotflaugar Ísrael hafi lent í suðurhluta Sýrlands. Í írönskum miðlum er tekið fram að sprengingar hafi heyrst fyrir utan Teheran, höfuðborg Íran. Leyniþjónusta Íran sagði í samtali við ríkissjónvarpið þar í landi að sprengingarnar gæti verið hávaði frá loftvörnum Íran. Í tilkynningu frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum kemur fram að árásin sé svar Ísraels við loftárás Íran sem var þann fyrsta október þegar Íran skaut tvö hundruð skotflaugum að Ísrael. Ísrael hefur að svo stöddu ekki gefið neinar leiðbeiningar til íbúa þess efnis að leita sér skjóls en Ísraelsher segist vera öllu viðbúinn. Herinn fylgist grannt með öllum hreyfingum Íran. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira
Fréttastofa BBC greinir frá. Daniel Hagari, talsmaður Ísraelsher segir árásina vera svar við „mörgum mánuðum af árásum frá Íran gegn Ísrael“. Hagari bætir við að ríki Ísraels eigi fullan rétt á því að verja sig gegn linnulausum árásum Íran. „Við munum gera allt sem við þurfum til að verja Ísrael og fólkið í ríkinu.“ In response to months of continuous attacks from the regime in Iran against the State of Israel—right now the Israel Defense Forces is conducting precise strikes on military targets in Iran. The regime in Iran and its proxies in the region have been relentlessly attacking… pic.twitter.com/OcHUy7nQvN— Israel Defense Forces (@IDF) October 25, 2024 Umfang árásar Ísraels er óljóst að svo stöddu en samkvæmt írönskum miðlum er enn eðlileg starfsemi á báðum flugvöllum við höfuðborg landsins. Íranska fréttastofan Fars greinir frá því að herstöðvar sunnan og vestan við höfuðborgina hafi orðið fyrir skotflaugum. Sýrlenskir miðlar herma að loftvarnir Sýrlands hafi skotið niður nokkrar skotflaugar frá Ísrael. Jafnframt kemur fram að þó nokkrar skotflaugar Ísrael hafi lent í suðurhluta Sýrlands. Í írönskum miðlum er tekið fram að sprengingar hafi heyrst fyrir utan Teheran, höfuðborg Íran. Leyniþjónusta Íran sagði í samtali við ríkissjónvarpið þar í landi að sprengingarnar gæti verið hávaði frá loftvörnum Íran. Í tilkynningu frá stjórnvöldum í Bandaríkjunum kemur fram að árásin sé svar Ísraels við loftárás Íran sem var þann fyrsta október þegar Íran skaut tvö hundruð skotflaugum að Ísrael. Ísrael hefur að svo stöddu ekki gefið neinar leiðbeiningar til íbúa þess efnis að leita sér skjóls en Ísraelsher segist vera öllu viðbúinn. Herinn fylgist grannt með öllum hreyfingum Íran.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Íran Mest lesið Sérsveitin vaktaði heimili Snorra og fjölskyldu í nótt Innlent Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Snorri rýfur þögnina: Viðbrögðin staðfesti áhyggjur af þöggun Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Ætlar þú að græða á spilafíklum? Bara svo Excel og bankinn líti vel út?“ Innlent „Fáum enn á borð til okkar atriði sem maður missir hökuna yfir“ Innlent Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Erlent Stjórn Samtakanna ´78 fordæmir hótanir í garð Snorra og fjölskyldu Innlent Fleiri fréttir Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Sjá meira