Ræddi við konuna og fékk bingó: „Tími til að fara aftur til Eyja Aron Guðmundsson skrifar 26. október 2024 09:31 Þorlákur Árnason, nýr þjálfari karlaliðs ÍBV í fótbolta þekkir vel til Vestmannaeyja og er spenntur fyrir því að snúa þangað aftur. Mynd: ÍBV Eftir ævintýri í Hong Kong, Portúgal og Svíþjóð er komið að næsta kafla á þjálfaraferli Þorláks Árnasonar sem hefur verið ráðinn þjálfari ÍBV sem leikur í Bestu deildinni á næsta ári. Láki, eins og hann er jafnan kallaður, er spenntur að snúa aftur til Eyja þar sem að hann átti góðar stundir sem krakki. Hann vill að ÍBV liðið sýni hinn sanna anda sem einkennir Eyjamenn. Aðdragandinn að samstarfi Þorláks og ÍBV var stuttur. Hann var að eigin sögn ný lagstur í sófann eftir að hætt sem þjálfari portúgalska kvennaliðsins Damaiense sem náði sínum besta árangri frá upphafi í úrvalsdeildinni, þegar að kallið kom úr Vestmannaeyjum eftir að Hermann Hreiðarsson hafði óvænt sagt upp störfum sem þjálfari liðsins. Þorlákur mun flytja til Eyja, fjölskyldan verður eftir á höfuðborgarsvæðinu, Láki þekkir lífið á eyjunni vel og segir það einna helst tvennt sem heilli hann við það tækifæri að taka við ÍBV á þessum tímapunkti. „Ég er náttúrulega alinn upp í Vestmannaeyjum. Bjó þar sem krakki og fannst núna vera kominn tími til að fara aftur til Eyja. Síðan finnst mér þetta ÍBV lið mjög spennandi. Það eru leikmenn þarna á góðum aldri. Leikmenn á aldrinum 22-27 ára. Margir leikmenn sem geta bætt sig að mínu mati. Þetta tvennt gerði útslagið fyrir mig.“ ÍBV tryggði sig beint upp í Bestu deildina með því að verða Lengjudeildarmeistari. Fótboltahefðin er mikil í Eyjum, margir sem horfa á ÍBV sem félag sem á heima í efstu deild en karlaliðið hefur verið yoyo undanfarin ár. „Lengjudeildin er gríðarlega erfið og jöfn deild eins og þú sagðir sjálfur. Ég er búinn að þjálfa í henni nokkrum sinnum. Ég held bara að það sé stemning í þessum leikmannahópi. Aðkomumennirnir sem hafa verið á mála hjá liðinu eru orðnir að miklu leiti bara Eyjamenn. Það er nauðsynlegt. Stemningin er svo mikilvægur þáttur í þessu þegar að þú ert að spila fyrir ÍBV. Þeir áttu skilið að fara upp. Nú snýst þetta bara um að sanna sig í Bestu deildinni.“ „Ég held að í grunnin sé það akkúrat það sem þessir hlutlausu hugsa. Er ÍBV að fara að vera áfram eitthvað yoyo lið? Ég hef trú á því að við verðum með frambærilegt lið á næsta ári. Það hefur allavegana engin áhrif á mig.“ Eyjamenn breytast í Spartverja Láki ætlar að flytjast búferlum til Vestmannaeyja. „Stutt spjall við konuna og bingó,“ segir Láki sem heldur þó einn til Vestmannaeyja. „Konan er æviráðin íþróttakennari hérna konan og fer ekki fet. Við höfum þó náð góðu jafnvægi í sambandið með því að vera í fjarbúð. Það verður ekkert vandamál.“ Fram undan spennandi tímar í Vestmannaeyjum þar sem að Láki skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV. Hvernig horfir hann á þessi þrjú ár fram undan varðandi liðið og fótboltann? „Ég hef lært að hugsa þetta bara eitt ár fram í tímann. Fyrsta verkið núna er að hitta leikmenn, fara yfir stöðuna með þeim. Fá það á hreint hvaða leikmenn verða áfram. Það eru einhverjir leikmenn sem eru að hætta, aðrir sem eru að færa sig um set. Síðan förum við í að reyna fá leikmenn inn í stað þeirra sem eru að fara. Ég sest niður með leikmönnum og fer yfir markmiðin. Ég bara vonast til að við verðum með lið sem getur verið með þennan eyja anda. Að við höldum honum. Það er bara þannig í heimamönnunum sem og þeim sem fara til Eyja að þeir breytast í einhverja Spartverja þegar að leikurinn er flautaður á. Svo viljum við líka spila góðan fótbolta. Blanda þessu tvennu saman. Spilað stutt og langt, hafa baráttu en líka tæknilega getu. Það er það sem skiptir mig mestu máli. Að hafa þessi einkennismerki, DNA-ið í liðinu verði spennandi.“ Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira
