Þjálfari Cercle þakkar Blikum: „Gáfu okkur stærsta og besta klefann“ Valur Páll Eiríksson skrifar 24. október 2024 11:01 Miron Muslic fagnar sigri fyrr í keppninni. Cercle hefur vegnað vel í Evrópu en gengið brösuglega heima fyrir. Grzegorz Wajda/SOPA Images/LightRocket via Getty Images Miron Muslic, þjálfari Cercle Brugge, er nokkuð bjartsýnn fyrir leik liðs hans við Víking í Sambandsdeild Evrópu á Kópavogsvelli klukkan 14:30 í dag. Víkingar séu á útivelli líkt og hans menn. Cercle vann öruggan 6-2 sigur á St. Gallen frá Austurríki í fyrsta leik liðsins í keppninni og gerði sömuleiðis vel í forkeppninni. Liðinu hefur aftur á móti gengið bölvanlega heima fyrir, aðeins unnið einn leik af átta. Muslic segir leikmenn liðsins vera að venjast álaginu, enda ekki fastagestir í Evrópukeppnum. „Við erum að reyna að finna jafnvægið og rytmann. Það er margt nýtt í þessu fyrir okkur, álagið og að spila þrjá leiki í viku. Þegar við finnum þetta jafnvægi fer að ganga betur hjá okkur í deildinni,“ segir Muslic. Þónokkrir leikmenn Cercle voru skildir eftir heima vegna smávægilegra meiðsla eða álags. Muslic segir það ekki merki þess að Belgarnir vanmeti Víkinga. „Alls ekki. Þeir eru, líkt og við á þessu deildarkeppnarstigi Sambandsdeildarinnar. Þeir eiga skilið að vera hér og við berum fulla virðingu fyrir þeim,“ segir Muslic sem hefur kynnt sér leikstíl Íslandsmeistaranna. „Þetta er lið sem heldur í boltann og vill byggja upp frá öftustu línu en taka áhættur með boltann. Þeir spila 4-4-2 án boltans og eru sterkir í tilfærslum.“ Hann er þá meðvitaður um að Víkingar eigi úrslitaleik við Breiðablik á sunnudaginn kemur. Hann segir Blika styðja Cercle í leik dagsins og þakkar þeim gestrisnina á Kópavogsvelli. „Þeir eru gestir eins og við. Heimaliðið gaf okkur stærsta og besta klefann, svo þeir styðja okkur. 100 prósent,“ segir Muslic. Leikur Víkings og Cercle Brugge er klukkan 14:30 og verður sýndur beint á Vodafone Sport. Sambandsdeild Evrópu Belgíski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira
Cercle vann öruggan 6-2 sigur á St. Gallen frá Austurríki í fyrsta leik liðsins í keppninni og gerði sömuleiðis vel í forkeppninni. Liðinu hefur aftur á móti gengið bölvanlega heima fyrir, aðeins unnið einn leik af átta. Muslic segir leikmenn liðsins vera að venjast álaginu, enda ekki fastagestir í Evrópukeppnum. „Við erum að reyna að finna jafnvægið og rytmann. Það er margt nýtt í þessu fyrir okkur, álagið og að spila þrjá leiki í viku. Þegar við finnum þetta jafnvægi fer að ganga betur hjá okkur í deildinni,“ segir Muslic. Þónokkrir leikmenn Cercle voru skildir eftir heima vegna smávægilegra meiðsla eða álags. Muslic segir það ekki merki þess að Belgarnir vanmeti Víkinga. „Alls ekki. Þeir eru, líkt og við á þessu deildarkeppnarstigi Sambandsdeildarinnar. Þeir eiga skilið að vera hér og við berum fulla virðingu fyrir þeim,“ segir Muslic sem hefur kynnt sér leikstíl Íslandsmeistaranna. „Þetta er lið sem heldur í boltann og vill byggja upp frá öftustu línu en taka áhættur með boltann. Þeir spila 4-4-2 án boltans og eru sterkir í tilfærslum.“ Hann er þá meðvitaður um að Víkingar eigi úrslitaleik við Breiðablik á sunnudaginn kemur. Hann segir Blika styðja Cercle í leik dagsins og þakkar þeim gestrisnina á Kópavogsvelli. „Þeir eru gestir eins og við. Heimaliðið gaf okkur stærsta og besta klefann, svo þeir styðja okkur. 100 prósent,“ segir Muslic. Leikur Víkings og Cercle Brugge er klukkan 14:30 og verður sýndur beint á Vodafone Sport.
Sambandsdeild Evrópu Belgíski boltinn Víkingur Reykjavík Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Frábært að sjá Darra spila handbolta aftur“ Handbolti „Þetta var bara draumi líkast“ Handbolti Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Fótbolti „Munurinn á liðunum var einfaldlega markvarslan“ Handbolti Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Fótbolti Dagskráin í dag: Ryder-bikarinn fer af stað Sport Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sjáðu mörkin: Sævar á skotskónum en Giroud með sigurmarkið Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Börsungar halda í við Madrídinga Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Villa vann loksins en Watkins rúinn sjálfstrausti Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Látinn eftir höfuðhögg í leik Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Sérfræðingur ánægður með Frey sem vill íslenska geðveiki Hvenær fær Lammens sénsinn hjá Man. Utd? Mun skrifa undir nýjan fimm ára samning við Arsenal Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Chiesa græðir á óheppni landa síns Funheitur Messi tryggði Inter Miami í úrslitakeppnina Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Velskur slagur og meistarar mætast í sextán liða úrslitum Stífla Álvarez brast í dramatískum sigri Atlético Tvenna Jesus dugði ekki er Antony sótti stigið Sjá meira