Aðdragandinn að samstarfi Þorláks og ÍBV var stuttur. Hann var að eigin sögn ný lagstur í sófann eftir að hætt sem þjálfari portúgalska kvennaliðsins Damaiense sem náði sínum besta árangri frá upphafi í úrvalsdeildinni, þegar að kallið kom úr Vestmannaeyjum eftir að Hermann Hreiðarsson hafði óvænt sagt upp störfum sem þjálfari liðsins. Þorlákur mun flytja til Eyja, fjölskyldan verður eftir á höfuðborgarsvæðinu, Láki þekkir lífið á eyjunni vel og segir það einna helst tvennt sem heilli hann við það tækifæri að taka við ÍBV á þessum tímapunkti. „Ég er náttúrulega alinn upp í Vestmannaeyjum. Bjó þar sem krakki og fannst núna vera kominn tími til að fara aftur til Eyja. Síðan finnst mér þetta ÍBV lið mjög spennandi. Það eru leikmenn þarna á góðum aldri. Leikmenn á aldrinum 22-27 ára. Margir leikmenn sem geta bætt sig að mínu mati. Þetta tvennt gerði útslagið fyrir mig.“ ÍBV tryggði sig beint upp í Bestu deildina með því að verða Lengjudeildarmeistari. Fótboltahefðin er mikil í Eyjum, margir sem horfa á ÍBV sem félag sem á heima í efstu deild en karlaliðið hefur verið yoyo undanfarin ár. „Lengjudeildin er gríðarlega erfið og jöfn deild eins og þú sagðir sjálfur. Ég er búinn að þjálfa í henni nokkrum sinnum. Ég held bara að það sé stemning í þessum leikmannahópi. Aðkomumennirnir sem hafa verið á mála hjá liðinu eru orðnir að miklu leiti bara Eyjamenn. Það er nauðsynlegt. Stemningin er svo mikilvægur þáttur í þessu þegar að þú ert að spila fyrir ÍBV. Þeir áttu skilið að fara upp. Nú snýst þetta bara um að sanna sig í Bestu deildinni.“ „Ég held að í grunnin sé það akkúrat það sem þessir hlutlausu hugsa. Er ÍBV að fara að vera áfram eitthvað yoyo lið? Ég hef trú á því að við verðum með frambærilegt lið á næsta ári. Það hefur allavegana engin áhrif á mig.“ Eyjamenn breytast í Spartverja Láki ætlar að flytjast búferlum til Vestmannaeyja. „Stutt spjall við konuna og bingó,“ segir Láki sem heldur þó einn til Vestmannaeyja. „Konan er æviráðin íþróttakennari hérna konan og fer ekki fet. Við höfum þó náð góðu jafnvægi í sambandið með því að vera í fjarbúð. Það verður ekkert vandamál.“ Fram undan spennandi tímar í Vestmannaeyjum þar sem að Láki skrifaði undir þriggja ára samning við ÍBV. Hvernig horfir hann á þessi þrjú ár fram undan varðandi liðið og fótboltann? „Ég hef lært að hugsa þetta bara eitt ár fram í tímann. Fyrsta verkið núna er að hitta leikmenn, fara yfir stöðuna með þeim. Fá það á hreint hvaða leikmenn verða áfram. Það eru einhverjir leikmenn sem eru að hætta, aðrir sem eru að færa sig um set. Síðan förum við í að reyna fá leikmenn inn í stað þeirra sem eru að fara. Ég sest niður með leikmönnum og fer yfir markmiðin. Ég bara vonast til að við verðum með lið sem getur verið með þennan eyja anda. Að við höldum honum. Það er bara þannig í heimamönnunum sem og þeim sem fara til Eyja að þeir breytast í einhverja Spartverja þegar að leikurinn er flautaður á. Svo viljum við líka spila góðan fótbolta. Blanda þessu tvennu saman. Spilað stutt og langt, hafa baráttu en líka tæknilega getu. Það er það sem skiptir mig mestu máli. Að hafa þessi einkennismerki, DNA-ið í liðinu verði spennandi.“
Besta deild karla ÍBV Vestmannaeyjar Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant Körfubolti Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Fleiri fréttir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Skrautlegur ferill á enda: Kaflaskil þegar hann kynntist konunni Andri Rúnar einn af sjö sem kveðja Vestra Axel Óskar farinn frá KR og velur úr tilboðum Farsæll ferill á enda: „Langar að vera í fríi um helgar og á kvöldin“ Kristinn fékk loksins medalíuna sína og nýjan samning í kaupbæti „Þetta var bara ömurlegt í alla staði“ Ómar strax kominn með starf hjá KSÍ Lenti í stórum jarðskjálfta launalaus í heimsfaraldri Haraldur hættir hjá Víkingi Svona endurheimti Breiðablik titilinn: Upprisan, kaflaskilin og breyttar áherslur Alexander endurnýjar kynnin við Óskar Ákvörðunin hefði verið sú sama ef HK hefði haldið sæti sínu í Bestu deildinni Ákvörðun Ómars kom á óvart: „Þökkum honum fyrir ómetanlegt starf“ Víkingar krefjast refsingar vegna tjónsins en þurfa líklega að treysta á lögreglu Matthías og Kristján taka við Valsliðinu Ómar Ingi þakkar fyrir sig eftir þrjátíu ár Fótboltamamma Íslands í vanda: „Verð að halda með þeim báðum og hvernig fer ég að því?“ Eiður Aron riftir við Vestra Búinn að ná öllu út úr ferlinum: „Finn ég er orðinn sáttur“ Gylfi besti leikmaðurinn í Bestu deildinni samkvæmt tölfræðinni Valur staðfestir í annað sinn að Fanney Inga sé á leið til Svíþjóðar „Hefði verið ógeðslega tilfinning ef allt væri búið og maður væri kominn í frí“ Kristinn Jónsson kinnbeinsbrotinn og fékk heilahristing Túfa stýrir Val á næsta tímabili Fyrsta félagið í áratug sem vinnur hjá báðum kynjum Pétur hafi ekki verið rekinn: „Sameiginleg ákvörðun“ Myndasyrpa: Blikar fögnuðu titlinum með aðdáendum Sjá meira